Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 48

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 48
48 Bókasafnið 40. árg – 2016 Næsta dag hjóluðum við næstlengstu dagleiðina, góða 90 km, og tvö stór bókasöfn heimsótt, bókasafnið í Viborg og bókasafnið í Randers. Á báðum þessum söfnum, eins og öðrum dönskum söfnum sem við heimsóttum, eru fjöl- breytt verkefni í gangi og rétt að minna á að söfnin geta sótt um verkefnastyrki til danska menningarmálaráðuneytisins. Hugtök eða verkefni eins og hack your library, maker space, test lab, pop up experimentarium, multimodal storytelling, bor- gersevice, meråbent, voru kynnt og útlistuð og má lesa meira um þau á heimasíðum bókasafnanna. Síðasta dag ferðarinnar, 10. september, hjóluðum við rakleitt frá Randers til Árósa og nú höfðum við allt í einu nægan tíma svo einum stað var bætt inn, Maker Space, sem er tækniklúbbur rekinn í samstarfi bókasafna Árósa. Við skoðuðum Statsbiblioteket, háskólasafnið sem m.a. þjónar sem millisafnalánabókasafn fyrir alla Danmörku. Við komum líka að elliheimili þar sem heimilisfólki er boðið í hjólaferðir. Þessi skemmtilega hugmynd, Hjólað óháð aldri, hefur skotið rótum hérlendis líka og má benda á samnefnda Facebook-síðu þar sem áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og skráð sig sem sjálfboðaliða. Hópurinn frá elliheimilinu hjólaði með okkur síðasta spölinn og hjólað var í þéttum hópi gegnum miðbæinn og að Dokk1, þessari glæsibyggingu sem hýsir aðalsafn Árósa og „Borgerservice“ og var opnuð fyrr um sumarið. Þarna var tekið á móti okkur með lúðrablæstri, blöðrum og fánum og síðan var móttaka inni og matur og gleði fram eftir kvöldi. Þar með lauk þessari hjólaferð. Við hjóluðum 735 km á tíu dögum, um þrjú lönd í fjölbreyttu landslagi og á alls konar vegum, sigldum með þremur ferjum, þrjár málstofur voru haldnar og við heimsóttum nálægt 30 söfn og stofnanir, þar með talið Cykelköket í Gautaborg og Danmarks Cykelmuseum í Aars. Lokaorð Eftir ferðina er okkur efst í huga gott skipulag á öllu, hve vel gekk að stjórna umferð 80–90 manna hjólahóps um allt frá þröngum skógarstígum upp í hraðbrautir. Þægileg og afslöppuð samskipti fólks sem kom frá fjölmörgum Evrópu- löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu, og notaleg samvera. Faglegur metnaður stjórnenda og mikil gróska í málefnum almenningsbókasafna blasti alls staðar við. Áherslan var frekar á að kynna átaks- og þróunarverkefni en að sýna söfnin sjálf. Fjölmiðlar gerðu ferðinni góð skil enda vel undirbúnir, skipuleggjendur höfðu ekki vanrækt heima- vinnuna sína þar heldur, enda snar þáttur í hugmyndafræði hjólaráðstefnusamtakanna að útbreiða málefni bókasafna með öllum ráðum og miðlum. Næsta ferð verður í Kanada, nánar tiltekið í Ontario-fylki dagana 5.-11. ágúst. Hún hefst og endar í nágreni Toronto og þaðan er beint flug til Columbus, Ohio, þar sem IFLA- ráðstefnan hefst þann 13. ágúst. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með vefsíðu og Facebook-síðu Cyc4Lib. Athugasemd 1. Hugtakið „unconference“ hefur verið haft um fundi eða samkomur sem þátttakendur stjórna og leiða sjálfir og sneiða þá hjá ýmsu sem einkennir hefðbundnar ráðstefnur eins og til dæmis niðurnegldri dagskrá, ráð- stefnugjöldum, styrktum kynningum og yfirbyggingu. Fáeinar vefslóðir Vefur Cyc4Lib: http://www.cyclingforlibraries.org Chalmers: http://www.lib.chalmers.se/ Deichmanske bibliotek, Oslo: https://www.deichman.no/sites/default/ files/deichmans_strategi_folder.pdf Dokk1: https://dokk1.dk/om-dokk1 Hjørring: http://www.bibliotekerne.hjoerring.dk/ Högskolen Väst: http://www.bibliotek.hv.se/sv/om-biblioteket Vesthimmerlands biblioteker https://www.vhbib.dk/ Hjørring bibliotek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.