Morgunblaðið - 07.10.2016, Page 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín
hundafóðri á
Kringlukasti
6. – 10. október
20%
afslátt
ur af
Fjöldi farþega í millilandaflugi með
Icelandair var 2,9 milljónir á fyrstu
níu mánuðum ársins. Það er 19%
aukning miðað við sama tímabil í
fyrra. Þetta kemur fram í upplýs-
ingum sem Icelandair Group birti í
Kauphöll Íslands í gær.
Í september flutti Icelandair 388
þúsund farþega í millilandaflugi sem
er 23% aukning á milli ára. Sæta-
framboð flugfélagsins var 28% meira
í liðnum mánuði en í september í
fyrra þannig að sætanýting var örlít-
ið lakari, fór úr 83,1% í 81,1%.
Eins og fram kom í tilkynningu
Icelandair Group til Kauphallar á
mánudaginn áætlar félagið að far-
þegar verði 4,2 milljónir á næsta ári
og fjölgi um 450 þúsund á milli ára.
Fjöldi farþega Flugfélags Íslands í
innanlands- og Grænlandsflugi var
31 þúsund í september og fjölgaði
þeim um 17% á milli ára. Alls nemur
farþegafjöldi Flugfélagsins 246 þús-
und það sem af er ári.
Fraktflutningar Icelandair Cargo
jukust um 14% í september á milli
ára og hafa flutningar félagsins auk-
ist um 8% það sem af er ári.
Herbergjanýting á hótelum á veg-
um Icelandair Group var 90% í sept-
ember en var 83,4% í sama mánuði í
fyrra.
Fjöldi farþega Icelandair
nálgast þrjár milljónir
Flug Farþegum Icelandair fjölgaði um 19% á fyrstu níu mánuðum ársins.
Ráðstöfunartekjur á mann jukust
um 9,6% á síðasta ári og kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann jókst um
7,9%, að því er fram kemur í Hagsjá
hagfræðideildar Landsbankans.
Ráðstöfunartekjur heimilanna eru
tekjur að frátöldum eigna- og til-
færsluútgjöldum. Til tekna teljast
launa- og eignatekjur, auk tilfærslu-
tekna og reiknuðum rekstrarafgangi
einstaklingsfyrirtækja. Ráðstöfun-
artekjum er því ætlað að mæla það
sem heimilin hafa til ráðstöfunar eft-
ir að skattar hafa verið greiddir.
Undanfarin tvö ár hafa ráðstöfun-
artekjur hækkað meira en launavísi-
talan, sem mælir þróun útgreiddra
launa á hverja vinnustund, og segir
Landsbankinn það benda til þess að
skattar hafi lækkað og/eða að vinnu-
stundum hafi fjölgað.
Alls hækkuðu ráðstöfunartekjur
heimila um tæp 11% á síðasta ári en
einkaneyslan um 5%. Þetta gæti
bent til þess að heimilin hafi aukið
sparnað sinn, sem meðal annars gæti
verið notaður til þess að minnka
skuldabyrði, að mati Landsbankans.
Morgunblaðið/Ómar
Kaup Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna á mann jókst um 7,9% í fyrra.
Vaxandi
kaupmáttur
Vöruskiptajöfnuð-
ur var neikvæður
um 3,2 milljarða
króna í septem-
ber, samkvæmt
bráðabrigðatölum
sem Hagstofa Ís-
lands gaf út í gær.
Það sem af er
árinu er vöru-
skiptajöfnuður Ís-
lands við útlönd
neikvæður um 85,5 milljarða króna.
Þetta er talsvert meiri halli en allt
árið 2015, þegar vöruskiptajöfnuður
var neikvæður um 27,6 milljarða
króna. Frá ársbyrjun 2015 hefur
gengi íslensku krónunnar styrkst
mikið gagnvart helstu gjaldmiðlum en
styrking krónu á móti evru nemur
16,2% yfir tímabilið og 9,5% gagnvart
bandaríkjadal.
Þess má geta að þjónustujöfnuður
er jákvæður á þessu ári. Hann var
90,5 milljarðar fyrir fyrstu 6 mánuði
ársins og vegur því upp halla á vöru-
skiptum. olafur@mbl.is
Vöruskipta-
halli eykst
Siglt Vöruskipti
eru enn neikvæð.