Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 51

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 51
Bókasafnið 40. árg – 2016 51 sýningar, tónleikar og aðrir viðburðir yrðu sífellt fyrirferðameiri. Í því sambandi þyrfti að endurhugsa skipulag bókasafnanna og hönnun þeirra. Nokkrum vikum fyrir ráðstefnuna bað Pawar ráðstefnugesti um að senda inn myndir og hugleiðingar um sín bókasöfn og benda á kosti þeirra og galla. Höfundur var ein þeirra sem sendi inn slíkar hugleiðingar með myndum og því var það óneitanlega ánægjulegt að sjá myndir úr bóka- safni Þjóðminjasafnsins, sem valið hafði verið til umfjöllunar, blasa við á einum átta sýningarspjalda þegar inn í fyrirlestrasalinn kom. Þar fór fram vinnusmiðja (e. workshop) með þátttakendum þar sem meðal annars hver og einn þurfti að gera grein fyrir „sínu“ bókasafni, hugmyndum og fram- tíðarsýn. Sannarlega áhugavert og lærdómsríkt þar sem ekki er allt sem sýnist. Dagskrá síðari hluta dagsins fór síðan fram í borgarbókasafni Umeå, hinu stórglæsilega Väven – Umeå stadsbibliotek. Það er ekki ofsögum sagt að þetta bókasafn stendur undir þeirri skilgreiningu að vera eitt stærsta og fegursta almenningsbókasafn á Norðurlöndum. Það var teiknað og hannað sem sambygging við eldri byggingar í miðborg Umeå, á fallegu svæði niður við Umeälven, af sænsku arkitektastofunni White Arkitekter ásamt norska Snøhetta. Safnið er á þremur hæðum þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja og gegnir svo sannarlega hlutverki sínu sem félagsleg og menningarleg miðstöð allra. Þarna hlýddu ráðstefnugestir á fyrirlestur Katja Hogenbook, arkitekts og doktorsnema, sem fjallaði um það umhverfi sem ýtir undir „menningar- legt ímyndunarafl“ (e. cultural imagination), umhverfi sem er hvetjandi og sameinar alla þá ólíku þætti sem eru kjarninn í því gangvirki sem einkennir allar kraftmiklar borgir og samfélög. Að lokum fengu gestir leiðsögn um bygginguna og starfsemi safnsins og var þar af nógu að taka. Um kvöldið var síðan hátíðakvöldverður í hinum sögufræga Svävargård, sem gegndi mikilvægu hlutverki í stríði sem Svíar háðu við Rússa upp úr aldamótunum 1800. Húsið stóð þá nokkuð fyrir norðan Umeå og þegar Rússar fóru með sigur af hólmi úr stríðinu héldu þeir til í húsinu en brenndu öll önnur hús í nágrenninu. Árið 1920 var þetta stóra og glæsilega hús síðan flutt til Umeå þar sem hefur bæði verið rekið safn og veitingahús allar götur síðan. Sannarlega eftirminnilegt kvöld og maturinn ljúffengur. Ráðstefnu ARLIS/Norden 2015 lauk síðan formlega á laugardeginum 29. ágúst með þremur mjög eftirminnilegum viðburðum. Fyrst var frægur höggmyndagarður - Um- edalen skulpturpark - heimsóttur. Hann er í um 10 km fjarlægð frá Umeå og er í eigu svo kallaðrar Baltic grupp, sem kemur víða við sögu sem styrktaraðili menningar og lista í Umeå. Garðurinn er á mjög víðáttumiklu svæði þar sem áður var geðsjúkrahús fyrir alla Norður-Svíþjóð og jafnvel Finnland og Noreg. Húsin, um 20 talsins, eru öll nýlega uppgerð og hýsa núna aðstöðu fyrir lista- menn, íbúðir fyrir aldraða, dagheimili, skóla og svo framvegis. Þarna hafa verið haldnar sýningar á höggmyndalist allar götur síðan 1994 og núna á garðurinn um 50 útilistaverk og höggmyndir. Sömuleiðis sýna listamenn víðs vegar að úr heiminum verk sín þarna á tímabundnum sýningum. Fyrir höfund var þetta einn af hápunktum ferðarinnar. Því næst var hið þekkta gítarsafn – Guitars museum - heimsótt. Þetta mun vera eina gítarsafn heimsins sem stendur undir nafni, fyrir utan eitt eða tvö í Bandaríkjunum. Safnið er í einkaeigu en nýtur góðvildar ým- issa safnara og gítaráhugafólks og sömuleiðis er það styrkt af bæjarfélaginu. Safnið er á þremur hæðum og það eru tvíburabræður sem ráða þar alfarið ríkjum. Einhver hvíslaði því að mér að þeir vissu ALLT um gítara og þá einkum þá sem rokkhljómsveitir nota, en síður um það sem er að gerast í heims- fréttunum! Þarna gat að líta hreint ótrúlegt safn af gítörum, hljómplötum, fatnaði og öðrum fylgihlutum frægra rokkara, jafnvel bílapartar úr þeirra eigu. Fékk fólk afar langa og nákvæma leiðsögn um safnið þar sem þeir félagar sýndu sjálfir góða takta á rafmagns- gítara. Ótrúleg upplifun! Í lok dags var síðan farið með leiðsögumanni um elsta hluta Umeå og gamlar og nýjar byggingar skoðaðar og var mjög áhugavert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.