Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 20
Náttúrufræðingurinn 20 1. mynd. Dimmuborgir. – Dimmuborgir in North Iceland. Ljósm./Photo: Kesara Anamthawat-Jónsson. ekki þörf. Þannig notum við orðið birkifrjókorn um óaðgreind Betula- frjókorn sem geta verið frá annarri tegundinni eða báðum. Ilmbjörkin er ferlitna tegund með 56 litninga en fjalldrapinn tvílitna með 28 litninga. Þrílitna blendingstré eru nokkuð algeng í íslenskum skógum2 og ummerki um erfðablöndun (e. introgression) hafa fundist í báðum tegundum hérlendis.3 Frjósemi þrílitna einstaklinga er verulega skert því að við rýriskiptingu (e. meiosis) verða til mislitna kynfrumur sem oftast eru óstarfhæfar. Engu að síður verða einnig til heilbrigðar kynfrumur, einlitna eða tvílitna,4 sem geta flutt erfðaefni aftur til foreldrategundanna. Spurningar hafa vaknað um hvaða áhrif erfðablöndun birkis hafi á stærð frjókorna. Ilmbjörk og fjalldrapi framleiða svipuð frjókorn, en misstór, og þegar frjógreining er notuð til að ráða í forn plöntusamfélög hefur stærð birkifrjókornanna verið sterkasta vísbendingin um hvor tegundin hafi verið ráðandi. Meðal annars hafa verið settar fram spurningar um það hvort birkið sem nam land á Íslandi eftir ísaldarlok hafi verið fjallabirki eða vaxtarlag íslenska birkisins mótast hér á landi með erfðablöndun eftir að það fluttist hingað.5 Þessar spurningar urðu til þess að ýtarlegar mælingar voru gerðar á stærð frjókorna frá ilmbjörk, fjalldrapa og þrílitna blendingum í núlifandi skógum á Íslandi og voru þeim rannsóknum gerð skil í Náttúrufræðingnum 2009.6 Meðal þess sem þar kom í ljós var að frjókorn blendinganna voru mjög oft óeðlileg í útliti, t.d. með fleiri eða færri frjópípugöt en þau þrjú sem vænta má á eðlilegu birkifrjókorni. Þessar niðurstöður sýna að mögulegt er að greina frjókorn blendinga í jarðvegssýnum og líklega svara spurningum um kynblöndun tegundanna fyrr á tímum. Ef merki um forna kynblöndun fyndust mætti svara því hvort blöndunin hafi verið samfellt ferli eða hvort sérstakar aðstæður hafi ýtt undir kynblöndun á ákveðnum tímaskeiðum. Því var ráðist í þær rannsóknir á sögu íslenska birkisins sem hér er greint frá. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í þremur greinum í ritrýndum tímaritum7,8,9 og fjallað um þær í doktorsritgerð við Háskóla Íslands.10 Helstu rannsóknar- spurningar okkar voru: (1) Er hægt að sýna fram á forna kynblöndun með því að kanna tíðni afbrigðilegra frjókorna í jarðlögum og seti? (2) Ef sýnt er fram á tegunda- blöndun, var hún samfelld eða í hrinum? (3) Ef hrinur blöndunar greinast, við hvaða aðstæður áttu þær sér stað? (4) Hefur stærð frjókorna ilmbjarkar og fjalldrapa breyst vegna erfðablöndunar tegundanna?

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.