Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 31
Bókasafnið 40. árg – 2016 31 Myndasögur eru ekki nýtt fyrirbæri á bókasöfnum en þegar Borgarbókasafnið ákvað að stofna sér-staka myndasögudeild í Grófarhúsi árið 2000 voru það nýmæli. Safnið markaði með þessu nýja stefnu sem hafði víðtæk áhrif og fl jótlega voru samskonar deildir stofnaðar í öðrum söfnum, bæði innan Borgarbókasafnsins, á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Segja má að markmiðið hafi verið tvíþætt. Annarsvegar var fj ölgun myndasagna grímulaust herbragð til að fá unglinga og þá sérstaklega unga karlmenn inn á safnið – en þeir eru í miklum minnihluta meðal lánþega – og hinsvegar var safnið einfaldlega að fylgja lögbundnu hlutverki sínu og leiðarljósi að stuðla að læsi og lýðræði með því að bjóða upp á efni sem höfðar til ólíkra samfélagshópa. Allar þessar myndasögudeildir eru reknar í góðu sam- starfi við sérverslunina Nexus, en þekking starfsfólks þar skiptir lykilmáli fyrir val á efni. Heimur myndasögunnar er víðfeðmur og fj ölbreyttur og ekki sjálfsagt að á bókasöfnum starfi fólk sem þekkir hann gjörla. Til dæmis er það út- breiddur misskilningur að myndasögur séu einungis barna- efni, stór hluti myndasagna er ætlaður unglingum og eldri lesendum. Annað atriði snýr að kynjunum en lengi vel hefur verið talið að myndasögur höfði sérstaklega til karla. Vissu- lega hefur yfi rburðastaða bandarísku ofurhetjunnar sett mark sitt á lesendahópinn, en á síðustu árum hafa verið að koma fram ofurhetjusögur sem höfða ekki síður til kvenna, til dæmis í krafti öfl ugra kvenhetja. Þessi bylgja á vafalaust vinsældum japönsku myndasögunnar, manga, mikið að þakka, en þar standa kvenlesendur og kvenhöfundar næst- um jafnfætis þeim sem kalla má karlkyns. Mikill meirihluti myndasagna á Borgarbókasafninu er á ensku. Stærstur hluti safneignarinnar eru bandarískar og japanskar sögur, en þó að franskar og belgískar sögur njóti mikilla vinsælda í heimalöndum sínum eru þær ekki mikið þýddar á ensku – og frönskumælandi lesendur á Ís- landi eru ekkert voðalega margir. Evrópskum sögum (þar á meðal norrænum) og manga er haldið sér, en bandarísku sögunum er skipt í nokkra fl okka, svo sem ofurhetjur, hroll- vekjur, glæpasögur og ævintýri. Ekki má gleyma almenna fl okknum sem inniheldur það sem kalla má „venjuleg“ skáldrit (á ensku oft nefnt „graphic novels“), það er að segja verk sem ekki falla að tilteknum bókmenntagreinum, eru „bara“ skáldverk. Íslenskar myndasögur hafa hingað til ekki gert sig mjög gildandi. Á síðustu árum hefur þeim verið að vaxa örlítill fi skur (síli?) um hrygg, auk þess sem nýjar þýðingar á ís- lensku hafa verið að birtast. Loks má geta þess að bókum um myndasögur er raðað sérstaklega inni í myndasögudeildinni, auk kennslubóka í myndasögugerð og teikningu. Myndasögudeildin hefur ekki verið óumdeild, enda er myndasagan form sem fellir sig ógjarna að hinu viðtekna og er halt undir róttækni – eða vill allavega vera það! Mynda- sagan er jaðarform, blendingur orða og mynda og sem slíkt hefur það löngum legið undir ámæli, ýmist fyrir að inni- halda of margar myndir og hamla þannig læsi eða fyrir að textinn í talblöðrunum sé of smár, sem stuðli að sjóndepru. Með því að gera myndasögur aðgengilegar á bókasöfnum hefur Borgarbókasafn lagt sitt af mörkum til að bægja frá fordómum af þessu tagi, fordómum sem því miður ná einnig til lesendahópsins. Þau eru ófá ungmennin sem hafa fundið athvarf í myndasögudeildinni þegar aðrir staðir hafa virst fj andsamlegir. Sem dæmi má nefna nýútskrifaðan bók- menntafræðing sem lýsir því svo í inngangi lokaritgerðar sinnar um nýjar kvenhetjur ofurhetjumyndasagna að hún hafi alist upp í myndasögudeildinni í Grófarhúsi. Eins og áður segir eru íslenskar myndasögur ekki áberandi hluti menningarlandslagsins, en það að gera myndasögur sýnilegri á bókasöfnum virkar einnig sem hvatning til (ungra) listamanna. Hluti af þessum sýnileika felst í við- burðum og sýningum og árið 2002 heimsótti safnið skoski myndasöguhöfundurinn Grant Morrison sem var á Ís- landi í boði Nexus. Erindi hans var afar vel sótt og síðan hafa viðburðir tengdir myndasögum orðið að föstum lið í starfi safnsins. Norræn sýning var opnuð árið 2003 og árið 2004 voru myndasögur þema menningarnætur, með vegg- spjaldasýningu og pallborðsumræðum. Ári seinna var haldin sýning á verkum ungra teiknara í tengslum við myndasögu- messu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sem Borgar- bókasafn var aðili að. Frá árinu 2009 hefur safnið staðið fyrir árlegum myndasögusamkeppnum fyrir ungt fólk og er afraksturinn síðan settur á sýningu. Árið 2014 hófust sýningar á myndasögum íslenskra höf- unda í myndasögudeild, með það að markmiði að vekja Myndasögur fyrir alla, konur, börn og kalla Úlfhildur Dagsdóttir er MA í almennri bókmenntafræði frá HÍ. Heimasíða Úlfhildar er garmur.is/varulfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.