Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 16
16 Bókasafnið 40. árg – 2016 Opið rými Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi kallaði á margvíslega möguleika til að bjóða upp á umgjörð fyrir viðburði, sýningar og uppákomur af ólíku tagi. Meðal þess sem bókasöfn starfa stöðugt að er að lokka ungmenni inn á bókasafnið, en það er þekktur vandi að stór hluti gesta tilheyrir sitthvorum enda aldursskeiðsins, börn og eldri borgarar. Einnig hafði starfsfólk safnsins hug á að efna til viðburða sem byðu upp á að sköpunar- kraftur ungs fólks nyti sín, en bókasöfn eru einmitt kjörinn (hlutlaus) vettvangur fyrir sköpunargleði af ólíkum toga. Árið 2007 var ákveðið að efna til viðburðar á Borg- arbókasafni Reykjavíkur sem fékk heitið Ljóðaslamm. Hugmyndin var innblásin af grein úr breska tímaritinu Time Out, en þar stóð einhverskonar frístundamiðstöð fyrir árlegu ljóðaslammi fyrir unglinga í úthverfi , einmitt með það að markmiði að bjóða þeim upp á vettvang til að fi nna eigin leiðir til að takast á við ljóðið annarsvegar og hins- vegar að fi nna farveg fyrir þörf unglinga til að koma fram og tjá sig. Lýsingarnar voru svo skemmtilegar að það þótti spennandi að reyna eitthvað svipað. Hugmyndin um að hafa þema á hverju slammi kom líka úr greininni. Frá upphafi var ákveðið að fara afar frjálslega með hugtakið ljóðaslamm. Samkvæmt ströngustu skilgreiningum er það skylt rappi, orðinu tónlist / hljómorðum og er kannski best lýst þannig að það gangi út á hraðan og kraftmikinn fl utn- ing, oft með nokkrum pólitískum undirtónum. Flutningur ljóðsins skiptir semsagt máli, líkami og nærvera skáldsins á sviðinu í ham; andstæða við kyrrlátan lestur sem svo oft er hvað helst tengdur ljóðinu. Það var talið vænlegast að galopna þetta hugtak og í þeirri skilgreiningu sem lögð er Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins til grundvallar gengur ljóðaslammið fyrst og fremst út á að koma ljóðinu á framfæri sem sviðslist. Það getur falið í sér allt sem tengist sviðslistum (tónlist (undirspil/millispil), hljóðmynd, leiklist, dans, leikrænar hreyfi ngar, leikmunir, ljósasjó myndasýningar og svo framvegis) og gjörningum, en mörg atriðanna eru mjög í anda gjörninga. Sem dæmi má nefna atriði þegar stúlka hlóð upp stafl a af bókum meðan hún fl utti ljóð um bóklestur. Á endanum hvarf hún bakvið bókastafl ana. Í leiðbeiningum segir eftirfarandi: „Ljóðaslamm felst í fl utningi frumsamins ljóðs / ljóða á íslensku þar sem áherslan er ekki síður á fl utninginn, „performansinn“ eða gjörninginn, en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðafl utning sem sviðslist og miðað við að fl ytjandi / fl ytj- endur fari með ljóðið samhliða tónlist, mynd- list eða leiklist. Hvort sem er einstaklingur eða hópur getur fl utt ljóðið.“ Reglan er sú að ljóðið (eða textinn, við skil- greinum ljóð líka mjög opið) verður að vera óbirt,frumsamið og á íslensku og að gæta verður þess að vera ekki særandi gagnvart einstaklingum og/eða hópum. Fimm manna dómnefnd velur þrjú bestu atriðin. Í henni sitja tveir starfsmenn Borgarbókasafns. Aðrir dómnefndar- meðlimir hafa verið rithöfundar, tónlistarfólk og leikarar, meðal annars Bragi Ólafsson, Stefán Máni, Ragnheiður (Heiða) Eiríksdóttir, Óttarr Proppé, Bóas Hallgrímsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Kynnar skipta miklu máli: þar hafa komið fram Bóas Hall- grímsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Freyr Eyjólfsson og Ugla Egilsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Dagskrárnar hafa einkennst af hugmyndaauðgi, krafti og frumleika en þemun hafa verið „spenna“, „hrollur“, „væmni“, „sjálfstæði“, „myrkur“, „bilun“, „af öllu hjarta“ og „fl ótti“. Það er gaman að rifj a upp að Halldóra Ársælsdóttir, þá ekki orðin 15 ára gömul, var sigurvegari fyrsta ljóðaslammsins. Hún söng eigið ljóð sem nefndist „Verðbréfadrengurinn“ við lagið „Litli trommuleikarinn“ og spilaði hún sjálf undir á gítar. Atriðið átti seinna eftir að vekja nokkra athygli í netheimum (upptaka var sett á youtube og á heimasíðu Borgarbókasafns), en textinn fj allar um verðbréfagaur sem er búinn að tapa öllu. Þess ber að geta að atriðið var fl utt í febrúar 2008 og því ljóst að þessi 14 ára stúlka var ansi forspá! Allavega framsýnni en margur bankastjórinn, svo ekki sé talað um stjórnmálamenn. Ljóð með læti – Ljóðaslamm á Borgarbókasafni Úlfhildur Dagsdóttir er MA í almennri bókmenntafræði frá HÍ. Heimasíða Úlfhildar er garmur.is/varulfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.