Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  270. tölublað  104. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 HEILSURÚM GJAFAVARA RÚMTEPPISJÚKRAÞJÁLFARI 20-40% AFSLÁTTUR 20-40% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR SÆNGURVER Kristín Gísladóttir sjúkra- þjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum í dag, frá 16-18. SIGURSÆLIR ÍSLENSKIR SALSA- DANSARAR GAMMA FÆRIR ÚT KVÍARNAR ERLENDIS SIGURÐUR PÁLSSON HLAUT VERÐLAUN JÓNASAR VIÐSKIPTAMOGGINN MENNING 38DAGLEGT LÍF 12 Um leið og hríðarslyddu slotaði í höfuðborginni í gær voru gluggaþvottamenn komnir á kreik utan á húsi Hæstaréttar við Lindargötu. Ekki var lofthræðslunni fyrir að fara hjá þessum mönnum sem príluðu upp háa stiga og þvoðu ryk og drullu af rúðunum. Auk lögfræðikunnáttu þurfa hæstarétt- ardómarar m.a. að hafa víðsýni og því betra að sjá vel út. Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur þveginn hátt og lágt  Mikil og jafn- vel stanslaus net- notkun skapar nýjar áskoranir fyrir foreldra sem verða að fylgjast með því hvaða efni börn þeirra skoða og sækja. Þetta kom fram í máli Hrefnu Sigur- jónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, á fundi samtak- anna Náum áttum, sem haldinn var í gær. Skv. óformlegri könnun hafa 80% unglinga fengið sendar nektar- og kynfæramyndir yfir netið. Slíkt er stundum gert í hugsunarleysi en þessu geta þó fylgt skaðleg fé- lagsleg áhrif, ekki síst fyrir stúlk- urnar. »14 80% unglinga feng- ið nektarmyndir sendar á netinu Netið getur verið varasamt. Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Eftir að tilboð fjárfestahóps í hlut Landsbankans í Borgun var komið fram sendi Steinþór Pálsson, banka- stjóri Landsbankans, öðrum stjórn- anda við bankann um miðjan apríl 2014 tölvupóst þar sem hann lagði til að Íslandsbanka yrði boðinn 31,2% hlutur bankans til kaups. Lagði bankastjórinn þetta til með fyrirvara um samþykki bankaráðsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drög- um að skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans að und- anförnu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Fram kemur í skýrslunni að tillag- an hafði verið á þá lund að miðað yrði við sama verð og hópur fjárfesta hafði boðið í hlutinn nokkru fyrr. Í skýrsludrögunum bendir Ríkis- endurskoðun á að ekki verði annað séð en að þegar um miðjan apríl 2014 hafi bankinn verið búinn að ákveða að selja eignarhlutinn í Borgun. Þá segir í drögunum að umhugsunar- vert sé í þessu ljósi af hverju bankinn vann svo verðmat á hlutnum í sept- ember, mánuðum eftir að hann lýsti sig reiðubúinn til að selja hlutinn í Borgun á tilteknu verði. Kemur jafn- framt fram að eðlilegra hefði talist að bankinn gengist fyrir ítarlegu verð- mati á hlutnum áður en ákvörðun um sölu og verð var tekin. Er í því sam- bandi vísað til þess að í sölu bankans á hlut sínum í Valitor var með allt öðrum hætti staðið að málum. Virtust sáttir við andvirði Borgunar  Unnu verðmat löngu eftir að Borgun var boðin á tilteknu verði MViðskiptaMogginn »2 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fékk þau fyrirmæli hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að nauðsynlegt yrði að hafa hraðar hendur eftir að hún fékk stjórn- armyndunarumboð fyrir hönd VG í gær. Í samtali við mbl.is sagði Katrín að fyrsti fundur yrði með formanni Samfylkingarinnar. Þá segir hún fulltrúa Bjartrar fram- tíðar og Viðreisnar ætla að koma saman til fundar við hana, síðan Framsóknarflokkinn, Pírata og loks á hún fund með Bjarna Benedikts- syni í lok dags. Hyggst hún ræða við fjölmiðla að loknum hverjum fundi. »4 Viðræður á ný í dag  Katrín fær til sín aðra flokksformenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.