Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18.
Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro
Heildarlausnir fyrir heimilið
Allt fyrir eldhúsið
Kynningarverð
á Gorenje háfum
49.900
Gildir meðan birgðir endast
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Ég hef aldrei haft mikla trúá varnargirðingum,“sagði Magnús Carlseneftir að fjórðu skákinni í
heimsmeistaraeinvíginu í New York
gegn Sergei Karjakin lauk rétt eftir
miðnætti í gær með jafntefli eftir 94
leiki í gær. Samt tókst honum ekki
að brjóta niður þann varnarmúr sem
Karjakin reisti eftir að hafa farið
halloka í byrjun tafls og mátti eftir
það verjast í óhagstæðu endatafli
þar sem Magnús naut biskupapars-
ins í þess konar stöðu sem honum
tekst yfirleitt að leiða til lykta með
sigri. Í þriðju skákinni lét Norðmað-
urinn einnig upplögð vinningsfæri
ganga sér úr greipum. Fyrstu fjór-
um skákunum hefur því lokið með
jafntefli en á dagskrá eru 12 skákir,
helmingi færri en í heimsmeist-
araeinvígjum áranna 1951-’72 og
1985-’93 . Verði jafnt munu viður-
eignir með styttri umhugsunartíma
ráða því hvort Magnús Carlsen haldi
titlinum eða Rússar eignist heims-
meistara að nýju.
Karjakin hefur reynst erfiðari
viðureignar en margir bjuggust við.
Til samanburðar má geta þess að
Indverjanum Wisvanathan Anand
tókst ekki að vinna nema eina skák í
þeim tveim einvígjum sem hann háði
við Magnús árin 2013 og 2014 en
samtals tefldu þeir 21 skákir. Kar-
jakin virðist gera sér jafntefli að
góðu í hverri skák en er líklegur til
að skipta um takt á lokasprettinum
þegar spennan og álagið á kepp-
endur mun aukast. Norskir fjöl-
miðlar eru ekki alls kostar ánægðir
með sinn mann og þarlendir sér-
fræðingar sem kallaðir hafa verið til
telja að Magnús tefli undir getu.
Fyrstu tvær skákirnar þóttu fremur
daufar en tvær þær síðustu hafa
haldið athygli skákáhugamanna
fanginni klukkustundum saman um
allan heim. Í þeirri þriðju, maraþon-
viðureign sem stóð í næstum sjö
klukkkustundir, virtist sigurinn
blasa við Magnúsi þegar hér var
komið sögu:
New York 2016; 3. einvígisskák:
Magnús Carlsen – Sergei Karjak-
in
72. Hb7??
Hann gat unnið með því að virkja
kónginn, 72. Hf7+!, t.d. 72. … Ke4
73. Kg4! Ha1 74. Rc6 og vinnur.
72. … Ha1! 73. Hb5+
Eftir 73. Rc4 h3! er svartur slopp-
inn.
73. … Kf4 74. Hxb4+
Vandinn er sá að 74. Kxh4 er svar-
að með 74. … Hh1 mát!
74. … Kg3! 75. Hg4+ Kf2 76. Rc4
h3 77. Hh4 Kg3 78. Hg4+ Kf2
Jafntefli.
Sl. þriðjudag sat Karjakin í leið-
indastöðu lengi vel. Hann taldi að
varnir gætu vart haldið næði Magn-
ús að finna bestu áætlunina:
New York 2016; 4. einvígisskák:
Sergei Karjakin – Magnús Carl-
sen
45. … f4?
„Ég loka,“ er yfirlýsingin sem
fylgir þessum leik. Carlsen varð
starsýnt á b3-reitinn fyrir kónginn
en frábæra vinningsmöguleika var
að hafa með 45. .. Be6! því hvítur
neyðist fyrr eða síðar til að skipta
upp á f5 og þá opnast leiðir fyrir
svarta kónginn.
46. Bd4! Bc7 47. Rf2!
Setur upp varnargirðingu. Magn-
ús hélt með kónginn til b3 – og
raunar til a2 síðar – en hvíti kóng-
urinn varðist þá frá c1-reitnum.
Enga glufu var að finna í þessari
þvergirðingu hins „nýja varn-
armálaráðherra Pútíns“ eins og
einhver kallaði Karjakin eftir skák-
ina. Jafntefli var samið eftir 94
leiki.
Fimmta einvígisskákin er á dag-
skrá í kvöld og hefst kl. 19 að ís-
lenskum tíma og hefur Magnús
hvítt. Hægt er að fylgjast með á
ýmsum vefsvæðum, t.d. Chess24,
ICC og Chess.bomb svo dæmi séu
tekin.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Magnús Carlsen nær ekki að
brjóta niður varnir Karjakins
AFP
Einvígi Magnús Carlsen og Sergei Karjakin þungt
hugsi við skákborðið í New York. Öllum skákum
í einvíginu til þessa hefur lokið með jafntefli.
Vodafone hefur ákveðið að taka til
endurskoðunar gjaldheimtu vegna
rafrænna skilríkja, en það er gert í
kjölfar ábendinga frá viðskiptavin-
um fyrirtækisins og Neytendasam-
tökunum. Að sama skapi kallar
Vodafone eftir framtíðarlausn um
hvernig skuli hátta skiptingu kostn-
aðar og innheimtu, að því er fram
kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Vodafone hafði áður boðað 15
króna rukkun fyrir auðkenningu frá
og með næstu mánaðamótum.
„Innleiðing rafrænna skilríkja er
rekin af fyrirtækinu Auðkenni sem
er m.a. í eigu Símans. Frá upphafi
hefur sá galli verið á innleiðingu raf-
rænna skilríkja á Íslandi að ekki hef-
ur verið skilgreint hver ber kostn-
aðinn af innleiðingu og rekstri
þeirra, meðal annars í tengslum við
notkun fjarskiptakerfa. Kostnaður
Vodafone í tengslum við þessa þjón-
ustu hefur verið fjölþættur án þess
að félagið hafi fengið neinar tekjur á
móti,“ segir í tilkynningu.
Kostnaður sagður óeðlilegur
Að sögn Vodafone felst kostnaður-
inn m.a. í kaupum á dýrari SIM-
kortum, þjónustu vegna útskipting-
ar kortanna og aukinni notkun á
fjarskiptakerfi félagsins. „Verður
það að teljast óeðlilegt að fjarskipta-
fyrirtæki beri kostnað af þjónustu
þriðja aðila og niðurgreiði þannig
ótengda starfsemi sem er að auki að
hluta í eigu markaðsráðandi sam-
keppnisaðila.“
Neytendasamtökin hafa ítrekað
gagnrýnt gjaldtöku vegna rafrænna
skilríkja og hafna því alfarið að „fjár-
málastofnanir og símafyrirtæki láti
neytendur borga brúsann þegar ver-
ið er að innleiða fyrirkomulag sem
leiðir til hagræðingar og kostnaðar-
sparnaðar hjá fyrirtækjunum sjálf-
um,“ segir á heimasíðu samtakanna.
Vodafone ætlar að
fresta gjaldtöku
Ætluðu að rukka fyrir auðkenningu
Morgunblaðið/Rósa Braga
Skilríki Óvissa er um hvernig skipta
á kostnaði við auðkenningu.
Á árunum 2006-
2007 voru fluttir
gamanþættir á
Rás 2 sem voru
kallaðir Tíma-
flakk. Þættirnir
luku göngu sinni
en gengu svo í
endurnýjun líf-
daga þegar net-
verjar fóru að
deila þeim sín á
milli. Nú er von á nýrri þáttaröð af
Tímaflakki í hlaðvarpi, eða pod-
cast, og verður fyrsti þátturinn
settur á netið sunnudaginn 20. nóv-
ember. Hægt verður að nálgast
þættina á helstu hlaðvarpsveitum.
Að þáttunum standa grínistarnir
Þórhallur Þórhallsson, Eyvindur
Karlsson og Bjarni Baldvinsson.
Tímaflakksþættir
í hlaðvarpinu
Þórhallur
Þórhallsson