Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og þéttleiki lúpínu voru notaðar sem skýringarbreytur í greiningunni. Tegundum sem komu aðeins fyrir einu sinni eða tvisvar í gagnasafninu var sleppt til að takmarka áhrif mjög sjaldgæfra tegunda á niðurstöðurnar og byggðist hnitunargreiningin því á 47 tegundum æðplantna. Gögnunum var umbreytt með náttúrulegum lógaritma (ln(Ay + B)). Hnitunargreiningin var gerð með forritinu Canoco fyrir Windows, útg. 4.5. Niðurstöður Árið 2010 tóku aðgerðir gegn lúpínu í hverjum 100 m2 reit að jafnaði 9–10 mínútur og var ekki munur á því hvort slegið var eða eitrað fyrir lúpínu. Þekja lúpínu í ómeðhöndluðum reitum var um 85%, sem er nálægt mögulegri hámarksþekju vegna þekjukvarðans sem notaður var (87,5%, miðgildi einkunnar 8). Lúpína hafði hins vegar gefið verulega eftir bæði í slegnum og eitruðum reitum ári eftir upphaf aðgerða (2011) og eftir fimm ár var þekja hennar marktækt minni en í ómeðhöndluðu reitunum (2. mynd og 3. mynd A). Þekja lúpínu var svipuð í eitruðu reitunum 2011 og 2015 en var minni í seinni mælingunni í slegnu reitunum. Samspil á milli tíma og meðferða var marktækt (2. tafla). Þéttleiki blómstrandi lúpínu- plantna fylgdi svipuðu mynstri og þekjan (3. mynd B, 2. tafla). Ári eftir fyrstu aðgerðir var þéttleiki minni 3. mynd. Meðalþekja (A), meðalþéttleiki blómstrandi lúpínuplantna (B) og kímplantna (C) í tilraunareitum í Stykkishólmi, einu og fimm árum eftir að aðgerðir til að eyða lúpínu hófust. Heil lína á milli punkta táknar að marktæk breyting hafi orðið á meðaltali einstakra meðferða frá 2011 til 2015 en ekki var marktækur munur árið 2015 á þeim meðferðum sem merktar eru með sama bókstaf (P>0,05). – Average cover (A), density of mature plants (B) and density of cotyledonary seedlings (C) of lupine in experimental plots in Stykkishólmur, West Iceland, one and five years after initiation of annual removal of lupine treatments. Significant change between 2011 and 2015 is indicated with a solid line, and treatments not significantly different in 2015 are given the same letter (P>0.05). Blokk Block F(4, 8) Meðferð (M) Treatment F(2, 8) Tími (T) Time F(1, 12) M × T F(2, 12) Þéttleiki lúpínuplantna / Lupine density Blómstrandi / Flowering 0,9 82,5*** 0,4 4,7* Ungplöntur / Young plants 0,9 1,5 0,1 2,1 Kímplöntur / Seedlings 1,6 6,2* 39,1*** 0,8 Tegundaauðgi / Species richness Í ramma (0,25 m2) / Quadrat scale (0.25 m2) 1,3 15,1** 33,5*** 16,3*** Í reit (100 m2) / Plot scale (100 m2) 1,1 27,5*** 31,6*** 19,2*** Þekja / % Cover Lifandi gróður / Vegetation 1,6 95,6*** 19,9*** 15,7*** Sina / Litter 1,0 17,2** 20,8*** 15,7*** Ógróið yfirborð / Bare ground 1,3 16,6** 11,9** 13,9*** Mosar / Mosses 7,5** 4,6* 0,4 0,7 Lúpína / Lupine 2,2 147,7*** 7,7* 7,9** Aðrar tvíkímblaða jurtir / Herbs other than lupine 2,0 5,7* 23,4*** 7,0** Grös / Grasses 3,5 224,2*** 204,6*** 133,1*** Hærur og sef / Rushes and sedges 0,7 1,8 0,8 1,3 2. tafla. Niðurstöður fervika- greininga á áhrif meðferða (slegin, eitruð eða ómeðhöndluð lúpínu- breiða) á mismunandi breytur 2011 og 2015 (endurteknar mælingar). Hver blokk inni heldur þrjá reiti, einn af hverri gerð; slegið, eitrað og ómeðhöndlað. Frítölur fyrir F-próf eru gefnar innan sviga. ***: P≤0,001; **: 0,001<P≤0,01 og *: 0,01<P≤0,05. – Results of ANOVA for the effects of treatments (cut, herbicide and untreated) on various vegetation parameters 2011 and 2015 (repeated measures). Each block contains three plots; cut, herbicide and untreated. Degrees of freedom for F-tests are shown in parentheses. ***: P≤0,001; **: 0,001<P≤0,01 og *: 0,01<P≤0,05.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.