Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 56
56 Bókasafnið 40. árg – 2016
námsrými og þjónustu vekur eftirtekt og einnig vangaveltur
varðandi kennslufyrirkomulag og það hvernig nemendur
læra. Talið er að einungis lítill hluti af námi fari fram í hefð-
bundnum fyrirlestrum en stærsti hlutinn fari fram með
óformlegum hætti og meðal annars utan kennslustofunnar.
Þess vegna eru það ekki bara kennslustofurnar sem skipta
miklu máli heldur allt það umhverfi sem háskólarnir bjóða
upp á og þar gegna háskólabókasöfnin mikilvægu hlutverki
sem þekkingarveitur og námssetur.
Mikil áhersla er á almenna þátttöku nemenda í kennslu-
stundum og að þeir fái aðstöðu til að læra þegar og við þær
aðstæður sem hverjum og einum hentar, hvort sem það
er sitjandi, liggjandi, í einrúmi eða fjölmenni, þögn eða
skvaldri. Námsrýmið þurfi að vera aðlaðandi, fjölbreytt,
sveigjanlegt og umfram allt þannig að hverjum og einum
líði vel. Mörkin milli náms, starfs og einkalífs hafa rofnað
og það kallar á meiri sveigjanleika og krafan um aðgang að
vinnuaðstöðu allan sólarhringinn verður sífellt háværari.
Með nútíma tækni færist safnkostur háskólabókasafna
æ meira út fyrir veggi safnanna og verður aðgengilegur
hvar sem er og hvenær sem er. Þetta veldur því að auknar
áherslur verða á fjölbreytta aðstöðu og þjónustu innan
safnanna í stað varðveislu prentheimilda. Nútíma háskóla-
bókasafn hefur margs konar hlutverki að gegna sem þekk-
ingarmiðstöð, vinnustaður, samverustaður og griðastaður
þar sem boðið er upp á víðtæka þjónustu og ráðgjöf meðal
annars varðandi útgáfu í opnum aðgangi. Náið samstarf við
hið akademíska umhverfi skiptir miklu máli og að hlusta
á óskir notenda, bregðast við og breyta. Sífellt fleiri
háskólabókasöfn eru að auka samstarf við önnur þjónustu-
svið háskólanna og koma upp alhliða þjónustuverum þar
sem nemendur leita alls kyns upplýsinga og ráðgjafar og það
er kannski kominn tími til að huga meira að slíku hér hjá
okkur. Í þessum anda var tölvu- og bókasafnsþjónusta starf-
rækt undir einum hatti síðustu árin áður en Kennaraháskóli
Íslands var sameinaður Háskóla Íslands. Við sameininguna
var skorið á þetta samstarf og stigið skref afturábak og úr
takti við það sem þróunin er í vestrænum háskólum í dag.
Náið samstarf ritvers og bókasafns Menntavísindasviðs
síðan 2009 er þó spor í rétta átt. Samstarfið hefur gefist
afskaplega vel og komið bæði bókasafni og ritveri til góða.
Núna í byrjun árs 2016 var einnig opnað ritver í húsakynn-
um Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Heimildir
NUAS. (e.d.). Member institutions. Sótt af http://nuas.org/university/
NUAS joint conference 2015: Co-creating learning environments –
collaboration across expertise: Aarhus 18-20 November 2015. (2015,
24. nóvember). Sótt af http://nuas15.au.dk/
Uppsala universitet. (e.d.). Uppsala universitetsbibliotek: Om biblio-
teket. Sótt af http://www.ub.uu.se/om-biblioteket/