Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 18
18 Bókasafnið 40. árg – 2016 H lutverk almenningsbókasafna hefur verið að breytast mjög hratt síðustu ár og hafa starfsmenn og stjórnendur þeirra um heim allan þurft að horfast í augu við þá staðreynd. Það er þörf fyrir samruna safna í bæði raun- og sýndar- heimum og það þýðir að við þurfum að þróa samstarf og einbeita okkur að nýsköpun í starfseminni. Þörf er á nýrri hæfni inn í söfnin og það þarf að hvetja til menntunar og endurmenntunar starfsfólksins.Síðast en ekki síst er þörf á að þvinga notendur og reyndar starfsfólkið líka, til að hætta að líta á bækur sem eina vörumerki bókasafna. Grunnvara almenningsbókasafnanna, það að lána út bækur hefur misst mikilvægi sitt. Almenningsbókasöfn eru að breytast úr því að geyma bækur yfi r í að sinna ólíkum þörfum borgaranna. Þau eru að breytast í nýsköpunarrými fyrir hverfi n sem þau starfa í. Starfsemin snýst um að reka sveigjanlegt og hlutlaust rými þar sem bæði starfsmenn og gestir miðla upplýsingum og menningu á mun fj ölbreyttari hátt en áður tíðkaðist. Birtingarmynd almenningsbóka- safnsins út á við er að vera miðstöð mannlífs og menningar þar sem metnaður og fagmennska býr gestum skapandi umhverfi og jákvæða upplifun. Verðmætin fyrir notendur felast í að vera griðastaður fyrir einstaklinga, fj ölskyldur og hópa, þar sem hver og einn getur lifað, leikið og lært á eigin forsendum bæði í einrúmi og í félagi við aðra. Og mikilvægið fyrir samfélagið í heild er að söfnin verða deigla menningar og grunnur lýðræðis þar sem allir fá tækifæri til þess að taka þátt, læra og þroskast á eigin forsendum. Með þessa hugsun að leiðarljósi setti Borgarbókasafnið sér nýja stefnu í byrjun árs 2015. Stefnan tók nokkrum breytingum frá fyrri stefnu – bæði hvað útlit og innihald varðar. Að leiðarljósi er einnig höfð Yfi rlýsing UNESCO um almenningsbókasöfn frá árinu 1994, menningarstefna Reykjavíkurborgar frá árinu 2014, mannréttindastefna Reykjavíkurborgar og samþykkt um Borgarbókasafn frá árinu 2015. Það er engin tilviljun að ný stefna og samþykkt fyrir safnið hafi litið dagsins ljós á þessum tímapunkti en um áramótin 2014-15 sameinuðust tvær stofnanir sem starfa á menn- ingar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, þ.e. Borgar- bókasafn Reykjavíkur og Menningarmiðstöðin Gerðuberg, undir heiti Borgarbókasafnsins. Tekið var í notkun nýtt merki auk þess sem söfn stofnunarinnar bera nú ný heiti kennd við götur eða hverfi og kall- ast menningarhús. Hugsunin er að útvíkka starfsemi safna Borgarbókasafnsins í þá átt að styrkja framtíðarhlutverk þeirra sem menn- ingarmiðjur í hverfum borgarinnar með aukinni áherslu á fj ölbreytta dagskrá árið um kring. Áhersla er lögð á barnamenningu, fj ölmenningu og alþýðumenningu og Borgarbókasafnið sem þriðja staðinn, griðastað í amstri dagsins. Hugsunin á bak við nýja stefnu og sameiningu við Gerðuberg er að styrkja enn frekar tengsl starfsstaða Borgarbókasafnsins við nærsamfélagið í hverju hverfi , svo sem félagasamtök og stofnanir innan og utan borgar. Starfsemi Menningar- miðstöðvarinnar Gerðubergs féll enn fremur afar vel að starfsemi Borgarbókasafnsins og það starf sem hefur einkennt miðstöðina í rúm 30 ár á svo sannarlega heima í hverfi sbókasöfnum Reykjavíkur. Meginstef nýrrar stefnu fj allar um lýðræði, menningu, menntun, uppsprettu og fyrirmynd. Borgarbókasafnið efl ir lýðræði og jöfnuð og þjónusta safnsins skal ná til allra borgaranna án tillits til aldurs, kyns, kynþáttar, stjórnmála- skoðana, trúar, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu. Þannig efl ir það lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna. Menning vísar til þess að Borgarbókasafnið er miðstöð mannlífs og menningar. Borgarbókasafnið er menningar- stofnun í víðustu merkingu þess orð. Þar mætast ólíkir hópar sem gefa raunsanna mynd af hinni margvíslegu menningu samfélagsins. Menntun: Borgarbókasafn er vettvangur barna, ungmenna og fullorðinna til að uppgötva og rannsaka heiminn og þróa þannig hæfi leika sína og tækifæri. Menntun, líkt og menn- ing, er liður í þroska og þróun hvers einstaklings, óháð því hvernig hennar er afl að. Uppspretta þar sem Borgarbókasafnið er vettvangur hug- mynda, sköpunar og upplifunar. Einstaklingar og hópar hafa tækifæri til að örva andann og sköpunarkraftinn, hvort Borgarbókasafnið – Ný stefna, nýir tímar Pálína Magnúsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur og með MA próf í menningar- og menntastjórnun. Hún starfar sem borgarbókavörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.