Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.06.2016, Blaðsíða 21
Bókasafnið 40. árg – 2016 21 Í mars 2015 féll dómur í máli sem hefur mikla þýðingu fyrir atvinnuréttindi bókasafns- og upplýsingafræðinga þegar ráðið er í starf forstöðumanns bókasafns. Dæmt var á grundvelli laga um almenningsbókasöfn sem giltu þegar umrætt atvik átti sér stað. Síðan þá hafa Bókasafnalög tekið við af þeim lögum, með grein sem efnislega er samhljóða þeirri sem á reyndi í dómnum. Dómurinn sýnir að ráða eigi fólk með menntun í bókasafns- og upp- lýsingafræði í störf forstöðumanna bókasafna ef einhver slíkur hefur sótt um starfi ð. Hlutverk bókasafna hefur verið að breytast mikið síðustu ár. Sérstaklega hafa almennings- bókasöfn tekið að sér æ stærra menningarhlutverk. Á Seltjarnarnesi sá forstöðumaður bókasafnsins um allt menningarsvið bæjarins frá árinu 2008. Þegar hún hvarf til starfa sem borgarbókavörður var starfi ð auglýst laust. Þá brá svo við að auglýst var eftir menningarfulltrúa. Þeir sem til þekktu, sáu að hér var um starf forstöðumanns bókasafnsins að ræða. Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU) gerði athugasemd við þessa starfsauglýsingu. Félagið taldi að samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn skyldi forstöðumaður bókasafns hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræðum eða hafa sambærilega menntun, væri þess kostur. Tryggja skyldi eftir föngum að bókasöfn hefðu á að skipa starfsfólki með sérmenntun sem hæfi r verksviði safnanna, eins og segir í lögunum. Þetta ákvæði hafði verið í lögum frá 1976. Aukasetningin „væri þess kostur“ kom þá inn í lögin í umræðum, þar sem bent var á að erfi ðlega gæti gengið að fá fólk með þessa menntun í störf forstöðumanna alls staðar á landinu. Það er vandamál sem er enn þekkt, og þarf ekki að leita langt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að fi nna dæmi um slíkt. Sá vandi gæti þó breyst og hljóta almenn launakjör forstöðumanna að ráða miklu um hvort sérmenntað fólk fæst til starfa. Það hefur borið á því að þessi aukasetning hafi verið túlkuð hjá sveitarstjórnarfólki þannig að það væri val stjórnenda hvort þau réðu fólk með sérmenntun á þessu sviði eða ekki. Dómurinn tekur af öll tvímæli um að svo er ekki. Nú er samhljóða ákvæði í 11. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012. Gildissvið þeirra laga eru öll opinber bókasöfn og verður að túlka ákvæðið í samræmi við það í dag. Á Seltjarnarnesi var ráðinn í starfi ð menningarfulltrúi sem síðar fékk starfsheitið yfi rmaður menningarsviðs. Hann hafði aðra menntun, þar á meðal meistarapróf í menn- ingarstjórnun. Bókasafns- og upplýsingafræðingur með menntun í menningarmiðlun, stjórnsýslu og þjóðfræði höfðaði mál á hendur Seltjarnarnesbæ. Stjórn SBU hafði rætt málið áður en félagsmaður sneri sér til félagsins og taldi að hér væri um prófmál að ræða og rétt að stéttarfélagið sæi um rekstur málsins. Manninum voru dæmdar miskabætur fyrir að gengið hefði verið framhjá menntun hans með ráðningunni. Í dómnum kemur fram að bærinn hafi brotið reglur laga um almenningsbókasöfn með því að ráða ekki fólk með þessa menntun, þegar þess var kostur. Maðurinn fékk miskabætur að upphæð 500.000 krónur. Auk þess þurfti bærinn að greiða málskostnað upp á 1.000.000 krónur, sem rann til SBU til að standa straum af málarekstri, þannig að félagið bar ekki teljandi kostnað af þessu máli. Dóminum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Það sýnir að verjandi hefur talið sýnt fram á að lög hefðu verið brotin. Bæturnar sem voru ákvarðaðar teljast háar miðað við aðra dóma. Mikilvægustu atriði í þessu máli eru að tvær stoðir standa núna að baki þeirri kröfu að ætíð sé ráðið fólk með mennt- un í bókasafns- og upplýsingafræðum sem forstöðumenn opinberra bókasafna, hafi einhver slíkur sótt um starfi ð. Það er 11. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012 og dómur héraðs- dóms í þessu máli, sem staðfestir gildi lagagreinar í eldri lögum sem er efnislega sú sama og 11. gr. núgildandi laga. Það kemur einnig skýrt fram að það er ekki starfsheitið sem skiptir höfuðmáli, heldur hver veitir bókasafni raunverulega forstöðu. Meðan starf okkar er að breytast jafn hratt og nú gerist, er ekki nema hluti atvinnuréttinda fólginn í lagagreinum sem þessari. Miklu mikilvægara hlýtur alltaf að vera endur- menntun á okkar eigin sviði og hvernig hún tengist við menningarstjórnun, nýja miðla og annað sem breytir við- fangsefnum okkar. Stétt bókasafns- og upplýsingafræðinga er ekki hálaunuð sé miðað við aðrar stéttir með viðlíka menntun. Störf for- stöðumanna bókasafna eru eitt af fáum sæmilega launuðum störfum innan stéttarinnar, og margir stefna að því að lokum að vinna sig þangað upp . Það er því mikilvægt að standa vörð um atvinnuréttindi og um leið að gera sig gild- andi í eftirsóknarverð störf með því að efl a hæfni á því sviði. Dómur um atvinnuréttindi Sveinn Ólafsson er M.Sc. í bókasafns- og upplýsingafræði. Hann starfar sem skjalastjóri hjá Matvælastofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.