Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 68
Náttúrufræðingurinn 68 Forsaga nútíma veður– fræði frá árdögum fram á 20. öld – örstutt ágrip Reynsla kynslóðanna Fyrri skilgreiningin á við þá miklu þekkingu sem mannkynið hefur aflað sér um veður og vinda um þúsundir ára í lífsbaráttu sinni og glímu við misblíð náttúruöflin. Sagnfræðingurinn og söguspek- ingurinn Arnold Toynbee kvað háa tíðni uppgötvana einkenna nútímann. Uppgötvanir fornmanna um tugþúsundir ára hefðu komið smám saman og breiðst hægt út, en væru í raun engu ómerkari en uppgötvanir nú á dögum.1 Þannig hafa athuganir og ályktanir fyrri kynslóða safnast í reynsluforða og þekkingarbrunn sem unnt var að ausa úr. Veðurfræði sem studdist við óhemju langa reynslu mann fram af manni kom því löngum að góðum notum við veiðar, siglingar, landbúnað og aðra iðju. Vísindaleg veðurfræði – Forn-Grikkir Veðurfræði skilgreind sem vísinda- leg fræðigrein er harla ung miðað við hina fornu reynslu. Þeir sem fjallað hafa um sögu vísindalegrar veðurfræði skipta henni í þrennt. Segja má með nokkrum rétti að veð- urvísindi hefjist hjá fornþjóðum í Indlandi, Mesópótamíu og Egypta- landi. Eins og um margt annað er eiginlegt upphaf þeirra þó talið vera hjá hinum aðdáunarverðu Forn- Grikkjum og er hið fyrsta tímabil veðurfræðinnar látið standa fimm alda blómaskeið grískrar menn- ingar frá því um 600 f.Kr. til hnign- unar hennar um 400 e.Kr. og síðan allt fram á síðmiðaldir um 1600 e.Kr. Er þá sem kunnugt er hafin endurreisn mennta í Evrópu sem að mörgu leyti felst í upprifjun á hinum forngríska anda í heimspeki, listum og vísindum. Skipuleg náttúruvísindi eru venjulega talin hefjast með Þalesi í grísku borginni Míletos í Litlu- Asíu.2,3 Hann var uppi á fyrri hluta 6. aldar f.Kr., grískur í föðurætt en fönikískur í móðurætt og hefur vís- ast tileinkað sér það besta úr ólíkri menningu foreldra sinna. Hann var víðförull kaupmaður og heimsótti Þór Jakobsson Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 68–73, 2015 Ógerningur er að tilgreina upphaf veðurfræðinnar, en rétt er að gera greinarmun á veðurfræði sem eldfornri grein þekkingar og veðurfræði sem styðst við vísindalegar aðferðir.a bæði hin fornu menningarlönd, Mesópótamíu og Egyptaland. Hann fjallaði um flóðin í Níl, þrumur og eldingar og fleiri náttúrufyrirbæri. Anaximander mun hafa verið lærisveinn Þalesar, höfundur elsta rits um náttúruvísindi sem sögur fara af. Hann lýsti fyrstur manna vindi sem fljótandi lofti. Þótt undar- legt megi virðast viðurkenndu menn þó ekki um langan aldur a Ágrip þetta var samið árið 1995 fyrir viðamikið Náttúrufræðingatal sem aldrei náðist að ljúka sökum fjárskorts. Handrit ágripsins er varðveitt á skrifstofu FÍN, Félags íslenskra náttúrufræðinga. Textinn var endurskoðaður fyrir birtingu hér í Náttúrufræðingnum. Þess ber að geta að frásögnin var að ráði ritstjórnar Náttúrufræðingatals látin fjara út þegar nær dregur nútíma og er því farið hratt yfir sögu veðurfræði á 20. öld. 1. mynd. Aristóteles (384–322 f.Kr.).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.