Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 45
Bókasafnið 40. árg – 2016 45
Hægt var að skrá sig í alla ferðina, sem við gerðum, eða velja
bara eitt eða tvö lönd eða staka daga.
Þátttökugjald var 300 evrur eða um 43.000 krónur, í því
fólst gisting, morgunverður og hádegismatur. Oft var
kvöldmaturinn niðurgreiddur með ýmsum styrkjum eða
jafnvel í boði einhverra stofnana, fyrirtækja eða bókavarða-
félaga. Hægt var að leigja hjól til ferðarinnar og notfærðum
við okkur það.
Farangur var fluttur á milli staða en þátttakendur fluttu
með sér á hjólinu það sem þeir töldu sig þurfa yfir daginn.
Matarbíllinn fylgdi okkur og þeir sem honum stjórnuðu
settu upp mataraðstöðu og töfruðu fram fyrirtaks morgun-
mat og hádegismat sem oftast var neytt utandyra.
Eins og gera mátti ráð fyrir með ekki hærra þátttökugjaldi
var gistingin ekki upp á margar stjörnur. Við gistum í litlum
kofum á tjaldstæðum, í íþróttahúsi, á farfuglaheimilum og
eina nóttina sváfum við á bókasafni (í hljóðbókunum). Til
gamans má nefna að á hverju kvöldi var skipt í nýja hópa,
það er hverjir ættu að sofa saman í húsi/herbergi. Þetta var
mjög meðvitað og framfylgt mjög ákveðið til að hrista fólk
sem best saman.
Ferðasagan
Þann 31. ágúst var valfrjáls dagur í Osló, heimsóknir í bóka-
söfn fyrir hádegið og var úr sjö söfnum að velja. Eftir há-
degi var málstofa í Høgskolen i Oslo og Akershus (HiOA):
Discussion and debate in Norwegian libraries:
Libraries as meeting places.
Meðal fyrirlesara voru Ragnar Audunson, prófessor, sem
kynnti norska bókasafnaumhverfið og nýleg lög (sett 2014)
þar sem meðal annars kemur fram að bókasöfnin skulu vera
óháðir fundarstaðir og vettvangur fyrir opinbera umræðu
eða samtal í nærsamfélaginu. Hann minnti þó á að það er
engin nýjung að ræða um að auka pláss og aðstöðu fyrir
fundi en sú þörf er kannski komin aftur upp vegna alþjóða-
væðingar og fjölmenningar. Bókasöfnin hafa nú nýtt hlut-
verk að vera milliliður milli fólks og yfirvalda í fjölmenn-
ingarlegu og rafrænu umhverfi nútímans og þau brúa bil á
milli hópa samfélagsins.
Kristin Danielsen, forstöðumaður Deichmanske bibliotek,
ræddi áfram mikilvægi þess að bókasafnið væri þessi vett-
vangur samtals og samneytis. Kristin er skelegg og sann-
færandi í sínum málflutningi og hrífur mann auðveldlega
með sér en það hefur líka gustað um hana og hennar stjórn-
unarstíl.
Aslak Sira Myhre, landsbókavörður, minnti á að bókasöfnin
eru mikilvægari en nokkru sinni því búið er að loka mörg-
um stöðum þar sem fólk var vant að hittast, hann nefndi
til dæmis afgreiðslur pósthúsa og banka og kaupmanninn
á horninu. Hann sagði forstöðumenn velja og meta sjálfir
Höfundar