Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 8
8 Bókasafnið 40. árg – 2016 safnið nýtur líka góðs af því. Ég tel þessar breytingar jákvæðar og góðar viðbætur við hefðbundið starf bókasafns, sérstaklega þegar litið er til þess hve skólasöfn hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Því miður hafa ekki allir stjórn endur skilning á mikilvægi þess að halda úti öflugri þjónustu bókasafns í skólum. Þetta er líka góð leið til að kynna sem flestum starfsemi safnsins og kynnast bæði starfsfólki og nemendum skólans en með því móti er betur hægt að greina þörfina og átta sig á sóknarfærum. Ný verk- efni kalla svo auðvitað bæði á margskonar þekkingu og margbreytileg störf og þá sjáum við hvernig þverfaglegt starf verður æ stærri þáttur í starfsemi safnanna. Hvað gerum við 2025? Ég held að starfið verði enn fjölbreyttara í framtíðinni og það á svo sem ekki bara við um bókasöfnin, við sjáum þessa þróun alls staðar í þjóðfélaginu. Ungt fólk í dag gerir kröfu um fjölbreytileika í starfi og vill geta farið á milli vinnu- staða. Söfnin verða að taka mið af þessu og mikilvægt er að taka breytingum með opnum hug og jákvæðu hugarfari, þannig gefst tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðina og setja sitt mark á hana. Ég sé fyrir mér að þróunin á skólabókasöfnum haldist áfram að vissu leyti í hendur við þá sem á sér stað á almennings- bókasöfnum og áhersla á hlutverk þeirra sem upplýsinga- miðstöð og samverustaður fyrir nemendur komi til með að aukast. Vissulega munu bækur áfram gegna stóru hlutverki á söfnunum, og mér finnst að þær eigi að gera það, en það er margt annað sem kemur líka. Það er mikið rætt um raf- bækur og þær eru komnar til að vera. Nemendur okkar lesa meira og meira á tölvunni og í símanum en til þess að raf- bækur nýtist sem skyldi á skólasöfnum þarf að finna að- gengilegri og einfaldari lausnir en nú eru uppi á borði. Í dag er stór hluti starfsins að leiðbeina nemendum og öðr- um notendum um allan þann aragrúa upplýsinga sem við stöndum frammi fyrir á netinu og víðar. Ég sé fyrir mér að sá hluti starfsins muni halda áfram að aukast. Upplýsinga- flæðið er ekki í rénun nema síður sé og ég tel að eitt mikil- vægasta verkefni okkar verði áfram að aðstoða fólk við að finna aðalatriðin og kenna hvernig megi greina kjarnann frá hisminu. Það hefur heldur aldrei verið eins mikilvægt og nú að kenna gagnrýna hugsun í mati á upplýsingum. Ég tel mikilvægt fyrir framtíðina að leggja áfram áherslu á fjölbreytileikann í starfinu og ég er mjög bjartsýn fyrir hönd bókasafna og fagsins. Við þróumst og breytumst með þjóð- félaginu og ef við tökum virkan þátt og aðlögumst breyttu starfsumhverfi munum við áfram skipa mikilvægan sess í hugum fólks og samfélaginu í heild segir Ingibjörg að lok- um. Það sem stendur mér næst segir Lísa, eru almennings- söfnin og þar hefur reynslan síðustu ár verið sú að lán- þegum fækkar og útlánatölur lækka og við þessu þarf að bregðast. Mörg almenningsbókasöfn hafa á síðustu misserum verið að breyta áherslum í þá átt að verða víð- tækar upplýsinga- og menningarmiðstöðvar. Gott dæmi er almenningsbókasafnið í Árósum, Dokk1, sem opnaði í nýju húsnæði á síðasta ári, sem menningar- og upplýs- ingamiðstöð. Þar er ekki aðeins lögð áhersla á útlán bóka heldur á alls konar viðburði og fræðslu og hagnýta upplýsingaþjónustu á vegum borgarinnar. Auk þess er safnið samkomustaður fyrir fólk á öllum aldri. Ég tel að hlutverk bókasafna sem menningarmiðstöðva í þessum anda muni aukast en það er kannski spurning hvort bókasöfnin muni taka að sér almenna upplýsingamiðlun fyrir bæjarfélögin. Það er mjög mikilvægt að fylgjast vel með öllum nýjungum og nýta vefinn og þá ekki síst samfélagsmiðlana. Við þurfum að leggja áherslu á að laða fólk að söfnunum með einhverjum hætti. Við þurf- um að gera okkur gildandi þar sem fólkið er, ekki síst unga fólkið. Bókasöfnin þurfa einnig að hugsa meira út fyrir rammann, fara á vettvang og kynna starfsemina með einum eða öðrum hætti. Það mætti til dæmis hugsa sér heimsóknir eða nokkurs konar bókahús þar sem bókum er komið fyrir í litlu afmörkuðu rými í verslun- armiðstöðvum, eða eitthvað annað sem vekur athygli. Rafbókavæðing bókasafna mun valda því að lánþegar eiga síður erindi inn á söfnin þar sem hægt verður að ganga frá öllu heima í stofu, enda þótt bókasöfnin séu milliliðurinn. Með tilkomu sjálfsafgreiðsluvéla dregur einnig úr þörf fyrir viðveru starfsfólks í afgreiðslu og það hefur áhrif á þá persónulegu þjónustu sem við eig- um að venjast. Spurningin er hversu mikla áherslu við viljum leggja á að halda í þessa hefðbundnu persónulegu þjónustu eða hvort það eigi að reyna að láta sem flesta nota sjálfsafgreiðsluvélarnar og bjarga sér sjálfir. Aukin notkun á rafrænu efni mun samt óhjákvæmilega valda því að það dregur úr mannlegum samskiptum við af- greiðslu. Breytt hlutverk bókasafna kallar ef til vill á meiri áherslu á menning- ar- og viðburðastjór- nun í námi upplýsinga- fræðinga. Þetta snýst ekki eingöngu um að fólkið komi til okkar, heldur hvernig við komum til fólksins. Bókasöfnin þurfa hugmyndaríkt starfs- fólk og við þurfum þekkingu á markaðs- og kynningamálum. Mikilvægast er þó að fylgjast vel með tækniþróun og vera fljót að taka við sér. Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.