Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 30
Náttúrufræðingurinn 30 Til mosagreiningar var skorin sneið inn að kjarna og eintök valin af handahófi úr safni vatnamúsa. Ekki reyndist unnt að greina mosa úr hverju einasta eintaki. Í örfáum tilvikum, þegar mörg eintök voru til frá sama stað, voru þau tekin heil til greiningar. Á rannsóknarstofu var tekið 1–2 cm3 stykki úr hverju sýni nema í undantekningartilvikum. Af einu sýni (úr Nýlenduvatni) var aðeins til 0,5 cm3 stykki. Í öðru tilviki (sýni úr Hafralónsá) voru teknir 1 og 2 cm3 hlutar úr tveimur eintökum. Í þriðja tilvikinu var vatnamúsin mun lausari í sér en hinar og var því allt eintakið skoðað, um 5 cm3. Sýnum var komið fyrir á plastdiski með vatni til að sundurskilja einstaka hluta. Heillegir stönglar og greinar voru tínd til hliðar og greind undir krufningssmásjá (einnig kölluð víðsjá) sem stækkar frekar lítið. Þegar þörf var á voru hlutarnir skoðaðir nánar undir öflugri smásjá. Fjöldi stöngla og greina sem unnt var að bera kennsl á var skráður nákvæmlega ef stönglar og greinar voru færri en 10. Ef hlutar sömu tegundar voru fleiri var fjöldi aðeins skráður sem >10. Flestir stöngla- og greinahlutar voru blaðlausir eða svo lítið eftir að tegundargreining var ógerleg. Sum sýni var aðeins unnt að greina til ættkvíslar og í einu tilviki aðeins til ættar. Óverulegur hluti skoðaðra sýna var úr öðrum efnum en mosum, s.s. þörungum eða blágrænum bakteríum (blágerlum). Eitt sýni (frá Þórshöfn) reyndist ólíkt öðrum þar sem í því var tiltölulega mikið af rauðþörungum. Þótt þetta sýni hafi verið að mestu úr mosa hafði það legið í sjó um tíma og þannig fengið í sig rauðþörungana. Þessir hlutar voru ekki greindir frekar. Fundarstaðir eru merktir með hlaupandi númeri í tímaröð. Byrjað er á stöðunum þremur sem nefndir eru í fyrri grein.1 Ástæða þess að þessir staðir eru skráðir aftur er sú að hér er lýst öllum stöðum þar sem vatnamýs hafa fundist á Íslandi til þessa, og gefinn samanburður um stærð og tegundarsamsetningu. Tiltækar athuganir Við árslok 2015 var kunnugt um 17 fundarstaði vatnamúsa hér á landi. Staðirnir eru bæði á láglendi og hálendi og eru dreifðir um mestallt land (1. mynd). Sagt er frá fyrstu þremur fundarstöðunum í greininni frá 1988 þar sem vatnamúsa á Íslandi er fyrst getið.1 Staðirnir þrír voru: 1. Holtavörðuvatn, Holtavörðu- heiði, Strand. (64.992653°N; 21.083502°V), 1969. 2. Hádegisvatn, Þambárvöllum, Bitrufirði, Strand. (65.445608°N; 21.370993°V), 1969. 3. Bakkatjörn, Syðri-Bakka, Eyjafirði, Eyf. (65.828949°N; 18.190977°V), 1982. Síðan hafa sams konar fyrirbæri fundist á 14 stöðum til viðbótar. Nánari upplýsingar um þá fundi eru skráðar hér á eftir í tímaröð (staður, tími, fjöldi eintaka, finnandi, – athugasemdir eða skýringar): 4. Stóra-Arfavatn, Arnarvatns- heiði, Mýr. (64.905548°N; 20.488507°V), júní-júlí 1988. Um 320 stykki fundust, þar af var 77 safnað. Helgi Laustsen (Freddy Laustsen, Reykjavík, munnl. uppl.). – Finnandi taldi að um 1. mynd. Staðir þar sem vatnamýs hafa fundist til loka árs 2015. – Finding localities of false lake balls in Iceland until the end of 2015.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.