Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 9
Bókasafnið 40. árg – 2016 9 Varðandi Bókasafn Kópavogs tel ég rétt að leggja meiri áherslu á viðburði eins og til dæmis fyrirlestra og les- hringi, ýmis konar verkefni, nýsköpun, vinnustofur og að ná til allra aldurshópa og fólks með mismunandi bakgrunn. Unga fólkið er sérstaklega mikilvægt í þessu tilliti. Við þurfum einnig að huga að þeim sem ekki koma á safnið og hvernig við getum náð til þeirra. Við bjóðum nú þegar upp á safnfræðslu í samvinnu við leik- og grunnskóla þegar nemendur koma og kynna sér þá menningarstarfsemi sem er á þessu svæði, en hér eru listasafn, tónlistarhús og náttúrufræðisafn. Við þurfum einnig að gera okkur meira gildandi við að efla bæði læsi og upplýsingalæsi. Mín framtíðarsýn er að bókasafnið verði nokkurs konar griðastaður fyrir fjöl- skyldufólk þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar þeim hentar og lengri afgreiðslutíma en nú er, ekki síst um helgar. Breytt hlutverk bókasafna kallar ef til vill á meiri áherslu á menningar- og viðburðastjórnun í námi upplýsinga- fræðinga. Þetta snýst ekki eingöngu um að fólkið komi til okkar, heldur hvernig við komum til fólksins. Bóka- söfnin þurfa hugmyndaríkt starfsfólk og við þurfum þekkingu á markaðs- og kynningamálum. Mikilvægast er þó að fylgjast vel með tækniþróun og vera fljót að taka við sér. Einnig held ég að þekking á samfélagsmiðl- um verði ekki síður mikilvæg en nú er. Við þurfum að vera tilbúin að grípa ný tækifæri þegar þau gefast segir Lísa að lokum, en á sama tíma megum við ekki gleyma upprunanum. Hvað heldurðu stéttin muni fást við 2025? Þetta er mjög góð spurning og ég hef velt henni oft fyr- ir mér en þó örugglega ekki jafn oft og þeir sem í faginu starfa. Ég tel ljóst að það séu töluverðar breytingar fram undan á eðli bókasafnanna, og það sem ég hef nú reyndar þegar séð gerast mjög víða í íslenskum bóka- söfnum, ekki síður en erlendis, er að þau breytist úr því að vera eiginleg bókasöfn yfir í að vera eins konar menn- ingarhús.  Ég held að íslensk bókasöfn eigi ekki síst að horfa meira til þess að vera einhvers konar „kúltúrhús“ fremur en eiginleg bókasöfn. Að opna jafnvel fleiri heima en þau gera í dag og vera í meiri samskiptum en þau gera í dag við almenning. Ég geri sjálfur dálítinn greinarmun á skólasöfnum, há- skólasöfnum þar með töldum, og almenningssöfnum. Þau eru eðlisólík og líklega gera allir sér grein fyrir því að svo sé. Það er mikilvægt að hlúa vel að skólasöfnun- um, til dæmis þegar kemur að bókakosti og starfs- mannahaldi. Ég hef séð hvort tveggja versna áberandi mikið frá hruni. Það er að segja, bókakostur hefur versnað umtalsvert, sér í lagi ef við horfum til grunn- og framhaldsskóla. Ég þekki síður stöðuna í háskólasafn- inu. Og starfsfólki hefur jafnframt fækkað verulega, þar sem kvaðirnar sem eru á sveitarfélögum og að einhverju leyti ríkinu um tiltekið starfsmannahald hafa minnkað. Að minnsta kosti finnst manni orðið víða að ekki sé einu sinni starfsmaður nema þá kannski í besta falli í hlutastarfi inni á skólasöfnunum. Það er ákaflega vond þróun að svo mörgu leyti. Þar þurfa söfnin jafnvel að reiða sig á framlög frá for- eldrum hvað bókakost snertir. Söfnin eru mögulega lok- uð eftir atvikum lungann úr skóladeginum og þetta fræðslustarf, sem mér finnst skipta miklu máli hvað bókasafnsfræðinginn í skólasafninu varðar. Hann á að fara í bekkina, hann á að tala við nemendurna, fá nem- endurna til sín. Það líður náttúrulega mjög fyrir ef bókakosturinn er arfaslakur og bækurnar sem börnin vilja lesa eru ekki til vegna þess að það er ekki til fjár- magn eða starfsmaðurinn hefur engan tíma til þess að gera þetta, einfaldlega sökum þess að starfshlutfall hans er svo skert. Þá eru söfnin nánast tilgangslaus. Það væri hrikalegt. Hvað er mikilvægast að stéttin fáist við í dag? Bókasafns- og upplýsingafræðingar gegna mjög mikil- vægu hlutverki í því sem kalla mætti „keðjuna“. Þeir eru hluti af því sem ég kalla „útverðina“; halda bókum, les- efni að almenningi. Þeir kynna bækur fyrir fólki og í mínum huga er ekki síst mikilvægast það hlutverk að opna nýja heima. Það skiptir ekki máli hvort það er með fyrstu bók sem viðkomandi les eða þeirri þúsundustu. Að halda fólki að lestri. Það skiptir mestu máli. Formið, hvort fólk les bókina af blaðsíðu, skjá eða hlustar, skiptir í mínum huga minna máli. Þetta eru mjög athyglisverðir tímar vegna þess að það verður breyting. En maður á að láta breytingarnar leiða til góðs. Það er hægt. Og maður á ekki að vera þver og þrjóskur og íhaldssamur, maður á að fagna breytingun- um. Og gera það vel. Ég held að íslensk bókasöfn eigi ekki síst að horfa meira til þess að vera ein- hvers konar „kúltúr- hús“ fremur en eiginleg bókasöfn. Að opna jafnvel fleiri heima en þau gera í dag og vera í meiri samskiptum en þau gera í dag við almenning. Egill Jóhannsson, útgefandi hjá Forlaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.