Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 19
Bókasafnið 40. árg – 2016 19 sem það er í gegnum samskipti við aðra, þátttöku, menn- ingu og listir. Síðast en ekki síst er talað um að Borgarbókasafnið sem fyrirmynd þar sem það er upplýsinga- og menningar- miðstöð sem gegnir forystuhlutverki meðal almennings- bókasafna landsins og sækir fyrirmynd sína til fremstu safna heims. Samhliða því að setja safninu nýja stefnu var einnig sam- þykkt nýtt skipurit fyrir Borgarbókasafnið. Settar voru á stofn þrjár nýjar deildir sem starfa þvert á sex starfsstaði safnsins. Stjórnendur verða 7 auk borgarbókavarðar. Safn- stjóri aðalsafns í Grófinni er jafnframt staðgengill borgar- bókavarðar en aðrir stjórnendur bera titilinn deildarstjóri sem er til samræmis við starfsheiti innan menningar- og ferðamálasviðs. Tveir deildarstjórar stýra hvor um sig tveimur menningarhúsum. Stjórnun menningarhúsa í Sól- heimum og í Kringlunni var sameinuð undir einn hatt og sömuleiðis eru menningarhúsin í Spönginni og í Árbæ. Deildarstjóri fræðslu, miðlunar og viðburða hóf störf um áramótin 2015. Enn hefur ekki verið auglýst eftir deildar- stjóra þjónustu- og þróunardeildar sem sinna mun þjónustu og þróun hennar innan safnsins. Rekstrardeild er stýrt af skrifstofustjóra Borgarbókasafnsins. Starfsemi Borgarbókasafnsins hefur verið að taka miklum breytingum hin síðari ár til að mæta breyttu samfélagi og kröfu um fjölbreyttari þjónustu. Störf innan almennings- bókasafna hafa breyst og nauðsynlegt að ráða inn í söfnin fólk með alls kyns hæfni enda hafa hæfniskröfur til starfs- fólks almenningasbókasafna breyst afar mikið síðastliðinn áratug hérlendis sem og erlendis. Almenningsbókasöfn snúast fyrst og fremst um fólk. Starfsfólk þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á fólki til að starfa þar. Auðvitað sakar ekki að vera vel að sér í bókmenntum en það er ekki síður mikilvægt að hafa á að skipa starfsfólki sem er fært um að koma fram, sinna sérverkefnum sem lúta að skipulagðri dagskrá, svo sem eins og leiðsögnum um sýningar, stýra smiðjum, leshringjum, kenna á nýja tækni eins og t.d. rafbækur, spjaldtölvur, lesbretti svo fátt eitt sé nefnt. En fyrst og fremst þarf starfsfólk bókasafna að vera opið fyrir nýjungum og fagna fjölbreytileikanum sem einkennir sam- félagið og litar mannlífið. Við Borgarbókasafnið starfar nú fólk úr ýmsum geirum og hefur fjölbreytni meðal starfsfólksins margfaldast á síðari árum. Það hefur m.a. á að skipa bókavörðum, deildarbóka- vörðum, og verkefnastjórum sem eru menntaðir bókasafns- og upplýsingafræðingar, sagnfræðingar, íslenskufræðingar, kennarar, leikskólakennarar, bókmenntafræðingar, leikarar, leiðsögumenn, með próf í tungumálum, hönnun, menn- ingarmiðlun, menningarstjórnun, mannauðstjórnun og myndlist. Mannauðurinn er frábær og hjarta starfseminnar og það veit á bjarta framtíð fyrir stærsta almenningsbóka- safn landsins. Heimildir: Borgarbókasafn Reykjavíkur. (E.d.). Stefna Borgarbókasafns Reykjavíkur 2015-2020. Sótt af http://borgarbokasafn.is/node/430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.