Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 76
Náttúrufræðingurinn 76 Aðferðir Athugunarsvæðið Vegurinn yfir Dýrafjörð skiptir Lambadalseyri í tvennt en leirur eru við eyrina, bæði fyrir innan og utan fyllinguna. Innan fyllingarinnar nær leiran að Lambadalsá en utan hennar umlykur hún Lambadalsodda. Valdir voru þrír staðir fyrir fjöru- snið í Dýrafirði, einn (F1) fyrir utan þverun og tveir (F2 og F3) fyrir innan (2. og 3. mynd). Sniðin voru tekin á sömu svæðum og í fyrri rannsókn. Þar sem ekki voru til hnit á fjörusniðunum frá 1985 var staðurinn ákveðinn út frá teikn- ingu sem sýnir afstöðu stöðvanna í rannsóknarskýrslunni.3 Leirusnið voru tekin á Lambadalseyri (L1) og í botni fjarðarins (L2) (4. mynd). Sýnatökustöðvar fyrir botndýr (A–I) eru allar fyrir innan Lambadalseyri (1. tafla). Stöð I á svæði 1 er aukastöð en ekki var tekið sýni á því svæði árið 1985. Sýnataka Sýnataka af botni fór fram 25. sept- ember 2007, sem var fjórum dögum fyrir stórstreymi. Botnsýni voru tekin með Van Veen-greip, 200 cm2 að flatarmáli, sem einnig var notuð í fyrri rann- sókn (Þorleifur Eiríksson munnl. uppl.). Sýni telst nothæft ef greipin er lokuð þegar hún kemur upp og set er í greipinni. Tekin voru fimm sýni á hverri stöð til greiningar á botndýralífi. Einungis voru notuð þrjú sýni í samræmi við fyrri rann- sókn. Við sýnatöku var unnið á gúmmí- bát með utanborðsmótor. Notað var GPS-handtæki til að finna stöðina og var akkeri látið síga þegar komið var að henni. Dýpi var mælt með bandinu í sýnatökugreipinni. Fjörusýni voru tekin á tvennan 3. mynd. Fjörusnið 3 (F3). – Littoral transect 3. Ljósm./Photo: Böðvar Þórisson. 2. mynd. Athugunarsvæðið í innri hluta Dýrafjarðar. – The study area in the inner part of Dýrafjörður.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.