Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 32
Náttúrufræðingurinn
32
Ólafsson, Flatey og Stykkishólmi.
– Í bók Guðmundar Þjórsárver7 er
ljósmynd af vatnamúsum (bls. 100).
Ekki er nánar kveðið á um fundarstað
innan veranna, fundartíma né fjölda
eintaka. Á myndinni sjást a.m.k. 58
mosavöndlar en hafa sennilega verið
fleiri.
9. Eyrarselsvatn, Fljótsdalsheiði,
N.-Múl. (64.990468°N;
15.211977°V), 30. júní 2007.
Eintök í hundraðatali en aðeins
nokkrum þeirra var safnað. Skarp-
héðinn G. Þórisson, Náttúrustofu
Austurlands. – Mosavöndlarnir
höfðu kastast mislangt upp á land
(3.–4. mynd). Finnandi hefur ferðast
víða um hálendi Austurlands
um áratugaskeið og komið að
hundruðum vatna og tjarna. Hvergi
hefur hann orðið var vatnamúsa
nema við þetta eina vatn.
10. Nafnlaus tjörn, Öxi,
S.-Múl. (64.843127°N;
14.674030°V), 24.–27. júní 2008.
Nokkur eintök og var einu safnað.
Benóný Jónsson og Karólína
3. mynd. Vatnamýs á víð og dreif í sandfjöru við Eyrarselsvatn á Fljótsdalsheiði. – False lake balls distributed on the sandy beach at Lake
Eyrarselsvatn on Fljótsdalsheiði. Ljósm./Photo: Skarphéðinn G. Þórisson, 30.6. 2007.
4. mynd. Vatnamýs í fjörunni við Eyrarselsvatn á Fljótsdalsheiði. Linsulok (77 mm) sýnir stærð
þeirra. – False lake balls found beached at Lake Eyrarselsvatn on Fljótsdalsheiði. A 77 mm
camera lid is shown for comparison. Ljósm./Photo: Skarphéðinn G. Þórisson, 30.6. 2007.