Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar fyrir mismunandi tegundir og árstíðir kemur í ljós eftir tektar- verður munur milli talningar- svæðanna og endurspeglar hann væntanlega gæði mismunandi búsvæða sem Fossvogur hefur upp á að bjóða. Þannig virðast fuglar nýta svæði 1 (4. mynd) og svæði 2 lítið og tilviljunarkennt, en svæðin eru uppfyllt og svipuð að gerð. Að jafnaði sáust þar æðarfugl og tjaldur en einnig komu þar fyrir andartegundir auk tildru og stelks. Á svæði 3 er að finna blandaða fjörugerð. Nokkru fleiri tegundir sáust þar en á svæðum 1–2 og þar var einnig að finna heldur fleiri fugla (5. mynd). Mest var af æðarfugli en stokkendur sáust einnig alloft og einnig vaðfuglar, stelkur, tildra, tjaldur o.fl. Jafnframt sótti stari nokkuð í fjöruna á þessu svæði. Þá sáust haustgestir, meðal annars heiðlóa, á leirublettum svæðisins og vetrarfuglar á borð við rauðhöfðaönd. Svæði 4 sker sig verulega úr framantöldum svæðum, bæði hvað varðar fjölda fugla og tegundasamsetningu. Þar eru vaðfuglar uppistaðan í fjöldanum og það sem hér vekur sérstaka athygli er fjöldi heiðlóa sem sækir í leiruna á haustin og rauðbrystingur sem þarna sést fyrst og fremst á vorin (6. mynd). Stelkur, tjaldur og tildra halda einnig til á þessu svæði. Þá halda rauðhöfðaendur sig einnig við leiruna á haustin og veturna. Á svæði 5 má segja að tvær tegundir séu ráðandi, þ.e. tjaldur og æðarfugl, en einnig sást nokkuð af heiðlóu (7. mynd). Segja má að tjaldurinn sé einkennisfugl þessa svæðis. Á svæði 6 var æðarfugl áberandi og sker það sig talsvert úr með nokkuð reglulega vetrartoppa í fjölda anda, sérstaklega hávellu (8. mynd). Umræður Samanburður við nálæg svæði Þótt vissulega sé töluvert um fugla í Fossvogi, og þá sérstaklega á Fossvogsleiru, fellur fjöldi þeirra nokkuð í skugga annarra svæða í nágrenninu. Þetta stafar m.a. af mismunandi dýpi og fjörugerð á svæðunum, sem og af stærð leirnanna. Hinn 5. október 2009 voru gerðar samanburðartalningar í Fossvogi og Kópavogi og kom í ljós að þá voru töluvert fleiri fuglar í Kópavogi en í Fossvogi.11 Svipað er uppi á teningnum þegar Fossvogur er borinn saman við Arnarnesvog,12 en í þessum vogum tveimur er strandlína álíka löng þótt Arnarnesvogurinn sé nokkru meiri að flatarmáli. Að jafnaði voru fleiri fuglar í Arnarnesvogi en í Fossvogi þó að breytileikinn væri mikill, eða að meðaltali um 350 í Arnarnesvogi á móti um 250–270 í Fossvogi. Í þessu ljósi er vert að benda á að bæði Arnarnesvogur og Kópavogur eru grunnir og hafa að mestu óröskuð strand- og fjörusvæði. Að auki er leiran verulega stærri í Kópavogi en í Fossvogi. Eftirtektarvert er að fjöldi heiðlóa var svipaður í Fossvogi og Kópavogi 5. október 2009 eða tæplega 180 fuglar á hvorum stað. Þess ber þó að geta að þetta er óvenjuhá tala fyrir Fossvog. Algengt var í þessari rannsókn að fjöldi heiðlóa í Fossvogi á þessum árstíma væri á bilinu 100–140 fuglar. Í talningum á sambærilegum árstíma í Kópavogi árið 2013 var fjöldi heiðlóa 177–250 fuglar.11 Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Kópavogsleira er langtum stærri en Fossvogsleira, eða um 21 ha.5 Í Arnarnesvogi hafa tölur fyrir heiðlóu að hausti verið á svipuðu róli eða ívið hærri en í Fossvogi.12 Þetta bendir til að Fossvogsleira hafi verulegt gildi fyrir heiðlóur á Skerjafjarðarsvæðinu. Hvað aðrar fuglategundir varðar virðist samkvæmt sömu heimildum að hávella sæki mun meira í Fossvog en Kópavog. Hinsvegar sækir verulega meira af rauðhöfða, stelk og stokkönd í Kópavog. Rauðbrystingar sáust á hverju vori á Fossvogsleiru, þó ekki í jafnstórum hópum og á nágrannaleirum í Kópavogi eða Arnarnesvogi.11,12 Það virðist því ljóst að fuglategundir Skerjafjarðar dreifast um svæðið og nýta þau fjöl- breyttu búsvæði sem þar eru í boði. 8. mynd. Meðalfjöldi ásamt staðalskekkju (SE) algengustu fuglategunda á talningar- svæði 6 eftir árstíðum. Sjá skilgreiningu árstíða í aðferðalýsingu. – Seasonal average number of most common bird species in area 6 and standard error. See Table 1 for definition of seasons.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.