Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vatnamýsnar á Þórshöfn væru upprunnar úr Hafralónsá sem er í rúmlega 5 km fjarlægð. Vatnamýsnar við Hafralónsá voru svipaðar þeim sem fundust við Þórshöfn í mars sama ár. Í útliti voru þær alls ólíkar mosavöndlunum úr Ormarsá sem voru að jafnaði stærri, dekkri og grófgerðari, og innihéldu aðrar mosategundir. Fjarlægðin þaðan eru tæpir 40 km. Vatnamýsnar frá Þórshöfn og Hafralónsá voru einkarlega ljósbrúnar. Í Þórshafnarmúsunum fundust 11 mosategundir en aðeins 5 úr sýnum úr Hafralónsá (sjá 2. töflu). Þrjár af fimm tegundum voru þær sömu í sýnunum frá þessum tveimur stöðum. Sandá í um 10 km fjarlægð er einnig hugsanlegur upprunastaður. Þar fundust 11 mosategundir eins og á Þórshöfn en aðeins 5 þeirra þær sömu. Niðurstöður sanna ekki uppruna vatnamúsanna á Þórshöfn svo óyggjandi sé en útlit eintaka var mjög svipað og sumar mosategundir þær sömu og í Hafralónsá og Sandá. Hölkná er í um 7,5 km fjarlægð frá Þórshöfn og kemur einnig til greina en hefur ekki verið könnuð m.t.t. vatnamúsa. Í tvígang var vatnamúsum safnað úr röstinni við Þórshöfn (í mars og apríl 2012). Eintökin voru svipuð að stærð úr báðum söfnunum en þó að meðaltali ögn smærri í seinna safninu. Gerðir vatnamúsa og mosategundir Vatnamýsnar úr Hraunsfjarðarvatni skera sig frá öllum öðrum vatnamúsum. Við fund voru þær úr lifandi mosa, þær einu sem fundist hafa hérlendis. Allar aðrar vatnamýs voru úr dauðum mosa. Mosinn var af tegundinni Kiaeria falcata sem lifir einkum þar sem snjór liggur fram eftir vori og jarðvegur er því sírakur.16 Gæti það verið ástæða þess að mosinn lifði í vatninu en einnig kann að vera að hann hafi verið tiltölulega nýkominn á kaf. Eintökin voru mun þéttari í sér alveg í gegn og þyngri en aðrar vatnamýs sem flestar voru léttir vöndlar af mismunandi lögun og miklum mun gisnari að innan. Var helst að eintökin úr Ormarsá væru álíka þétt. Að tegundarsamsetningu voru vatnamýs úr stöðuvötnum verulega ólíkar þeim sem fundust í ám eða á sjávarströndu við ármynni og á ströndinni við Þórshöfn. Einnig reyndist vera munur á samsetningu tegunda í eintökum sem fundust í ám annars vegar og hins vegar við ármynni. Sumar tegundir mosa sem vanalega er að finna á landi, bæði í þurr- eða votlendi, hafa eflaust fallið í vatn fyrir tilviljun. Þetta eru tegundir á borð við Climacium dendroides, Pleurozium schreberi, Pterigynandrum filiforme og Sanionia uncinata. Því er ekki unnt að nota þær til að skilgreina ákveðin fersk- vatnssamfélög. Tegundin Fontinalis antipyretica vex bæði í vötnum og ám. Hún finnst bæði í súru og basísku umhverfi og því er ekki unnt að greina úr hvaða kjörlendi vatnamýsnar eru upprunnar. Tegundir sem eru dæmigerðar fyrir rennandi vatn eru Hygro- hypnum-tegundirnar tvær og Rhynchostegium riparioides. Í náttúrunni vaxa þær því sem næst eingöngu í ám. Þær voru algengar í vatnamúsum úr ám eða árósum, t.a.m. frá Hraunsskeiði. Aðrar tegundir sem greindust aðallega úr vatnamúsum frá slíkum stöðum voru Bryum-tegundir, Pohlia wahlenbergii og sumar Racomitrium- tegundir. Þær vaxa annars á ógrónu landi, stundum í votlendi en einnig oftlega þar sem jarðvegi hefur verið raskað. Það kom á óvart að Philonotis fannst einkum í vatnamúsum úr árósum en þaðan voru greindar nokkrar aðrar mosategundir í einu eða fleiri sýnum. Í þessum sýnum voru tegundir sem vaxa bæði í vatni og á landi. Dæmigerðir dýjamosar, svo sem flestar tegundir af ættkvíslunum Calliergon, Sarmentypnum og Scorpidium, fundust einkum í vatnamúsum úr vötnum. Þessir mosar geta verið komnir úr dýjum nærri vatnsbökkum, vatnsósa bökkum eða þar sem vatnsbakkar eiga til að fara á kaf í vorleysingum. Nokkrar slíkar tegundir eru algengar í norðlægum vötnum þ.á m. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.17 Tegundirnar Calliergon giganteum, C. richardsonii, Drepanocladus turgescens, Sarmentypnum tundrae og Scorpidium cossonii benda til basísks umhverfis, einnig sú staðreynd að engar Sphagnum-tegundir voru til staðar.18 Niðurlag Vatnamýs eru greinilega frekar sjaldgæf fyrirbæri í íslenskri náttúru þar sem ekki eru um þær fleiri heimildir en raun ber vitni. Freddy Laustsen (1916–2006) veiddi t.d. í mörgum vötnum á Arnarvatnsheiði en kvaðst hvergi hafa séð vatnamýs nema í Stóra-Arfavatni (munnl. uppl.). Þó má búast við að þær finnist víðar á landinu en hingað til hefur verið skráð. Þannig eru líkur á að vatnamýs hafi verið í Hrafnabjargavatni í Hörðudal í Dalasýslu á árum áður (Ólafur Finnsson frá Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal, Dal. (1935-2014), munnl. uppl.) en þann stað þarf að kanna. Náttúruskoðarar hafa eflaust rekist á þær án þess að gefa þeim frekari gaum. Upplýsingar frá lesendum um fleiri fundarstaði eru vel þegnar. SUMMARY False lake balls from Iceland In 1988 a short article was published re- porting for the first time false lake balls in Iceland.1 The paper refers to speci- mens collected at three localities, while now (at the end of 2015) a further 14 sites have been discovered (Fig. 1). Details for these sites are listed in nu- merical and chronological order in the Icelandic text, but the locality names and their number are also shown in Tab. 1. Lake balls from some of these localities are shown in Figs 2–8, while a Christmas decoration made of false lake balls is shown in Fig. 9. The finding localities are dispersed around the country, from the coast to the innermost highland regions. The locali-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.