Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 78
Náttúrufræðingurinn 78 Mat fjölbreytni og skyldleika Fjölbreytni var metin með Shann- on-Wiener-fjölbreytnistuðli (H´).35,36 Með þessum stuðli er metið hve margar tegundir eru til staðar hverju sinni og hvernig einstak- lingarnir dreifast milli tegunda. Pri- mer 5-forritið var notað við út- reikninga. Sumar tegundir voru sameinaðar í ættkvísl eða ætt ásamt tegundum sem einungis var hægt að greina til ættar. Sú flokkun liggur til grundvallar fyrir útreikninga, en allar greiningar er að finna í 1. og 2. viðauka. Shannon-Wiener fjölbreytnistuð- ullinn H´: þar sem: S=fjöldi tegunda og pi=hlutdeild af heildarsýni sem tilheyrir tegund i. Þessi stuðull hækkar eftir því sem fjölbreytni eykst og er stuðullinn hæstur ( ) þegar fjöldi einstak- linga er sá sami hjá öllum tegundum. Einsleitnistuðullinn J´ er ná- tengdur Shannon-Wiener-stuðl- inum. Hann sýnir hvort jafnræði er milli tegunda eða hvort ein tegund, eða fáeinar, er/eru sérstaklega áber- andi. Stuðullinn lækkar þegar það gerist, en hann getur mest orðið 1. Einsleitnistuðullinn J´: Primer-forritið er einnig notað til að meta vísitölu skyldleika (e. Bray- Curtis similarity coefficient).37 Skyld- leikastuðull sýnir hversu lík dreifing einstaklinga af hverri tegund er á milli svæða. Vísitalan er frá 0–100% og hækka tölurnar með auknum skyldleika. Skyldleika á milli einstakra svæða er síðan hægt að lesa út úr töflu. Gerð var klasagrein- ing sem raðar skyldum svæðum saman og sýnir hve mikill skyld- leiki (%) er á milli einstakra svæða. Reiknaður var út fjölbreytnistuðull fyrir hvert snið í fjöru/leiru og fund- inn skyldleiki á milli sniða. Sams konar útreikningar voru gerðir fyrir botndýrasvæði. Niðurstöður Samanburður á fjölda tegunda/ hópa á botni og í fjörum er settur fram í tveimur töflum, annars vegar fyrir botnsvæði (Sv) og hins vegar fyrir fjöru- og leirusnið (F og L), og er þar gerð grein fyrir gögnum frá báðum rannsóknartímabilum (2. og 3. tafla). Heildarniðurstöður um fjölda einstaklinga af mismunandi tegundum/hópum eftir svæðum og tímabilum eru í 1. og 2. viðauka. Botndýrarannsókn Í 2. töflu er sýndur fjöldi tegunda/ hópa af mismunandi yfirhópum í botnsvæðum, bæði úr fyrri rann- sókn og þeirri seinni. Burstaormar eru algengasti hópurinn á öllum svæðum bæði tímabilin. Samlokur eru einnig algengar nema á svæði 2 í fyrri athugun. Krabbadýr eru algeng á svæði 2 bæði tímabilin. Skeljar eru algengari í seinni athuguninni og var mest af kræk- lingi (Mytilus edulis), gljáhnytlu (Ennucula tenuis), hrukkubúldu (Thyasira flexuosa), lýsuskel (Abra nitida), hallloku (Macoma calcarea) og ættkvíslinni Mya. Í fyrri athug- uninni var einnig talsvert af hall- loku. Gljáhnytla, trönuskel (Leda pernula) og kolkuskel (Yoldia hyper- boria) fundust ekki í fyrri athugun. Burstaormar (Polychaeta) eru stærsti hópurinn. Algeng- ustu tegundir/hópar á nær öllum svæðum í seinni athugun eru Maldane sarsi, Pholoe spp., Eteone longa, Scoloplos armiger, Cossura lon- gocirrata og ættkvíslin Pectinaria. Á Fylking / flokkur / Ættbálkur Phylum / class / order Íslenskt heiti Icelandic name Fjöldi tegunda/hópa eftir svæðum Number of species/groups in areas 2007 1985 Sv-4 Sv-3 Sv-2 Sv-1 Sv-4 Sv-3 Sv-2 Nemertea Ranaormar 1 1 1 1 1 Mollusca Lindýr Gastropoda Kuðungar 2 3 2 1 1 Bivalvia Samlokur 8 12 11 4 7 8 Echiura 1 Cephalorhyncha Priapulida Maðkamóðir 1 1 Annelida Liðormar Oligochaeta Ánar 1 1 1 1 1 1 1 Polychaeta Burstaormar 16 21 24 9 21 22 28 Arthropoda Liðfætlur Crustacea Krabbadýr 5 6 11 5 2 4 7 Insecta Skordýr 1 1 Echinodermata Skrápdýr Ophiuridea Slöngustjörnur 1 1 1 1 1 Chordata Seildýr Tunicata Möttuldýr 1 Heildarfjöldi tegunda/hópa Total number species/groups 35 44 53 20 33 38 40 2. tafla. Fjöldi tegunda eða hópa af mismunandi yfirhópum á botnsvæðum árin 1985 og 2007. – Number of species or groups in benthic areas in 1985 and 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.