Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Side 28

Bókasafnið - 01.06.2016, Side 28
28 Bókasafnið 40. árg – 2016 Um áramótin tók nýtt sameinað þjónustuborð til starfa í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Alveg frá opnun safnsins 1. desember 1994 höfðu verið tvö aðskilin borð á annari hæðinni. Í öðru borðinu sinntu starfsmenn útlánaþjónustu en í hinu upplýsingaþjónustu og safnfræðslu ásamt heimildaleitum. Hugmyndin um eitt þjónustuborð hafði lengi verið rædd áður en hún varð að veruleika. Fyrstu skrefi n voru stigin snemma árs 2012 þegar skipaður var hópur til að fj alla um breytingar á nýtingu rýmis í Þjóðarbókhlöðu í ljósi breyttrar starf- semi. Fyrsti fundur hópsins var haldinn í apríl sama ár og fj allaði hann meðal annars um hugsan- lega sameiningu borðanna, hvaða forsendur væru fyrir henni og hvaða þjónustu ætti að veita. Hópurinn fj allaði líka um önnur mál svo sem breytingar á fj órðu hæð þar sem mikil þrengsli eru, mikið vannýtt rými á þriðju hæðinni og svo hvort gera ætti aðra hæðina að „talandi“ hæð og skapa aðstöðu fyrir hópvinnu þar. Síðast- nefnda atriðið varð reyndar að raunveruleika vorið 2014. Hópurinn var nokkuð sammála um að eitt þjónustuborð yrði til bóta. Kannað var hvernig málum var háttað í sam- bærilegum söfnum í nágrannalöndunum og þar reyndist eitt borð vera algengasta lausnin. Byrjað var á því að lesa sér til og kynna sér reynslu annarra með lestri tímaritsgreina um sameiningu borða, setja saman lista yfi r störfi n sem unnin voru í hvoru borði fyrir sig og telja upp bæði kosti og galla við sameiningu borðanna. Lögð var áhersla á að tilgangur sameiningarinnar ætti að vera betri þjónusta við safngestina. Meðal spurninga sem starfsmenn veltu fyrir sér voru: Hvar á borðið að vera staðsett? Á að biðja arkitekta hússins um að gera tillögu að nýju borði? Hve margir eiga að vera í borð- inu á hverri vakt? Verður tækifærið nýtt og sparað í mann- skap? Er ekki nauðsynlegt að setja upp sjálfsafgreiðsluvél? Þyrftu allir starfsmenn að geta sinnt sömu þjónustunni eða ætti hún að vera aðskilin þótt borðið væri eitt? Hvaða áhrif hefur það á kröfur um menntun og reynslu? Rætt var stuttlega um mikilvægi þess að geta boðið upp á betri tölvuaðstoð - þörfi n á því væri sífellt að aukast. Á þessum tíma voru borðin tvö, hvort á sínu sviðinu, útlánin tilheyrðu þjónustusviði og upplýsingaþjónustan tilheyrði miðlunarsviði. Starfsmenn veltu því einnig fyrir sér hvoru sviðinu nýtt borð myndi tilheyra. Það leystist með sameiningu sviðanna í eitt svið, þjónustu- og miðlunarsvið, í apríl 2015. Eitt þjónustuborð – Sameining útlánaborðs o g upplýsingaborðs í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni Áslaug Agnarsdóttir er BA í bókasafnsfræði og MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði. Hún starfar sem sviðsstjóri þjónustu- og miðlunarsviðs á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.