Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 30
Náttúrufræðingurinn 30 Til mosagreiningar var skorin sneið inn að kjarna og eintök valin af handahófi úr safni vatnamúsa. Ekki reyndist unnt að greina mosa úr hverju einasta eintaki. Í örfáum tilvikum, þegar mörg eintök voru til frá sama stað, voru þau tekin heil til greiningar. Á rannsóknarstofu var tekið 1–2 cm3 stykki úr hverju sýni nema í undantekningartilvikum. Af einu sýni (úr Nýlenduvatni) var aðeins til 0,5 cm3 stykki. Í öðru tilviki (sýni úr Hafralónsá) voru teknir 1 og 2 cm3 hlutar úr tveimur eintökum. Í þriðja tilvikinu var vatnamúsin mun lausari í sér en hinar og var því allt eintakið skoðað, um 5 cm3. Sýnum var komið fyrir á plastdiski með vatni til að sundurskilja einstaka hluta. Heillegir stönglar og greinar voru tínd til hliðar og greind undir krufningssmásjá (einnig kölluð víðsjá) sem stækkar frekar lítið. Þegar þörf var á voru hlutarnir skoðaðir nánar undir öflugri smásjá. Fjöldi stöngla og greina sem unnt var að bera kennsl á var skráður nákvæmlega ef stönglar og greinar voru færri en 10. Ef hlutar sömu tegundar voru fleiri var fjöldi aðeins skráður sem >10. Flestir stöngla- og greinahlutar voru blaðlausir eða svo lítið eftir að tegundargreining var ógerleg. Sum sýni var aðeins unnt að greina til ættkvíslar og í einu tilviki aðeins til ættar. Óverulegur hluti skoðaðra sýna var úr öðrum efnum en mosum, s.s. þörungum eða blágrænum bakteríum (blágerlum). Eitt sýni (frá Þórshöfn) reyndist ólíkt öðrum þar sem í því var tiltölulega mikið af rauðþörungum. Þótt þetta sýni hafi verið að mestu úr mosa hafði það legið í sjó um tíma og þannig fengið í sig rauðþörungana. Þessir hlutar voru ekki greindir frekar. Fundarstaðir eru merktir með hlaupandi númeri í tímaröð. Byrjað er á stöðunum þremur sem nefndir eru í fyrri grein.1 Ástæða þess að þessir staðir eru skráðir aftur er sú að hér er lýst öllum stöðum þar sem vatnamýs hafa fundist á Íslandi til þessa, og gefinn samanburður um stærð og tegundarsamsetningu. Tiltækar athuganir Við árslok 2015 var kunnugt um 17 fundarstaði vatnamúsa hér á landi. Staðirnir eru bæði á láglendi og hálendi og eru dreifðir um mestallt land (1. mynd). Sagt er frá fyrstu þremur fundarstöðunum í greininni frá 1988 þar sem vatnamúsa á Íslandi er fyrst getið.1 Staðirnir þrír voru: 1. Holtavörðuvatn, Holtavörðu- heiði, Strand. (64.992653°N; 21.083502°V), 1969. 2. Hádegisvatn, Þambárvöllum, Bitrufirði, Strand. (65.445608°N; 21.370993°V), 1969. 3. Bakkatjörn, Syðri-Bakka, Eyjafirði, Eyf. (65.828949°N; 18.190977°V), 1982. Síðan hafa sams konar fyrirbæri fundist á 14 stöðum til viðbótar. Nánari upplýsingar um þá fundi eru skráðar hér á eftir í tímaröð (staður, tími, fjöldi eintaka, finnandi, – athugasemdir eða skýringar): 4. Stóra-Arfavatn, Arnarvatns- heiði, Mýr. (64.905548°N; 20.488507°V), júní-júlí 1988. Um 320 stykki fundust, þar af var 77 safnað. Helgi Laustsen (Freddy Laustsen, Reykjavík, munnl. uppl.). – Finnandi taldi að um 1. mynd. Staðir þar sem vatnamýs hafa fundist til loka árs 2015. – Finding localities of false lake balls in Iceland until the end of 2015.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.