Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 67

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 67
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags eru henni gerð skil í sýningarskrá á bls. 67. Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru miðvikudaginn 16. september var spjaldið kynnt á Lestrarsal Safnahússins. Dagur íslenskrar náttúru var þá haldinn hátíðlegur í sjötta sinn og er að vinna sér fastan sess í haustdagskrá landans, eins og sjá má af því að margir viðburðir voru í boði að þessu sinni. Veggspjaldið er til sölu í Safnabúð Safnahússins, í verslunum Eymundssonar, Bókaverslun Máls og menningar og í Minju. Það kostar 2.990 kr. Gröndalshús HÍN hefur lengi horft hýru auga til Gröndalshúss. Árið 2008 sendi aðalfundur félagsins frá sér ályktun þar sem sagði meðal annars: „Gröndalshús og HÍN tengjast sterkum böndum. Benedikt Gröndal var fyrsti formaður félagsins og í húsi hans var um tíma fyrsti sýningarsalur á náttúru gripa safni félagsins og þar með þjóðarinnar. Varðandi framtíðarhlutverk Gröndalshúss eru hlutað eigandi aðilar hvattir til þess að gefa náttúrufræðilegri sögu hússins gaum, t.d. með því að nýta það sem fræðimannaíbúð eða hafa þar fundaraðstöðu fyrir frjáls félagasamtök á sviði náttúrufræða.“ Nú hefur húsinu verið komið fyrir á nýjum grunni í Grjótaþorpi og skoðaði stjórn HÍN aðstæður þar í fylgd Hjörleifs Stefánssonar arkitekts í maí 2015. Fleirum líst vel á húsið og hefur Rithöfundasamband Íslands sýnt því áhuga. Það varð að ráði að þessi tvö félög slógu sér saman og sendu borgaryfirvöldum bréf þar sem þau óskuðu eftir aðstöðu í húsinu og aðkomu að rekstri þess. Niðurstaðan var þó sú að stjórnendur Reykjavíkur – Bókmenntaborgar UNESCO fengu umsjón með húsinu. Áætlað er að í kjallara verði rithöfundar- og fræðimannsíbúð sem hægt verður að bjóða erlendum gestum til dvalar. Á fyrstu hæð verður móttöku- og fundarrými. Þar verður einnig sögusýning með Benedikt Gröndal í brennidepli. Í risi verður skrifstofuaðstaða fyrir tvo fræðimenn eða rithöfunda sem vilja nýta sér að leigja tímabundna vinnuaðstöðu. Borgin hefur boðað að hún muni fá HÍN og Rithöfundasambandið að borðinu með sér til að ræða útfærslu þessara hugmynda nánar. Náttúruminjasafn og húsnæðismál HÍN Barátta HÍN fyrir hagsmunum Náttúruminjasafns Íslands hefur haldið áfram en staðan er erfið sem fyrr. Stuðningur mennta- málaráðuneytisins við þessa stofnun sína er tilfinnanlega lítill. Í ársbyrjun leit helst út fyrir að safnið myndi missa húsnæði sitt í Loftskeytastöðinni. Leigusamningi þess var fyrirvaralaust sagt upp og Þjóðminjasafnið, sem hafði umsjá með húsinu, afhenti það Háskóla Íslands til ráðstöfunar. Frá þessu var reyndar greint á síðasta aðalfundi félagsins. Þetta snerti hagsmuni HÍN á þann hátt að ritstjórnarskrifstofa Náttúrufræðingsins, fundaraðstaða stjórnar og geymslupláss er í húsnæði Náttúruminjasafnsins. Þetta varð tilefni til bréfaskrifta, bæði til háskólarektors og menntamálaráðuneytis. Í því sambandi var samningur HÍN og menntamálaráðuneytisins frá 1947 rifjaður upp og þær skuldbindingar sem í honum felast. Þá afhenti félagið ráðuneytinu náttúrugripasafn sitt til eignar, gripi þess, bækur, áhöld og skjöl, ásamt með álitlegum byggingarsjóði, enda stóð fyrir dyrum að byggja yfir safnið. Á móti skuldbatt ráðuneytið sig fyrir hönd ríkisins að sjá HÍN fyrir húsnæði í byggingu Náttúrugripasafnsins auk ýmissa annarra fríðinda. Nú hefur sú bygging sem allir töldu árið 1947 að rísa myndi á næstu misserum ekki risið. Síðari tíma áform um byggingu Náttúrugripasafns, og seinna Náttúruminjasafns, hafa einnig brugðist. Þetta fríar ríkið og menntamálaráðuneytið engan veginn frá því að standa við samninginn. Undan þeim skyldum getur ríkið og ráðuneytið ekki skorast nema með því að segja samningnum upp og skila til baka þeim munum og jafnvirði þess fjár sem það fékk í hendur þegar hann var undirritaður. Í þessu ljósi er auðsætt að þegar gerðar eru ráðstafanir vegna húsnæðismála Náttúruminjasafnsins verður að taka tillit til HÍN og samnings þess við ríkið frá 1947. Samskiptunum við Háskólann, hinn nýja umsjár- Hilmar J. Malmquist og Árni Hjartarson við flóruspjaldið fagra á sýningunni Sjónarhorni í Safnahúsinu við Hverfisgötu. (Ljósm. ÁI).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.