Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 60
Náttúrufræðingurinn 60 LSD var og er þekkt hugvíkkunarefni sem menn tengja helst við hippa og sýruhausa. En þegar talið barst að stórum virkjanaáformum fyrir nokkrum áratugum gátu ein hverjir spaugvitringar sér þess til að LSD gæti allt eins verið skammstöfun sem stæði fyrir hugtakið „lang stærsti draumurinn“. Draumur sá myndi rætast þegar mönnum tækist að veita saman í eitt jökul ánum þremur á Norðausturlandi fyrir eina sameiginlega Austur lands virkjun. Ég kemst ekki hjá því að drepa á eitt og annað af þessu tagi því að það gæti orðið til að varpa ljósi á til veru okkar Kristins þetta sumar og aðstæður allar. Í Grágæsadal er vatn sem á kortum er ýmist nefnt Grágæsavatn eða Kreppulón og er dalurinn umluktur melöldum á alla vegu nema til suðurs. Til þeirrar áttar blasa við ekki ýkja fjarri sjálf Kverkfjöll í allri sinni dýrð. Að norðanverðu, milli Grágæsadals og Kreppu, stendur sjálft Fagra dals fjall sem varð viðfangsefni Kristins í ritgerð hans til loka prófs í jarð fræði við Verk fræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Við slógum tjöldum við vatnið norðanvert þar sem lækjarsytra fellur til Kreppulóns og varð hún vatns ból okkar. Um allt var búið sem tryggi legast og ekki vanþörf á þar sem allra veðra var von eins og brátt átti eftir að koma í ljós. Í hönd fóru rúmar tíu við burða ríkar vikur þar sem við Kristinn deildum kjörum og urðum að þola hvor annan í sama tjaldi óra fjarri manna byggð. Skemmst var til byggða í Möðru dal og víða um tor leiði að fara. Aldrei reyndi tiltakanlega á þol rifin í sam- skiptum okkar Kristins og ég fæ með engu móti munað að okkur yrði nokkru sinni sundur orða. Þvert á móti tókst með okkur vin átta sem entist alla tíð þótt mánuðir, misseri og ár liðu þegar fram í sótti milli endur funda. Við stóðum þétt saman í einu og öllu. Eigin lega bættum við hvor annan upp eins og stundum er sagt. Í gamla gisti húsinu á Egils- stöðum vorum við kallaðir maðurinn og strákurinn og komst aldrei almennilega á hreint hvor var hvor. Eftir sumarið góða héldu menn hvor sína leið eins og gengur út á vettvang áranna en sólin skín alveg hreint ótrúlega glatt á þessa daga. Menn voru ungir og sprækir og víluðu ekkert fyrir sér. Um tíma vorum við Kristinn aðeins tveir í Grágæsadal en drýgstan hluta öræfadvalarinnar vorum við fjórir saman. Auk mín og Kristins Alberts sonar var þarna lengst af Kristinn Einars- son og lögðu þeir nafnar stund á háskólanám, sá fyrr nefndi í jarðfræði – hinn í vatna fræði. Báðir lögðu þeir sitt af mörkum við öflun gagna til jarð fræðikorts. Unnið var á hefðbundinn hátt, ferðast um rannsóknarsvæðið, leitað að opnum í berggrunninum, jarðlagasnið tekin og þar fram eftir götunum. Ég og Kristnar tveir vorum jafnaldrar, rétt skriðnir yfir tví tugt, en leiðangurs- stjóri og aldursforseti var Gutt ormur Sig bjarnarson jarðfræðingur. Guttormur hafði á að giska tvo ára- tugi fram yfir okkur en ég held það hafi aldrei hvarflað að okkur að hann væri á nokkurn hátt frá- brugðinn okkur hinum yngri. Gutt ormur reyndist okkur í hví vetna gagnhollur í ráðum og vinskap sem haldist hefur óslitið síðan, og að sjálf sögðu litum við á hann sem okkar and lega leiðtoga. Guttormi hafði ég kynnst lítillega sumarið áður á Tungn ár öræfum. Ég rakst síðan á hann af tilviljun á förnum vegi. Þegar hann spurði hvort ég væri til í að verja sumri í óbyggðum var ég ekki seinn á mér að slá til og mun aldrei sjá eftir því. Þegar til kom var starfs lýsing nokkuð á reiki: Mér var falin matseld og birgðaöflun og hvað eina sem til féll. Var ég jafnframt titlaður veðurstofustjóri enda ásamt öðrum störfum falið að sjá um reglulegar veður - at huganir, skrá þær og fylgjast með tækjum sem við settum upp á staðnum. Tækjum þessum var Kristinn Albertsson rýnir í kort. Við ármót Kreppu og Kverkár á leið úr Hvannalindum í Grágæsadal.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.