Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Lágmarksending 3 ár • 2ja ára ábyrgð Grænt heimili - engin eiturefni Fyrir baðherbergið Fyrir gólfin Fyrir eldhúsið Fyrir þvottinnFyrir gluggana Fyrir heimiliðHeimili spakkinn Verðtilboð 90.800 kr. majubud.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Inntak þessa verkefnis er að ferða- þjónustan verði sjálfbær til langrar framtíðar. Að ekki verði gengið á höfuðstól náttúrunnar sem er auð- lind greinarinnar og það sem mikill vöxtur hennar á síðustu árum hefur byggst á,“ sagði Jón Geir Péturs- son, skrifstofu- stjóri í umhverf- is- og auðlinda- ráðuneytinu, á blaðamannafundi í gær. Þar kynnti ráðherra um- hverfismála, Sig- rún Magnúsdótt- ir, drög að áætlun um uppbyggingu og umhverfisbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum. Lagðar verða línur til langs tíma um vernd náttúru og menningarminja – en þessi drög eru undanfari stefnumarkandi áætl- unar um verkefni á þessu sviði næstu tólf árin. „Náttúran er auð- lind sem þarf að vera í lagi og hana þarf að vernda,“ sagði umhverfisráð- herra. 1,2 milljarðar á ári Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði farið í verkefni á alls 130 stöð- um víða um land, en þar þykir alls- staðar brýnt að bregðast við vegna mikils álags. Áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda er alls 2,0 milljarðar króna. Hvort þeir fjár- munir fáist skýrist þegar fjárlaga- frumvarp fyrir næsta ár verður lagt fram. Jón Geir segir þó að skýr vilji stjórnmálamanna og fjárveitinga- valdsins um aðgerðir í þessa veru liggi þó fyrir. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinn- ar 2017 til 2021 eru sett fram áform um aukin framlög til uppbyggingar á innviðunum, eða 1,2 milljarðar á ári næstu fimm árin. Þá er lögð til hækkun gistináttaskatts, úr 100 kr. í 300 kr. um næstu áramót og verk- áætlunin nú tekur tillit til þess. Pallar, bílastæði og salerni Skv. drögunum að uppbyggingu sem kynnt voru í gær, og verða í kynningu næstu fjórar vikur, verður farið í þrjú stór forgangsverkefni á næsta ári fyrir 750 milljónir króna. Þau eru í þjóðgörðunum þremur. Byggja á þjónustumiðstöðvar og gestastofur á Hellissandi og Klaustri og á Þingvöllum verður aðstaða á Hakinu bætt. Smærri verkefni sem komin eru á blað og bíða úrlausnar eru gerð göngupalla, bílastæða og salernisaðstöðu en auk þess þarf að bæta öryggismál á nokkrum stöðum. Allt er þetta á svæðum þar sem und- irbúningur er kominn áleiðis – og skipulagsmálin klár. Svo tæpt sé á smærri verkefnum sem eru á dagskrá næsta árs þá verður farið í aðgerðir við Dritvík á Snæfellsnesi, við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði og á Vestfjörðum bíður að bæta öryggisþætti við Látrabjarg og á Bolafjalli ofan við Bolungarvík. Verndaraðgerðir við Borgarvirki í Vesturhópi og Kolugljúfur í Víðidal í Húnaþingi vestra eru komnar á blað og á Norðurlandi eystra þykir að- kallandi að grípa til ráðstafana á hverasvæðinu við Námaskarð í Mý- vatnssveit. Margvísleg uppbygging- arverkefni bíða svo á Austurlandi, til dæmis í Mjóafirði og við Stóruurð í Dyrfjöllum. Mest er þó undir á Suðurlandi enda er það fjölfarnasta ferða- mannasvæðið. Þar eru í undirbún- ingi verkefni við Dverghamra á Síðu, Lakagíga, í Reynisfjöru, við Sól- heimajökul, Keldur á Rangárvöllum, Stöng og Þjófafoss í Þjórsárdal og í Reykjadal inn af Hveragerði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarvirki Aðgerðir til verndar hleðslum og fleiru þar eru á dagskrá. Þjóðgarðar í forgang  Mikil uppbygging ferðamannastaða  2,0 milljarðar á næsta ári  Gistináttagjald hækkað  Auðlind sem þarf að vera í lagi Jón Geir Pétursson Nýtt viðvörunarskilti var sett upp í Reynisfjöru í Mýrdal í gær. Sem kunnugt er drukknaði erlendur ferðamaður þar 10. febrúar sl. Ann- ar ferðamaður drukknaði þar 2007. Fyrir var annað viðvörunarskilti sem sett var upp 25. febrúar sl. Á skiltunum er fólk varað við hættum í fjörunni í máli og myndum. Eftir slysið í febrúar sl. var gert áhættumat á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og lögreglunnar á Suðurlandi. EFLA verkfræðistofa vann áhættumatið og hannaði nýja skiltið á grundvelli áhættumatsins. Svarta fjaran, veit- ingastaður í Reynisfjöru, kostaði uppsetningu skiltanna og merking- ar á staðnum. Nýja skiltið er hluti af ýmsum ör- yggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru. Myndræn framsetning og skýringar eru not- aðar til að ná athygli fólks og koma boðskapnum um hætturnar í fjör- unni á framfæri. Enn fremur segir í tilkynningu frá EFLU að hönnun skiltanna og áhættumatið geti nýst varðandi öryggismál á öðrum ferðamannastöðum og við gerð við- vörunarskilta víðar. Unnið er að breytingu á deili- skipulagi við Reynisfjöru. Þar á að laga bílastæði, útbúa sleppistæði fyrir rútur og setja upp gangstíga sem m.a. munu beina ferðafólki fram hjá viðvörunarskiltunum og auka öryggi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Reynisfjara Ferðamenn skoða viðvörunarskiltið um hætturnar í fjörunni. Ferðafólkið varað við hættunum  Viðvörunarskilti sett í Reynisfjöru Guðni Einarsson gudni@mbl.is Allsherjar- og menntamálanefnd Al- þingis leggur til að a-liður 1. greinar frumvarps um breytingu á höfunda- lögum, um eintakagerð til einkanota, falli brott úr frumvarpinu. Liðurinn er svohljóðandi: „Heimild til gerðar stafræns eintaks er þó bundin við einstakling sem hefur lögmæt umráð eða aðgang að uppruna-eintaki sem er dreift eða gert aðgengilegt með heimild rétthafa þess.“ Mikið var rætt um þennan lið frumvarpsins á nefndarfundum, samkvæmt nefndarálitinu. M.a. var fundið að því að merking hugtaka kynni að vera óljós og rætt var um hugsanlegar afleiddar afleiðingar ákvæðisins ef því yrði bætt við lögin. Smári McCarthy, frá IMMI, benti á að þessi liður væri til þess fallinn „að draga úr tilhneigingu rekstrar- aðila kaffihúsa, veitingastaða o.fl. til að bjóða upp á óheftan aðgang gesta að netinu af ótta við að gerast þannig hugsanlega sekir um lögbrot“. Einn- ig vekti ákvæðið spurningar um hvort það að sækja skjöl af vefsíðum, t.d. að vista myndir eða myndbönd og taka skjáskot af vefsíðu, teldust lögbrot ef sá sem slíkt gerði gengi ekki úr skugga um að hann hefði lög- mætan aðgang að upprunaeintaki þess sem hann vistaði. Nefndin taldi ljóst að umtalsverð óvissa ríkti um túlkun ákvæðisins og taldi heillavænlegt „að nánari og upplýstari umræða fari fram um orðalag þess og ætluð áhrif þess og afleiðingar áður en það verður að lögum“. Gjald á geymslutæki og tól Frumvarpið kveður einnig á um að höfundar verka sem hefur verið út- varpað eða þau verið gerð aðgengi- leg almenningi eigi rétt á sanngjörn- um bótum vegna eftirgerðar verkanna til einkanota. Bæturnar á að greiða árlega til samtaka höfund- arréttarfélaga með fjárveitingu sam- kvæmt heimild í fjárlögum. Afla á tekna á móti bótunum með álögum á tollverð geymslumiðla og tækja til að taka upp hljóð eða mynd. Lagt er til að borguð verði 2% af tollverði óátekinna segulbanda, myndbanda og geisladiska, 4% af tollverði USB-minnislykla og SD- korta en 1% af tollverði fartölva, spjaldtölva og tölva, 4% af tollverði flakkara allt að 12 TB, 1% af tollverði hljóð- og/eða myndupptökutækja, 2% af tollverði mótttökutækja fyrir útvarp með upptökubúnaði og 1% af tollverði farsíma með möguleika á hljóð- og myndupptöku. Ákvæði um stafræna afritun verði fellt út  Höfundaréttargjald á farsíma, minnislykla, tölvur o.fl. AFP Efni Hægt er að nálgast höfundaréttarvarið efni í gegnum tölvur og farsíma og geyma það t.d. í minni tölvunnar, á harðdiski eða minnislykli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.