Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 77
77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
hátt, annars vegar með fjörusniði og
hins vegar með leirusniði. Tekið var
eitt fjörusnið (F1) 15. júní 2006 og
önnur snið (F2 og F3) 21.–22. ágúst
2006.
Á hverju fjörusniði voru tekin sýni
á fimm stöðvum með um 40–50 cm
hæðarbili. Efsta stöðin var ákveðin
þar sem klettadoppur (Littorina saxa-
tilis) voru. Mæld var hæð hverrar
stöðvar og fjarlægðir á milli þeirra.
Lagðir voru út þrír 1 m2 rammar á
hverri stöð og öllu lýst innan þeirra.
Inn í hvern ramma var settur 20×20
cm rammi og allt þang innan þeirra
skorið meðfram brún rammans og
sett í plastpoka. Undirlagið var síðan
skafið upp með skeið og sett í ílát.
Niðurstöður sýna meðaltal allra
stöðva á hverju sniði.
Valin voru tvö snið á leiru, á
Lambadalseyri og inni í botni
fjarðarins. Á hvoru sniði voru þrjár
stöðvar og var neðsta stöðin höfð
eins neðarlega í fjörunni og hægt
var. Notaðir voru 20×20 cm rammar
sem þrýst var niður um 5 cm ofan í
leirinn. Öllu lausu efni innan hvers
ramma var síðan mokað upp í ílát.
Framsetning gagna
Fyrir fjöru- og leirusniðin var
reiknað meðaltal fyrir hverja tegund
af öllum stöðvum á hverju sniði. Í
sumum tilvikum er notuð hærri
flokkun, svo sem ættir, flokkur
eða fylking. Til einföldunar verður
hugtakið hópur notað hér eftir um
hærri flokkun. Fyrir botnsýnin voru
skilgreind fjögur svæði og reiknað
meðaltal hópa/tegunda á stöðvum
innan svæðis. Þetta er gert fyrir
bæði árið 1985 og 2007. Fyrir árið
1985 er skiptingin þannig: Á svæði
2 eru stöðvar 7, 8 og 9, á svæði 3
eru stöðvar 5 og 6, og á svæði 4 eru
stöðvar 1, 2 og 3. Fyrir árið 2007
er skiptingin þannig: Á svæði 1 er
stöð I, á svæði 2 eru stöðvar F, G
og H, á svæði 3 eru stöðvar D og E,
og á svæði 4 eru stöðvar A, B og C.
Svæðin eru síðan borin saman.
Varðveisla og úrvinnsla
Hryggleysingjasýnin, bæði botn- og
fjörusýni, voru fest í formalíni (5–
10%) og bóraxi bætt út í til að skeljar
skeldýra leystust ekki upp. Forma-
líni var síðan hellt af sýnunum eftir
nokkra daga og alkóhól (70%) sett
í staðinn. Þangsýni voru fryst. Í
rannsóknarstofu var þangið þítt og
dýr skoluð af. Þangið var greint til
tegunda og vigtað (blautvigt). Sýnin
voru sigtuð varlega í vatni, botnsýni
með 0,5 mm sigti en fjörusýni með
1 mm sigti, eins og í fyrri rannsókn.
Dýr voru flokkuð undir víðsjá
(Leica MZ 6 og/eða MZ 12), greind
til tegunda eða hópa með hjálp
greiningarlykla og talin. Fjöldi dýra
var reiknaður á fermetra til að auð-
velda samanburð. Vísindanöfn eru
í samræmi við World Register of
Marine Species (WoRMS) (sjá á
www. marinespecies.org).
1. tafla. Númer stöðva og staður. – The sampling stations numbers and positions.
4. mynd. Leirusnið 1 (L1). – Transect 1 on mudflats. Ljósm./Photo: Böðvar Þórisson.
Búsvæði −
Habitat
Nr.
stöðva
1985
No. stations
2006 − 2007
Svæði
Area
Örnefni
Name
Hnit
Coordination
Botn – Bottom I 1 Lambadalseyri N65 51.192 V23 18.663
Botn – Bottom 2 H 2 Kjaransstaðareyri N65 51.037 V23 17.353
Botn – Bottom 3 G 2 Kjaransstaðareyri N65 50.970 V23 17.285
Botn – Bottom 4 F 2 Kjaransstaðareyri N65 50.942 V23 16.977
Botn – Bottom 5 E 3 Valseyri N65 50.625 V23 15.353
Botn – Bottom 6 D 3 Valseyri-Drangar N65 50.503 V23 14.598
Botn – Bottom 7 A 4 Drangar N65 50.330 V23 13.012
Botn – Bottom 8 B 4 Drangar N65 50.332 V23 12.865
Botn – Bottom 9 C 4 Drangar N65 50.445 V23 12.608
Fjara - Shore 9 F1 Næfranes N65 52.078 V23 22.047
Fjara - Shore 10 F2 Innan Lambadalsár N65 51.353 V23 17.736
Fjara - Shore 1 F3 Innan Valseyrar N65 50.824 V23 14.568
Leira - Mudflat 8 L1 Lambadalseyri N65 51.479 V23 18.677
Leira - Mudflat 3 L2 Botn N65 50.480 V23 12.046