Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 37
Bókasafnið 40. árg – 2016 37
ráðstefnudaginn. Hann sagði frá
reynslu sinni og mikilvægi skjala
við rannsóknir á endurupptöku
dómsmála þar sem saklausir ein-
staklingar höfðu verið dæmdir en
Gísli kom m.a. að rannsóknum
á málum fjórmenninganna frá
Guildford og sexmenninganna
frá Birmingham á Englandi eins
og málin voru kölluð. Lokaávarp
ráðstefnunnar var flutt af John
Hocking, aðstoðaraðalritara Sam-
einuðu þjóðanna, sem fjallaði um
mikilvægi skjalasafna í nútímanum,
einkum við að tryggja og varðveita
vitnisburð í þeim málum sem upp
koma í kjölfar stríðsátaka.
Fagmennska og tengslanet
Ráðstefnan heppnaðist afar vel og
voru ráðstefnugestir ánægðir með
dagnna á Íslandi. Á ráðstefnunni
komu saman helstu sérfræðingar
heims á sviði skjalastjórnar og
skjalavörslu og gátu fræðst um það
nýjasta sem er að gerast í skjala-
málum. Gildi slíkrar alþjóðlegrar
ráðstefnu er ekki síst að mynda
tengsl við aðra ráðstefnugesti,
hvort sem það er á faglegum
grunni eða persónulegum. Það
er von Þjóðskjalasafns Íslands að
þeir 74 Íslendingar sem sóttu ráð-
stefnuna hafi aukið þekkingu sína
í skjalastjórn og skjalavörslu og
myndað tengsl sem munu nýtast í
fjölbreyttum störfum í skjalamálum
á Íslandi.
Guðni Th. Jóhannesson, dósent, hreif áheyrendur með persónulegri frásögn um aðgengi að
skjalasöfnum
Gísli Guðjónsson, prófessor emeritus við King‘s College í London og einn helsti sérfræðingur um
falskar játningar sagði frá mikilvægi skjalasafna og varðveislu gagna í endurupptöku sakamála
Yfir 500 gestir frá 80 löndum, nær og fjær, sóttu ráðstefnuna