Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 27

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 27
Bókasafnið 40. árg – 2016 27 sem þeir höfðu árið 2014. Í sömu könnun kemur hins vegar fram að 81% félaga SBU voru ánægðir í starfi sínu árið 2014, sem er fjórða hæsta hlutfall meðal aðildarfélaga BHM. Stjórn og störf félagsins Stjórn félagsins er skipuð fimm aðilum: formanni, varafor- manni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Kosning fer fram á aðalfundi félagsins í mars eða apríl ár hvert. Hlutverk félagsins er að standa vörð um kjaraleg réttindi félagsmanna, að semja um kaup og kjör þeirra, að stuðla að samstarfi við önnur stéttarfélög og að fræða félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur. Stjórnin gætir jafnframt eigna félagsins og ber ábyrgð á vörslu þeirra, beitir sér fyrir því að trúnaðarmenn séu kjörnir í samræmi við lög og reglur og er málsvari félagsins út á við. Þá styrkir félagið verkefni sem stuðla að framgangi stéttarinnar, eitt verkefni á ári, allt að 200.000 krónum og er það í verkahring stjórnar að auglýsa eftir styrkbeiðnum og úthluta styrk. BHM og þjónustuskrifstofan Þar sem SBU er eitt aðildarfélaga BHM hafa félagsmenn aðgang að ýmsum sjóðum og styrkjum sem ákvarðast af því hjá hvaða vinnuveitanda þeir starfa. Upplýsingar um sjóði og styrki má finna á vef SBU og þar má sækja rafrænt um úthlutanir. BHM hefur einnig boðið upp á fræðsludagskrá á hverjum vetri sem félagar í SBU geta nýtt sér. SBU er aðili að samningi um samstarf og rekstur sameigin- legrar þjónustuskrifstofu fyrir fimm aðildarfélög BHM. Þjónustuskrifstofan er til húsa í Borgartúni 6 og heldur úti vefnum stett.is. Meðal verkefna þjónustuskrifstofunnar er að aðstoða félagsmenn við hvers kyns kjara- og réttindamál eða ágreiningsmál sem varða framkvæmd og túlkun á kjara- samningum inni á vinnustöðum. Þangað geta félagsmenn snúið sér með lögfræðileg álitamál sem falla undir starfssvið stéttarfélaga, til þess að fá aðstoð við gerð og túlkun ráðn- ingarsamninga eða við útreikning á launum og innheimtu ef þörf er á. Stjórn SBU hvetur félagsmenn sína til að kynna sér þá þjónustu sem félagsmönnum býðst og leita óhikað til þjón- ustuskrifstofunnar eða stjórnar félagsins með kjara- og rétt- indamál. Árið 2015 hjá SBU Árið 2015 einkenndist af kjaradeilum við ríkið og markaðist starf stjórnar félagsins af því. Félagið fór fram ásamt 17 öðrum félögum innan BHM með kröfur um að menntun skyldi metin til launa. Samningaviðræður gengu illa og kjaradeilan endaði með verkfallsaðgerðum sem stóðu í 10 vikur og gerðardómi sem féll í ágúst. Félagsmenn SBU tóku ekki beinan þátt í verkfallsaðgerðum en félagið tók þátt í að fjármagna framkvæmdina með greiðslum í sameiginlegan verkfallsjóð. Félagið átti fyrir talsverða upphæð og þurfti því ekki að skuldsetja sig eða gera sérstakar ráðstafanir vegna kostnaðarins. Í kjölfarið tóku svo við kjarasamningar við Reykjavíkurborg sem lauk með samþykktum kjarasamningi rétt fyrir árslok. Samningaviðræður við önnur sveitarfélög standa enn yfir þegar þessi grein er skrifuð. Stjórn SBU, frá vinstri: Hallfríður Kristjánsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Sigrún Guðnadóttir, Óskar Þór Þráinsson og Óskar Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.