Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 65

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fundir stjórnar Síðasti aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags var haldinn fyrir rúmu ári, hinn 21. febrúar 2015. Kjörtímabil þriggja stjórnarmanna rann út á aðalfundinum. Þetta voru Ester Ýr Jónsdóttir, Hilmar J. Malmquist og Herdís Helga Schopka. Herdís baðst undan endurkjöri en í hennar stað gaf Bryndís Marteinsdóttir líffræðingur hjá Háskóla Íslands kost á sér. Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins 2015–2016 skipti stjórnin með sér verkum, öðrum en formannsstarfinu en aðalfundurinn kýs formann. Hlutverkaskipan breyttist lítið eitt frá síðasta ári. Árni Hjartarson er formaður sem fyrr og Hafdís Hanna Ægisdóttir varaformaður, Ester Ýr Jónsdóttir tók að sér ritarastörf, Kristján Jónasson er gjaldkeri sem áður, Bryndís Marteinsdóttir tók við fræðslustjórninni af Ester, Jóhann Þórsson var áfram félagsvörður og Hilmar J. Malmquist meðstjórnandi. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið níu venjubundna stjórnarfundi. Fundirnir voru haldnir í húsnæði Náttúru minja- safns Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu á Melunum. Félagsmenn Félagsmönnum hefur haldið áfram að fækka og voru 1190 í árslok 2015. Það er fækkun um 11 frá fyrra ári, 38 nýir bættust í hópinn en 49 hættu – þar af létust 8. Fjöldi félagsmanna fór því niður fyrir 1200 á árinu, sem er viðvörunarmerki. Í raun hefur fjöldinn þó verið að sveiflast í kringum 1200 allt frá aldamótum. Ljóst er að fara þarf í kröftugt átak til að laða fólk að félaginu og fá það til inngöngu. Fræðsluerindin Fræðslufundir félagsins voru haldnir í stofu 132 í Öskju að fyrsta fundi starfsársins undan- skildum sem haldinn var á undan aðalfundinum í ráðstefnusal Þjóð- minjasafns Íslands (það er því skilgreiningaratriði hvort þetta var síðasti fundur starfsársins eða fyrsti fundur næsta árs eins og hér er talið). Frá síðasta aðalfundi hafa fundirnir verið sjö. Aðsókn á þessa fundi hefur heldur farið dvínandi. Í ár voru fundargestir 270 (362 í fyrra, 324 í hittifyrra). Eftirfarandi erindi voru haldin: 21. febrúar 2015. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur. Því af mold ert þú ... 30. mars. Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur. Vaxandi ferða- mennska: Er gjaldtaka að náttúrunni lausnin? 28. apríl. Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur. Rannsóknir á stofnvist- fræði refa á Íslandi. 28. september. Stefán Einarsson, efnafræðingur. Loftslagsbreytingar. Orsakir og afleiðingar í ljósi viðræðna um nýtt alþjóðlegt samkomulag 2015. 26. október. Hlynur Bárðarson, umhverfis- og auðlindafræðingur. Hvernig þekkir maður þorska í sundur? 30. nóvember. Friðþór Sófus Sigur- mundsson, landfræðingur. Með Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir árið 2015 Stjórn HÍN starfsárið 2015–2016. Frá vinstri: Hilmar J. Malmquist, Árni Hjartarson, Jóhann Þórsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Kristján Jónasson, Bryndís Marteinsdóttir og Ester Ýr Jónsdóttir. Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 65–68, 2016

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.