Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 28

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 28
28 Bókasafnið 40. árg – 2016 Um áramótin tók nýtt sameinað þjónustuborð til starfa í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Alveg frá opnun safnsins 1. desember 1994 höfðu verið tvö aðskilin borð á annari hæðinni. Í öðru borðinu sinntu starfsmenn útlánaþjónustu en í hinu upplýsingaþjónustu og safnfræðslu ásamt heimildaleitum. Hugmyndin um eitt þjónustuborð hafði lengi verið rædd áður en hún varð að veruleika. Fyrstu skrefi n voru stigin snemma árs 2012 þegar skipaður var hópur til að fj alla um breytingar á nýtingu rýmis í Þjóðarbókhlöðu í ljósi breyttrar starf- semi. Fyrsti fundur hópsins var haldinn í apríl sama ár og fj allaði hann meðal annars um hugsan- lega sameiningu borðanna, hvaða forsendur væru fyrir henni og hvaða þjónustu ætti að veita. Hópurinn fj allaði líka um önnur mál svo sem breytingar á fj órðu hæð þar sem mikil þrengsli eru, mikið vannýtt rými á þriðju hæðinni og svo hvort gera ætti aðra hæðina að „talandi“ hæð og skapa aðstöðu fyrir hópvinnu þar. Síðast- nefnda atriðið varð reyndar að raunveruleika vorið 2014. Hópurinn var nokkuð sammála um að eitt þjónustuborð yrði til bóta. Kannað var hvernig málum var háttað í sam- bærilegum söfnum í nágrannalöndunum og þar reyndist eitt borð vera algengasta lausnin. Byrjað var á því að lesa sér til og kynna sér reynslu annarra með lestri tímaritsgreina um sameiningu borða, setja saman lista yfi r störfi n sem unnin voru í hvoru borði fyrir sig og telja upp bæði kosti og galla við sameiningu borðanna. Lögð var áhersla á að tilgangur sameiningarinnar ætti að vera betri þjónusta við safngestina. Meðal spurninga sem starfsmenn veltu fyrir sér voru: Hvar á borðið að vera staðsett? Á að biðja arkitekta hússins um að gera tillögu að nýju borði? Hve margir eiga að vera í borð- inu á hverri vakt? Verður tækifærið nýtt og sparað í mann- skap? Er ekki nauðsynlegt að setja upp sjálfsafgreiðsluvél? Þyrftu allir starfsmenn að geta sinnt sömu þjónustunni eða ætti hún að vera aðskilin þótt borðið væri eitt? Hvaða áhrif hefur það á kröfur um menntun og reynslu? Rætt var stuttlega um mikilvægi þess að geta boðið upp á betri tölvuaðstoð - þörfi n á því væri sífellt að aukast. Á þessum tíma voru borðin tvö, hvort á sínu sviðinu, útlánin tilheyrðu þjónustusviði og upplýsingaþjónustan tilheyrði miðlunarsviði. Starfsmenn veltu því einnig fyrir sér hvoru sviðinu nýtt borð myndi tilheyra. Það leystist með sameiningu sviðanna í eitt svið, þjónustu- og miðlunarsvið, í apríl 2015. Eitt þjónustuborð – Sameining útlánaborðs o g upplýsingaborðs í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni Áslaug Agnarsdóttir er BA í bókasafnsfræði og MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði. Hún starfar sem sviðsstjóri þjónustu- og miðlunarsviðs á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.