Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 46
46 Bókasafnið 40. árg – 2016 hvernig þeir uppfylla kröfur laganna um að bókasöfnin skulu vera óháðir fundarstaðir og vettvangur umræðna. Þeir eru eins konar ritstjórar og skipuleggja dagskrár og verkefni sem hvetja og virkja fólkið í nærsamfélaginu til þátttöku og undirstrika þannig mikilvægi bókasafnanna. Þjóðbókasafnið styrkir alls kyns staðbundin og lands- hlutabundin verkefni sem sett eru á laggirnar til að uppfylla kröfur laganna um bókasafnið sem umræðuvettvang. Bókmenntahús (n. litteraturhusbibliotek) eru eitt slíkt verk- efni. Fyrsta hjóladaginn, 1. september, lögðum við glaðbeittar af stað sem leið lá niður á Rådhusplassen og hittum þar hóp- inn fyrir. Það hellirigndi á meðan gengið var frá farangr- inum í bílinn og hjólin afhent. Við fengum endurskinsvesti og á okkur var fest armband, hvort tveggja áttum við að hafa á okkur allan tímann. Hjólað var sem leið lá í rigningunni að fyrsta bókasafninu, að Ási (Ås). Þangað komum við um hádegisbil og þar beið okkar fyrsti hádegismaturinn framreiddur af hinum frábæra finnska kokki, Nippe (Pasi Niemi), sem mun hafa eldað fyrir hjólreiðafólkið í öllum ferðunum. Hann og aðstoðar- maður fara um á sendiferðabíl með matinn og eru búnir að koma sér fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum, reisa tjald, setja upp borð og framreiða afbragðsgóðan mat, morgunmat og hádegismat. Við tókum fram matardiskana okkar og hnífapörin, sem við höfðum alltaf í hjólatöskunum, og fórum í röð og fengum matinn okkar. Við vorum fegin að komast inn og borðuðum í sal á efri hæð bókasafnsins og hlustuðum á meðan á forstöðumann bókasafnsins segja frá verkefnum og dagskrám á döfinni í anda nýsettra laga. Það má kannski segja að þar sem við sátum þarna lukku- legar og áhyggjulausar og nutum matarins var okkur svolítið kippt í gírinn við að sessunautur okkar við borðið, hún Robin frá Minnesota, spurði hvers við væntum helst af þessari ferð, faglega! Þórhildi varð á að svara að hún væri nú bara að gá hvort hún réði við að hjóla svona langt og mikið og Erla Kristín svaraði einhverju svipuðu. En þarna ef ekki fyrr fórum við að átta okkur á hve mikill faglegur metnaður einkennir allt í þessum ferðum og að margir hjólafélagar okkar sem við kynntumst smátt og smátt voru virkilega af lífi og sál að læra og kynnast nýjungum til að nýta þegar heim kæmi. Seinna sama dag kynntumst við Litteraturhusbibliotek Vestfold í Horten. Um er að ræða samvinnuverkefni fjög- urra bókasafna um dagskrár af ýmsu tagi þar sem hvert safn sníður þó dagskrárnar að sínu nærsamfélagi. Markmiðið er að efla og hvetja íbúa til þátttöku í opinberri umræðu og samræðu um bókmenntir og margt fleira. Frá Horten hjóluðum við til Sandefjord, sem nú kynnir sig sem hjólabæ og sem einnig á sitt bókmenntahús. Þaðan lá leiðin niður að höfn og með ferju yfir til Strömstad Sví- þjóðarmegin. Veðrið fór batnandi og var orðið þurrt að mestu þegar við komum í náttstað í Saltvik. Þarna var líka búið að panta fyrir okkur fyrirtaks kvöldverð sem við snæddum með góðri lyst eftir að hafa fyrst fengið kynningu á ýmsum tegundum þara og útlistanir á hve hollur matur þetta væri. Næsta dag lá leiðin fyrst að Vitlycke museum og Tanums hällristningar. Þetta svæði er á heimsminjaskrá Unesco og full ástæða til að hvetja þá sem leið eiga um að skoða það. Fjällbacka þar sem bækur Camillu Läckberg gerast er þarna í næsta nágrenni. Við hjóluðum um afar fallegt landslag í næsta áfangastað, Uddevalla. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og búið var að skipuleggja prógram sem fól í sér kynningu og skoðun á fjórum söfnum, en við vorum, eins og vildi brenna við, heldur seint á ferðinni og því létum við tvö söfn duga, þ.e. borgarbókasafn Uddevalla og Bohusläns museum sem er afar flott menningar- og minjasafn. Í borgarbókasafni Uddevalla voru kynnt verkefni í anda nýsettra bókasafnalaga (frá 2014 eins og í Noregi) þar sem kveðið er á um að bókasöfnin stuðli að lýðræðislegri þróun þjóðfélagsins með því að leggja sitt af mörkum við útbreiðslu þekkingar og frjálsra skoðanaskipta. Verkefnin voru um aðstoð við eldra fólk í sambandi við tölvunotkun og um samstarf safnsins og félaga hinsegin fólks um sam- stöðugöngu og kynningu á bókum um málefnið. Þann 4. september hjóluðum við langlengstu dagleiðina, Uddevalla – Trollhättan – Gautaborg, 120,6 km! Í Troll- hättan gafst meðal annars færi á að skoða nýuppgert bóka- safn við Högskolan Väst þar sem upplýsingaborð hafa verið minnkuð og starfsmenn í merktum vestum eru úti á meðal notenda. Einnig kom fram að talsvert samráð hafði verið haft við stúdenta um endurhönnun safnsins. Þarna eins og víðar í háskólasöfnum víkur prentað efni smátt og smátt fyrir rafrænum gögnum. Á vef bókasafnsins er yfirlitsmynd um starfsemina hvern dag og má þar sjá að sjötta hver bók sem er keypt er rafbók og að rafbækur eru að meðaltali 55% útlánanna. Eftir hádegisverðinn sem var snæddur við Slussen, skipa- skurðinn í Trollhättan, hjóluðum við upp lengstu brekkuna í öllum túrnum og auðvitað létum við ekki annað um okkur spyrjast en að hjóla alla leið upp en ansi margir máttu játa sig sigraða í miðri brekkunni. Til Gautaborgar komum við í svarta myrkri eftir um 13 tíma útiveru og höfðum þá villst nokkrum sinnum á lokasprettinum. Daginn eftir vorum við um kyrrt í Gautaborg. Þar voru í boði heimsóknir í fjölmörg bókasöfn og stofnanir. Okkur var gert að skrá okkur fyrirfram í það sem við vildum heimsækja og lögð rík áhersla á að enginn mætti skrópa. Það hafði víst flogið fyrir að einhverjir ætluðu að taka sér „frí“ þennan dag en þeim sem það hygðust gera var bent á að þá yrðu þeir bara reknir úr hópnum! Enda höfðu starfs- menn safna og stofnana undirbúið metnaðarfullar kynn- ingar. Kvöldverður var snæddur í nýju bókmenntahúsi Gautaborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.