Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 33

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 33
Bókasafnið 40. árg – 2016 33 ferðum sínum. Íslensk bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eru órjúfanlegur hluti leiksins sem vöggur lærdóms og upp- götvana og taka þannig þátt í stríðinu hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ingress er leikur sem hvetur þig ekki bara til uppgötvana í nærumhverfi heldur til aukinnar hreyfingar og ferðalaga inn á áður óþekkt svæði innan og utan borgarmarka. Þú getur til dæmis aflað þér viðurkenninga með því að taka að þér verkefni. Þau fela í sér að „hakka“ orkugáttir á ákveðnu svæði. Dæmi um verkefni er að „hakka“ fimm listaverk á Ásmundarsafni eða að heimsækja íþróttamiðstöðvar í Reykjavík. Leikurinn hefur ekki bara afþreyingargildi því leikmenn læra meðvitað og ómeðvitað að þekkja menninguna í kringum sig, bæði nöfn, uppruna og tilurð listaverka, sem og staðsetningar menningarstofnana þar sem hægt er að afla sér meiri þekkingar. Leikurinn er þannig úr garði gerður að til að ná árangri þarf að ferðast víða og oft á sömu staði. Á Íslandi eru á að giska milli tvö og þrjúhundruð leikmenn í heildina en það eru rétt um hundrað spilarar sem koma að leiknum í hverri viku og sem skiptast milli liðanna tveggja, Upplýstra (grænir) og Andspyrnunnar (bláir). Einnig er talsvert um ferðamenn sem taka þátt. Á heimsvísu eru spilarar taldir í miljónum eða tugmiljónum en ekki eru til nákvæmar opinberar tölur. Samvinna er mikilvægur hluti af leiknum og hefur myndast öflugt samfélag leikmanna á Íslandi í báðum liðum sem keppast um að safna stigum fyrir sitt lið. Einnig eru fjöl- mörg dæmi um samvinnu milli landa og heimsálfa innan liðanna. Ingress er lífleikur því hann er spilaður í raunheimum en ekki í sýndarveruleika fyrir framan tölvuskjá. Leikurinn byggir á auknum-raunveruleika (AR/Augmented Reality) þar sem tækni er beitt til að leiða saman raunverulegar stað- setningar og menningarverðmæti við viðbótarlag af upp- lýsingum og afþreyingu. Þessi tækni og hugmyndafræði við framsetningu upplýsinga mun blómstra á næstu árum með hraðri þróun á tækjum fyrir notendamarkað og samhliða þróun sýndarveruleika (VR/Virtual Reality). Lífleikurinn Ingress er dæmi um samruna leiks, fræðslu og daglegs veruleika. Hann gæti verið tækifæri fyrir bókasöfn og aðrar menningarstofnanir til að setja upp sín eigin verk- efni fyrir leikmenn og hvetja þannig til óvæntra heimsókna þar sem allt getur gerst. Í versta falli er hér ef til vill komin útskýring á dularfullum heimsóknum safngesta sem sitja í símanum alla heimsóknina og á dularfullum mannaferðum og bílaumferð í kringum söfn á öllum tímum sólarhringsins.   Óskar Þór Þráinsson, Upplýsingafræðingur, LVL10 Upp- lýstur (Enlightened, grænn). Áhugasamir geta haft samband við greinarhöfund til að fá frekari upplýsingar um tæknikröfur og hvernig á að taka þátt í lífleiknum. Vefur Ingress: https://www.ingress.com/ Orkugátt við Kringlusafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.