Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 39
Bókasafnið 40. árg – 2016 39 starfandi iðnaðarmenn væru án þessarar grunnkunnáttu. Skólinn hefur borið mörg nöfn í gegnum tíðina, svo sem Borgarskolan, Malmö tekniska söndags- och aftonskola, Tekninska yrkesskolan i Malmö og fleiri heiti. Aðaláherslan í starfsemi skólans hefur samt lengst af verið sú sama, það er undirbúningur undir háskólanám og starfsnám. Ný framhaldsskólalög tóku gildi í Svíþjóð 1970 og í kjöl- farið breyttist ýmislegt í starfsemi skólans. Nafni hans var breytt í Värnhemsskolan og ýmsar námsleiðir voru færðar til annarra skóla í hagræðingarskyni enda var skólinn um það leyti stærsti framhaldsskóli landsins. Nemendafjöldinn var rúmlega 7000 nemendur skólaárið 1972-73 en er núna um 1300 nemendur á aldrinum 16–19 ára. Við þessar breyt- ingar voru skýrari námsleiðir markaðar, það er menntaskóli, iðnskóli og tveggja ára starfsbrautir með mörgum ólíkum námsleiðum. Við skoðuðum meðal annars bakarí skólans, blómaskreyt- ingastofu og kennslustofu í fatasaum. Einn nemenda í fataiðn er íslensk stúlka og lét hún vel af skipulagi námsins. Einnig skoðuðum við húsnæði þar sem nemendur selja afurðir þessara kennslugreina. Ekki var annað að sjá en að afskaplega vel væri að verknáminu búið. Värnhemsskolan er í góðu sambandi við stofnanir og fyrir- tæki í Malmö og nágrenni enda mikilvægt að skapa aðstæð- ur til starfsþjálfunar nemenda. Einnig er skólinn í samstarfi við erlenda skóla vegna nemendaskipta og starfsþjálfunar. Lestrarátak Í Malmö er hlutfallslega mjög mikið af innflytjendum og í Värnhemsskolan er hátt í helmingur nemenda af öðru þjóðerni en sænsku. Margir þessara nemenda eru afar illa staddir í sænsku og jafnvel ekki læsir á eigin móðurmál. Þess vegna er í skólanum lögð mjög mikil áhersla á læsi og kennarar eru hvattir til að taka frá að minnsta kosti 30 mín- útur á dag fyrir frjálsan lestur nemenda. Stjórnendur meta það svo að þarna sé í mörgum tilvikum síðasta tækifæri skólakerfisins að gera ungmennin læs. Nemendum er í upp- hafi raðað í bekki eftir lestrarfærni svo auðveldara sé að hafa hópana sem jafnasta. Hverjum nýnema er gert að lesa fimm bækur á önn sem hann svo þarf að segja frá, ýmist munnlega eða skriflega. Hver nemandi í Värnhemsskolan fær að láni iPad og að auki eru 750 tölvur í skólanum. Nemendur fá nánast allar námsbækur ókeypis í skólanum eins og víða á Norður- löndum. Bókasafn - Mediatek Í skólanum er vel búið bókasafn, „mediatek“. Í tengslum við safnið eru hópvinnuherbergi, kennslustofur og kvikmynda- salur auk góðrar lestraraðstöðu nemenda, hvort heldur sem það eru einstaklingsbásar eða stærri borð. Fjórir starfsmenn starfa á safninu, tveir bókasafns- og upplýsingafræðingar, einn starfsmaður sem aðallega annast iPad þjónustu og einn aðstoðarmaður. Safnið er opið í 39 klukkustundir á viku. Fjárveiting til bókakaupa er lítil að mati starfsmanna og megináhersla er því lögð á að kaupa bækur sem nýtast í lestrarátaki skól- ans. Keyptar eru bækur, ýmist léttlestrarbækur eða venjulegar óstyttar bækur á mörgum tungumálum svo nemendur geti bæði náð lestrarfærni á eigin móður- máli og sænsku. Ekki var betur séð en að fjöldi bekkjarsetta væri til af vinsælustu bókunum. Auk þessa er hægt að hlaða niður nánast öllu sænsku Í Pauliskólanum í Malmö Endurunnar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.