Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 58
Náttúrufræðingurinn 58 föstum punktum í þeim tilgangi að leggja mat á fjölda og þéttleika fugla frá ári til árs. Talningar fara fram að vori en einnig er fylgst með komu- og brottfarartíma farfugla og umferðarfugla. Upplýsingar um gróðurfar og útbreiðslu háplantna á svæðinu byggjast að miklu leyti á rannsóknum Steindórs Steindórssonar frá árinu 1934. Útbreiðsla háplantna hefur verið skráð á rúmlega 50 stöðum á norðanverðri Melrakkasléttu og eru skráðar meira en þrjú þúsund færslur í gagnagrunn svæðisins hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Vegna kortlagningar Náttúrufræðistofnunar á vist- gerðum á Íslandi voru rúmlega 20 rannsóknarsnið lögð út og mæld á Melrakkasléttu sumarið 2013. Á sniðunum var skráð þekja háplantna og auk þess safnað sýnum af fléttum og mosum. Sumarið 2016 stefna starfsmenn Náttúrufræðistofnunar að því að setja upp föst gróðursnið á landi Rifs. Þar með opnast möguleikar á ýmsum rannsóknum, svo sem á plöntusamfélögum og breytingum innan þeirra, og ekki síður á tengslum gróðurfars við loftslagsbreytingar og breytta landnýtingu. Melrakkasléttan er einnig áhugavert landsvæði fyrir jarðfræðinga og hafa töluverðar rannsóknir verið stundaðar á svæðinu á því sviði. Ráðgert er að setja upp veðurstöð á landi Rifs árið 2016 í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem mun gera vísindamönnum kleift að afla gagna um veðurfar, hitastig, úrkomu o.fl. rannsóknum sínum til stuðnings. Þótt áherslur stöðvarinnar liggi fyrst og fremst á sviði náttúrufarsrannsókna má einnig nefna að Melrakkasléttan og Raufarhöfn eru afar áhugaverður vettvangur til rannsókna á samspili manns og náttúru og á byggðaþróun almennt. Rannsóknir á þessu sviði eru þegar í deiglunni. Í vor dvaldist doktorsnemi í mannvistarlandfræði í stöðinni í fimm vikur og kannað áhrif kvótakerfisins og breytinga í sjávarútvegi á byggðaþróun. Líklegt er að norræn náttúra Melrakkasléttu, harðbýlt umhverfi, einangrun og yfirgefin eyðibýli í margskonar mynd verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn í náinni framtíð. Því er mikilvægt að standa vel að verki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu svo viðkvæm náttúran beri ekki skaða af aukinni umferð ferðamanna. Hér eru því tækifæri fyrir rannsakendur á sviði ferða- og umhverfismála til að skipuleggja innviði og landnotkun af hálfu ferðaþjónustunnar nánast frá upphafi slíkrar starfsemi. Aðstaða Sjávarþorpið Raufarhöfn, aðsetur rannsóknastöðvarinnar, stendur á austurströnd Melrakkasléttu og er nyrsti byggðakjarni landsins. Góð náttúruleg höfn er meginforsenda byggðar á Raufarhöfn og ýmsir aðrir innviðir staðarins eru sterkir, þótt dregið hafi úr þjónustu samhliða fólksfækkun. Nú eru íbúar Raufarhafnar tæplega 200 talsins. Íbúum hefur farið ört fækkandi undanfarna áratugi, sérstaklega þegar litið er til síðustu 10–15 ára. Rannsóknastöðin Rif býður fram húsnæði í þorpinu fyrir vísindamenn sem hug hafa á að nýta sér þá einstæðu möguleika sem í boði eru á Rifsjörðinni og Melrakkasléttunni allri. Aðstaðan er samrekin með gistiheimilinu Hreiðrinu. Um er að ræða gisti- og eldunaraðstöðu, einfalt vinnurými til grunnvinnslu á sýnum og skrifstofuaðstöðu með góðu netsambandi. Þá eru uppi hugmyndir um frekari uppbyggingu rannsóknaaðstöðu í samstarfi við grunnskóla staðarins, sem myndi þá meðal annars nýtast nemendahópum, en mikill áhugi virðist vera fyrir því að halda hér sumarnámskeið fyrir háskólanema. Stefnt er að því að vísindamenn dveljist að staðaldri í stöðinni við fjölbreyttar rannsóknir og að jörðin Rif verði mikilvægur vettvangur rannsókna og vöktunar á náttúrufari norðurslóða. Sanderlur (Calidris alba) við fæðuleit á norðurströnd Melrakkasléttu. Ljósm.: Yann Kolbeinsson. Um höfundinn Jónína Sigríður Þorláksdóttir (f. 1988) hefur starfað fyrir Rannsóknastöðina Rif síðan í júlí 2015 og gegnir stöðu verkefnastjóra. Jónína er líffræðingur (BS) frá Háskóla Íslands síðan 2012 og útskrifaðist með MS- próf í umhverfis- og auðlindafræði frá sama skóla haustið 2015. Jónína er uppalin í Þistilfirði, skammt frá Melrakkasléttu, og er því bæði mannlífi og náttúru staðarins vel kunnug. Póst- og netfang Jónína Sigríður Þorláksdóttir Rannsóknastöðinni Rifi Aðalbraut 16 675 Raufarhöfn Netfang: rif@nna.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.