Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 56
Náttúrufræðingurinn 56 Rannsóknastöðin Rif á Raufarhöfn Jónína Sigríður Þorláksdóttir Rannsóknastöðin Rif ses. á Raufarhöfn var formlega stofnuð árið 2014 og á rætur að rekja til verk- efnis hjá Byggðastofnun sem snýr að „brothættum byggð um“. Stöðin er til húsa á Aðalbraut 16 og er aðstaðan samrekin með gistiheimilinu Hreiðrinu. Að stöðinni standa sex íslenskar rannsóknastofnanir auk sveitarfélagsins Norðurþings og er stjórn Rifs skipuð fulltrúum þessara aðila. Rannsóknastofnanirnar eru Náttúrustofa Norðausturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Há skóli Íslands, Land búnaðar- háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. INTERACT Rannsóknastöðin Rif er aðili að INTERACT (e. International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic) sem er öflugt, fjölfaglegt samstarfsnet rannsóknastöðva á norðurslóðum. Í gegnum samstarfsnetið nýta þúsundir vísindamanna hvaðanæva úr heiminum aðstöðu stöðvanna til rannsókna á margvíslegum sviðum: Jöklar, sífreri, loftslag, vistfræði, líffræðilegur fjölbreytileiki og hringrás næringarefna. Samvinna á sviði rannsókna og vöktunar er kjarnaverkefni INTERACT- netsins og vinna stöðvarnar með margvíslegum rannsóknahópum og öðrum alþjóðlegum samstarfsnetum á því sviði. Stöðvarnar koma einnig oft að fræðslumálum, meðal annars með því að halda sumarnámskeið í einstökum greinum. Hvers vegna rannsóknastöð á Melrakkasléttu? Melrakkasléttan er það landsvæði Íslands sem helst ber einkenni norðurheimskautssvæða (norður- slóða) og er norðurhluti hennar skilgreindur sem lágarktískur. Rannsóknastöðinni er ætlað að Séð yfir að Rauðanúp, ísaldareldstöð með stórri gígskál. Mikið fuglalíf er við Rauðanúp og er þar meðal annars að finna nyrstu súlubyggð á Íslandi. Ljósm.: Yann Kolbeinsson. Starfsfólk Náttúrustofu Norðausturlands hefur stundað fuglarannsóknir á Melrakkasléttu frá því árið 2004. Hér heilsar Yann Kolbeinsson upp á æðarkollu (Somateria mollissima) sem liggur á hreiðri. Ljósm.: Þorkell Lindberg Þórarinsson. Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 56–58, 2016

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.