Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 78
Náttúrufræðingurinn
78
Mat fjölbreytni og skyldleika
Fjölbreytni var metin með Shann-
on-Wiener-fjölbreytnistuðli (H´).35,36
Með þessum stuðli er metið hve
margar tegundir eru til staðar
hverju sinni og hvernig einstak-
lingarnir dreifast milli tegunda. Pri-
mer 5-forritið var notað við út-
reikninga. Sumar tegundir voru
sameinaðar í ættkvísl eða ætt ásamt
tegundum sem einungis var hægt
að greina til ættar. Sú flokkun liggur
til grundvallar fyrir útreikninga, en
allar greiningar er að finna í 1. og 2.
viðauka.
Shannon-Wiener fjölbreytnistuð-
ullinn H´:
þar sem:
S=fjöldi tegunda og
pi=hlutdeild af heildarsýni sem
tilheyrir tegund i.
Þessi stuðull hækkar eftir því sem
fjölbreytni eykst og er stuðullinn
hæstur ( ) þegar fjöldi einstak-
linga er sá sami hjá öllum tegundum.
Einsleitnistuðullinn J´ er ná-
tengdur Shannon-Wiener-stuðl-
inum. Hann sýnir hvort jafnræði er
milli tegunda eða hvort ein tegund,
eða fáeinar, er/eru sérstaklega áber-
andi. Stuðullinn lækkar þegar það
gerist, en hann getur mest orðið 1.
Einsleitnistuðullinn J´:
Primer-forritið er einnig notað til
að meta vísitölu skyldleika (e. Bray-
Curtis similarity coefficient).37 Skyld-
leikastuðull sýnir hversu lík dreifing
einstaklinga af hverri tegund er á
milli svæða. Vísitalan er frá 0–100%
og hækka tölurnar með auknum
skyldleika. Skyldleika á milli
einstakra svæða er síðan hægt að
lesa út úr töflu. Gerð var klasagrein-
ing sem raðar skyldum svæðum
saman og sýnir hve mikill skyld-
leiki (%) er á milli einstakra svæða.
Reiknaður var út fjölbreytnistuðull
fyrir hvert snið í fjöru/leiru og fund-
inn skyldleiki á milli sniða. Sams
konar útreikningar voru gerðir fyrir
botndýrasvæði.
Niðurstöður
Samanburður á fjölda tegunda/
hópa á botni og í fjörum er settur
fram í tveimur töflum, annars vegar
fyrir botnsvæði (Sv) og hins vegar
fyrir fjöru- og leirusnið (F og L), og
er þar gerð grein fyrir gögnum frá
báðum rannsóknartímabilum (2. og
3. tafla). Heildarniðurstöður um
fjölda einstaklinga af mismunandi
tegundum/hópum eftir svæðum og
tímabilum eru í 1. og 2. viðauka.
Botndýrarannsókn
Í 2. töflu er sýndur fjöldi tegunda/
hópa af mismunandi yfirhópum í
botnsvæðum, bæði úr fyrri rann-
sókn og þeirri seinni.
Burstaormar eru algengasti
hópurinn á öllum svæðum bæði
tímabilin. Samlokur eru einnig
algengar nema á svæði 2 í fyrri
athugun. Krabbadýr eru algeng á
svæði 2 bæði tímabilin.
Skeljar eru algengari í seinni
athuguninni og var mest af kræk-
lingi (Mytilus edulis), gljáhnytlu
(Ennucula tenuis), hrukkubúldu
(Thyasira flexuosa), lýsuskel (Abra
nitida), hallloku (Macoma calcarea)
og ættkvíslinni Mya. Í fyrri athug-
uninni var einnig talsvert af hall-
loku. Gljáhnytla, trönuskel (Leda
pernula) og kolkuskel (Yoldia hyper-
boria) fundust ekki í fyrri athugun.
Burstaormar (Polychaeta)
eru stærsti hópurinn. Algeng-
ustu tegundir/hópar á nær öllum
svæðum í seinni athugun eru
Maldane sarsi, Pholoe spp., Eteone
longa, Scoloplos armiger, Cossura lon-
gocirrata og ættkvíslin Pectinaria. Á
Fylking / flokkur / Ættbálkur
Phylum / class / order
Íslenskt
heiti
Icelandic
name
Fjöldi tegunda/hópa eftir svæðum
Number of species/groups in areas
2007 1985
Sv-4 Sv-3 Sv-2 Sv-1 Sv-4 Sv-3 Sv-2
Nemertea Ranaormar 1 1 1 1 1
Mollusca Lindýr
Gastropoda Kuðungar 2 3 2 1 1
Bivalvia Samlokur 8 12 11 4 7 8
Echiura 1
Cephalorhyncha Priapulida Maðkamóðir 1 1
Annelida Liðormar
Oligochaeta Ánar 1 1 1 1 1 1 1
Polychaeta Burstaormar 16 21 24 9 21 22 28
Arthropoda Liðfætlur
Crustacea Krabbadýr 5 6 11 5 2 4 7
Insecta Skordýr 1 1
Echinodermata Skrápdýr
Ophiuridea Slöngustjörnur 1 1 1 1 1
Chordata Seildýr
Tunicata Möttuldýr 1
Heildarfjöldi tegunda/hópa
Total number species/groups
35 44 53 20 33 38 40
2. tafla. Fjöldi tegunda eða hópa af mismunandi yfirhópum á botnsvæðum árin 1985 og 2007.
– Number of species or groups in benthic areas in 1985 and 2007.