Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 4
lýsir afneitun á vandanum. Slík viðhorf hafa meðal annars birst í blaðagreinum forystumanna Bænda samtaka Íslands og ráðherra landbúnaðarmála. Talsmenn óbreyttrar nýtingar beita klassískum aðferðum afneitunarfræðinnar, sem felast meðal annars í því að sífellt er krafist meiri rannsókna og gagna þrátt fyrir að vel rökstudd sérfræðiálit og viðamikil gögn liggi fyrir um ástand landsins. Vitaskuld eru auknar rannsóknir almennt af hinu góða, en krafa um meiri rannsóknir áður en lagt sé í aðlögun framleiðslunnar að landsgæðum er innantóm hagsmunapólitík. Þetta er sama aðferðafræði og sú sem mótuð var í tengslum við afneitun á blýmengun, skaðsemi reykinga og loftslagsbreytingum, stundum nefnd „meiri rannsóknir“ og „sýndu mér gögnin“-aðferðafræði (e. show me the data). Brengluð notkun á hugtakinu beitarþol (e. carrying capacity) skýtur upp kollinum líkt og draugur úr fortíðinni. Vistkerfi sem eru illa farin af langvarandi nýtingu, eins og þau sem finna má á gosbeltum landsins, hafa vitaskuld ekki neitt beitarþol, frekar en hægt sé að reikna veiðirétt fyrir hrunda fiskistofna. Tönnlast er á að landið sé að gróa upp, sem á aðeins við sums staðar, að fé fækki (þar sem miðað er við afar óeðlilegt hámark um 1982), að bændur græði upp mikið land (einkum heimalönd, breytir engu um nýtingu afrétta sem ekki ætti að nýta) og að í gildi sé gæðastýring sem tryggi sjálfbæra nýtingu haglendis (sem hún gerir ekki). Slík síbylja rangra staðreynda er einmitt dæmi um notkun klassískar afneitunarfræði. Stuðningsgreiðslur geta verið orsök áframhaldandi landnýtingar sem viðheldur slæmu ástandi vistkerfa. Dæmi um slíka rangsnúna hvata (e. perverse incentives) eru þekkt á landi í almannaeigu (e. public lands) víða um lönd, meðal annars í Bandaríkjunum, þar sem beitarnýting á landi í mjög slæmu ástandi hefur notið ríkisstyrkja (hefur verið kallað Welfare Ranching á enskri tungu). Víðast er reynt að vinda ofan af slíkum stuðningi, og það hefur verið gert að stórum hluta innan Evrópusambandsins með umhverfistengingum á styrkja greiðslum (e. cross com- pliance). Stjórnvöld og bændur á Íslandi eru nú að gera með sér nýjan langtímasamning um sauð- fjárrækt. Samningurinn byggist á svokölluðum „gripagreiðslum“, en rannsóknir og reynsla sýna einmitt að slík aðferðafræði leiðir til offramleiðslu afurða og skorts á tengingu við umhverfisaðstæður. Þessi samningagerð sýnir glögglega að sjónarmið náttúruverndar eru gerð hornreka í stjórnsýslunni þegar kemur að beitarnýtingu á Íslandi. Því þarf að breyta. Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.