Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 30
30 Bókasafnið 40. árg – 2016
Ljósmyndasafn Akraness hefur allt frá stofnun safns-ins árið 2002 haldið úti myndavef þar sem valdar myndir í eigu safnsins eru birtar. Myndavefi nn hann-
aði Jóhann Ísberg og er vefurinn gagnvirkur, þ.e. hægt er
að senda inn ábendingar um myndir og aðstoða við að full-
skrá þær. Myndavefurinn hefur frá upphafi verið gífurlega
vinsæll og innsendar upplýsingar frá hollvinum tvær til þrjár
alla daga ársins.
Á forsíðunni er gefnir þrír leitarmöguleikar. Hægt er að slá
inn leitarorð eða númer, velja efnisorðafl okk og einnig er
hægt að velja eftir ljósmyndurum. Auk þess er boðið upp á
ítarleit.
Frá upphafi hefur verið leitast við að afl a heimilda um
myndir og frá árinu 2014 hafa verið haldnir opnir grein-
ingarfundir eða vinnufundir á Bókasafni Akraness, þar
sem áhugasamir hafa mætt til að aðstoða við fullskráningu
mynda. Fundirnir hafa verið vel sóttir og ómetanlegar upp-
lýsingar fengist um atburði, húsasögu og fl eira sem tengist
sögu Akraness og nágrennis.
Á myndinni eru þátttakendur á fyrsta vinnufundi ársins,
þann 20. janúar 2016, hjá Ljósmynda- og Héraðsskjalasafni
Akraness. Lengst til hægri er Nanna Þóra Áskelsdóttir
deildarstjóri Ljósmyndasafns Akraness.
Jóhann Ísberg hefur unnið að þróun vefsins ásamt starfs-
fólki safnsins þeim Nönnu Þóru Áskelsdóttur deildarstjóra
og Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði og hefur sú vinna
skilað sér í aðgengilegri og betri vef, og nú er hann einn af
íslensku gagnasöfnunum á leitir.is.
Telma Rós Sigfúsdóttir vefstjóri hjá Landskerfi bókasafna
hf. hefur einnig komið að þróunarvinnunni, en Landskerfi
bókasafna rekur sem kunnugt er safnagáttina leitir.is. Nú
hefur sem sé sú vinna borið árangur og er myndavefurinn
einn þeirra íslensku gagnasafna sem þar eru leitarbær.
Ljósmyndasafnið hefur notið styrks frá Uppbyggingarsjóði
Vesturlands, áður Menningarsjóði Vesturlands, en án þess
stuðnings hefði ekki verið hægt að fara í þá þróunarvinnu
sem nauðsynleg var til að ná settu marki. Auk þess hefur
Akraneskaupstaður hefur stutt dyggilega við verkefnið, en
rekstur ljósmyndasafns er e kki lögboðið hlutverk sveitar-
félaga.
Um langt árabil hefur verið mikil samvinna í skráningu og
heimildaröfl un milli Ljósmyndasafns og Haraldar Stur-
laugssonar sem rekur ljósmyndavef af sömu gerð, vefurinn
haraldarhus.is. Nú í dag er sá vefur í varðveislu Ljósmynda-
safns Akraness.
Ljósmyndasafnið hýsir ljósmyndir fj ölda ljósmyndara,
bæði faglærðra og áhugaljósmyndara. Í safninu erum um
44.000 myndir. Myndir frá safninu hafa birst á sýningum
og í fræðiritum og með því að vera á leitir.is verða myndir
safnsins sýnilegri.
Markmið Ljósmyndasafns Akraness er að gefa heildarmynd
af þeirri ljósmyndamenningu sem stunduð hefur verið í
bænum frá því að byrjað var að taka ljósmyndir á Akranesi.
Meðal þekktra ljósmyndara í safninu er Árni Böðvarsson
(1888-1977) ljósmyndari og sparisjóðsstjóri á Akranesi.
Hann er meðal annars kunnur fyrir handlitaðar myndir.
Ljósmyndasafnið er deild í Héraðsskjalasafni Akraness og
deila þessi söfn húsnæði með Bókasafni Akraness og hafa
undanfarin ár verið rekin sem ein rekstrareining undir stjórn
Bókasafnsins. Samvinnan hefur gert söfnin að sterkum og
öfl ugum einingum og í heild að öfl ugri menningarstofnun.
Ljósmyndasafn Akraness
Halldóra Jónsdóttir hefur B.A. próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands
og diplomapróf í Opinberri stjórnsýslu frá H.Í. Hún starfar sem bæjarbókavörður á
Bókasafni Akraness, en var auk þess á árunum 2007- 2015 forstöðumaður
Héraðsskjala- og Ljósmyndasafns Akraness.
Akranes, ljósmyndari Árni Böðvarsson 1888-1977