Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 34
Náttúrufræðingurinn 34 15. Sandvík, Ytra-Álandi, Þistilfirði, N.-Þing. (66.216291°N; 15.567363°V), 25. júlí 2013. Hundruð eintaka en engum safnað á fundardegi. Kristín Jónsdóttir, Skógum 1, Vopnafirði (nú Hvammi 2 í Þistilfirði). Einn höfunda (Ævar Petersen) fór á staðinn 28. júní árið eftir og safnaði 10 eintökum. – Sumarið 2013 voru vatnamýs dreifðar yfir nokkurt svæði austarlega í Sandvík austan við mynni Sandár. Einnig lágu stórar gróðurtorfur í víkinni en þær eru taldar hafa rofnað úr bökkum eða hólmum Sandár, flotið niður ána og skolast upp á ströndina austar í Sandvík (7. mynd). Þegar staðurinn var skoðaður aftur ári síðar höfðu gróðurtorfurnar stóru að mestu brotnað niður og aðeins leifar eftir af þeim að sjá í fjörunni í Sandvík. Tugir vatnamúsa lágu þá á víð og dreif í fjöruarfabeltinu efst í fjörunni (8. mynd). 16. Sandur, Aðaldal, S.-Þing. (65.977321°N; 17.568068°V), 19. júní 2014. Eitt eintak. Jim Williams, Orkneyjum, Skotlandi. – Finnandi rakst á eina vatnamús þegar hann var á göngu nálægt ósi Skjálfandafljóts. Ekki sáust fleiri eintök á svæðinu en leit var takmörkuð. Líkur eru á að vatnamúsina hafi rekið þarna á land eftir flóð í fljótinu um vorið en hún var orðin uppþornuð og hafði greinilega legið um tíma. Óljóst er hvort hún hefur myndast í fljótinu eða í einum af fjölda lækja sem í það renna. 17. Ytra-Lón, Langanesi, N.-Þing. (66.264028°N; 15.174512°V), 25. maí 2015. Eitt eintak. Guðmundur Ö. Benediktsson, Kópaskeri. – Vöndullinn fannst á ströndinni ofan við þarabinginn, nálægt fugla- skoðunarskýli sem þar stendur. Ekki fundust fleiri vatnamýs við leit. 8. mynd. Tvær vatnamýs innan um fjöruarfabreiðu sem myndaði belti efst í fjörunni í Sandvík hjá Ytra-Álandi í Þistilfirði. – Two false lake balls in the line of Sea Sandwort at high water mark on the sandy beach at Sandvík, Ytra-Áland, Þistilfjörður. Ljósm./Photo: Ævar Petersen, 28.6. 2014. 7. mynd. Stórir jarðvegshraukar (gróðurtorfur) í Sandvík við Ytra-Áland í Þistilfirði. Fjær (ofarlega á myndinni til vinstri) sést dökkur flekkur af vatnamúsum og gróðursneplum sem losnað hafa úr hraukunum. Efst í fjörunni er ljósgrænt gróðurbelti sem fjöruarfi Honkenya peploides myndar. – Large pieces of turf on the sandy beach in Sandvík, at Ytra-Áland, Þistilfjörður. In the upper left hand corner numerous false lake balls can be seen distributed and small bits from the large pieces of turf. The light green belt at the top of the sand beach is formed from the seashore plant Sea Sandwort Honkenya peploides. Ljósm./Photo: Kristín Jónsdóttir, 25.7. 2013.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.