Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Demókratarvestra veltanú við öllum steinum. Þeir spyrja sig hvers vegna þessi gamli flokkur sé orðinn nær áhrifalaus í Banda- ríkjunum. Það er ekki nóg með að andstæðingurinn sé kominn með annan fótinn inn í Hvíta húsið og sé með meirihluta bæði í Öld- unga- og Fulltrúadeild þingsins. Repúblikanaflokkurinn hefur miklu fleiri ríkisstjóra en demó- kratar og hann er með mikla yfir- burði þegar horft er til þinga ein- stakra fylkja sambandsríkisins. Eftir þessar kosningar blasir við demókrötum sviðin jörð. Þó studdu helstu sjónvarpsstöðvar og þekktustu blöðin demókrata og viðurkenna nú opinberlega að þau hafi farið offari gegn Trump og repúblikönum. Réttlæta sig með því að Trump sé svo hættu- legur einingu og heill Bandaríkj- anna að alvarlegt frávik frá lág- markskröfum um heiðarleika fjölmiðla hafi verið óhjá- kvæmilegt. New York Times hefur þegar birt yfirlýsingu um að það muni hverfa að óhlutdrægari fjöl- miðlun á ný. Sú yfirlýsing þýðir að blaðið muni áfram mjög draga taum demókrata, en ekki ganga út í þann óhemjuskap sem það viðurkennir að hafa gert af illri nauðsyn. Washington Post hefur enn ekki lofað yfirbót en yfirferð yfir framgöngu þess í aðdraganda kosninga sýnir að það var á svip- uðu róli og NYT. Þessi blöð kalla vinstri menn hér á landi jafnan „stórblöð“ og þá er ekki vísað til út- breiðslu í áskrift. Því að teknu tilliti til íbúafjölda þá sam- svarar útbreiðsla WP því að það kæmi sem áskriftarblað út í 350 eintökum á Íslandi. Framangreindar staðreyndir breyta ekki því, að bæði blöðin eru eftirtektarverðir fjölmiðlar og birta mikið og vandað efni af margvíslegu tagi og þar starfa margir vel kunnir og viður- kenndir blaðamenn. En stjórn- málalega slagsíðan (þá er ekki verið að tala um ritstjórnarefni), og ekki síst það, hvernig blöðin misstu sig á þessu ári, hefur skaðað álit þeirra. Íslendingar búa við „RÚV“, sem er stjórnlaus stofnun. Þeir sem hafa tekið deildir þess yfir fara sínu fram og virðast ekki sjá neitt athugavert við umgengni sína við hlutleysiskröfu laganna. Fyrrnefnd blöð og sjónvarps- stöðvar vestra sem kallaðar eru „mainstream media“ og eru hall- ar undir demókrata eru ekki að brjóta lagafyrirmæli. Og þeir fjölmiðlar eru ekki reknir fyrir fé sem snýtt er út úr almenningi. Vandi fjölmiðla vestra þykir mikill. Kannanir sýna að aldrei hefur almenningur þar vantreyst fjölmiðlum sem nú. Og merki eru um að forráðamenn þeirra skynji vandann. Vandi „RÚV“ er af fyrr- nefndum ástæðum margfaldur og ekki minnstu merki um að nokkur maður sem má sín þar skammist sín. Nú er talið að tor- tryggni almennings í garð fjölmiðla hafi hjálpað Trump} Ósigur fjölmiðla vestra Kína er vaxandiveldi á öllum sviðum og hefur á liðnum árum látið æ meira til sín taka utan síns hefð- bundna yfirráða- svæðis. Kínverjar hafa í gegnum tíðina litið fremur inn á við en út á við og þó að til séu dæmi, risavaxin eins og margt sem kínverskt er, frá því til forna að Kínverjar hafi farið í könnunarleiðangra til fjarlægra landa, hafa þeir um langa hríð haldið sig nær alfarið innan eigin landamæra og nánasta hafsvæðis. Á síðustu árum hefur sú þróun orðið að Kínverjar eru farnir að líta á stöðu sína í heiminum og samskipti sín við aðrar þjóðir á annan hátt en fyrr. Næstu ná- grannar þeirra hafa orðið mjög varir við þetta og Kínverjar hafa látið finna fyrir sér á stóru haf- svæði út frá ströndum Kína. Ís- lendingar hafa einnig orðið varir við breytta afstöðu Kína, sem sýnir málefnum norðurslóða mik- inn áhuga þrátt fyrir staðsetn- ingu hins mikla ríkis á jarðarkúl- unni. Þetta er eitt merki þess að Kínverjar eru farnir að líta svo á að áhrifa þeirra eigi að gæta utan næsta nágrennis Kína. Annað sem er til marks um hið sama er friðargæsla sem Kína hefur tekið að sér í Suður-Súdan. Þar hafa Kínverjar fjárfest í olíulindum og hafa tekið að sér að stilla til friðar á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Á dögunum gerðist það svo að tveir kínversk- ir hermenn féllu í átökum í land- inu, fáeinum vikum eftir að her- maður í verkfræðideild Kínahers féll í Malí. Kínverjar eru mjög óvanir því að hermenn þeirra falli í átökum, hvað þá á erlendri grundu. Síðast gerðist það í landamæraátökum við Víetnam árið 1979. Þó að mannfallið hafi ekki ver- ið mikið nú vakti það mikla at- hygli heima fyrir. Viðbrögð yfir- valda benda hins vegar ekki til að þessir atburðir hafi dregið úr vilja þeirra til að láta til sín taka utan Kína. „Þetta endurspeglar ábyrgð Kína sem stórveldis,“ segir í yfirlýsingu stjórnvalda. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að Kínverjar haldi áfram að láta til sín taka utan landsteinanna í auknum mæli, hvort sem er í stjórnmálum, viðskiptum eða á hernaðarlega sviðinu. Kína missir hermenn í átökum í fyrsta sinn um áratugaskeið} Kínverjar fikra sig út í heim Þ að var athyglisverð frétt í Morgun- blaðinu í gær um nýja rannsókn sem sýnir fækkun barna í sveitum landsins. Börnum fækkaði um 25 til 50% til sveita á tímabilinu 1998 til 2014 en fullorðnum fækkaði yfirleitt aðeins um tæplega 10%. Það er Vífill Karlsson, dósent við Háskólann á Akureyri, sem vann rannsókn- ina og skoðaði ástæður þess að börnum fækkar mjög í sveitum. Helsta ástæðan er sú að jarð- arverð er það hátt að barnafólk hefur ekki efni á að kaupa sér jörð. Ungt fjölskyldufólk hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sér jarð- ir og ef það gerir það er skuldaklafinn svo þungur að hann ber það ofurliði. Í rannsókn Vífils kom fram að meiri líkur eru á að ungt fólk sem hefur búskap hætti en fólk á miðjum aldri sem hefur búskap. Það er grafalvarleg staða ef jarðarverð stendur í vegi fyrir lífi til sveita og endurnýjun bændastéttarinnar. Jarðarverð hrekur ungt fólk úr sveitunum á sama hátt og fasteignaverð hrekur ungt fólk úr miðborginni og út í úthverfin. Á sólskinsdögum má heyra ráðamenn tala um mikilvægi dreifðrar búsetu, að gera þurfi ungu fólk kleift að búa þar sem það vill og skapa fjölbreytt atvinnutæki- færi víða um land. Þá er rætt um að byggja fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ungt fólk ræður við að kaupa og gera því auðveldara um vik að fjárfesta í fasteign. Umræð- an er full af fyrirheitum sem verða aldrei framkvæmd. Fyrir ungt fjölskyldufólk virðist svartnættið blasa við í þessum málum. Fasteignaverð hækkar og hækkar og það sér þann eina kost, til að búa börnum sínum heimili, að kaupa fasteign í bæ út á landi því þar er fasteignaverð víðast við- ráðanlegra en í borginni. Tilhugsunin um að búa úti á landi er heillandi en tilhugsunin um þjónustuna sem landsbyggðarfólk víða býr við er hrikaleg. Litlir möguleikar eru á að fá at- vinnu við hæfi, nettenging er svo léleg að ekki er hægt að stunda fjarvinnu og samgöngumál ekki mönnum bjóðandi. Heilbrigðisþjónusta, sem er barnafólki mjög mikilvæg, er slök, eng- inn banki eða pósthús eru á staðnum og önnur þjónusta, sem á að vera sjálfsögð, er af skorn- um skammti. Þótt unga fólkið hafi efni á fast- eigninni vantar upp á allt hitt svo það er dæmt til að kúldrast áfram í kjallaranum hjá mömmu og pabba eða á leigumarkaði, sem skapar oft ekkert nema óöryggi. Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munni, eins og ráðamenn þessarar þjóðar virðast stundum halda, og þeir þurfa að vinna í því að gera þetta land byggilegt fyrir þá kynslóð sem tekur við þegar þeir eru farnir undir græna torfu. Það er skylda þeirra að gera landið lífvænlegt fyrir komandi kynslóðir. Barnafólk, sem er grunnurinn að byggð á þessu landi, verður oft undir í umræðunni en nú er kominn tími til að því verði gert kleift að búa sér heimili og stunda atvinnu hvort sem það er í borginni eða í sveitinni. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Barnafjölskyldur á hrakhólum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is MannréttindadómstóllEvrópu dæmdi í vik-unni, að mannréttindihefðu ekki verið brotin á tveimur Norðmönnum, sem bæði sættu sektum skattayfirvalda fyrir skattalagabrot og síðar hegning- arlagarefsingu fyrir sömu brot. Mennirnir vísuðu málinu til mannréttindadómstólsins því þeir töldu það falla undir svonefnt „ne bis idem“ eða bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sama brots. Vilmar F. Sævarsson, lögfræð- ingur hjá KPMG, segir málið ekki ósvipað því sem Jón Ásgeir Jóhann- esson rekur gegn íslenska ríkinu. „Um nokkurt skeið hefur verið beðið eftir dómi Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs gegn Íslandi um hvort fyrirkomulag skattamála á Íslandi standist Mann- réttindasáttmála Evrópu,“ segir Vilmar en dómar á síðastliðnum ár- um hafa gefið til kynna að fyr- irkomulagið kunni að vera í andstöðu við sáttmálann. „Í þessum nýfallna dómi í máli gegn Noregi, sem virðist efnislega sambærilegt máli Jóns Ásgeirs, kemst dómstóllinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag skattamála í Noregi sé ekki í and- stöðu við sáttmálann. Það er ekki ólíklegt að niðurstaða í máli Jóns Ás- geirs verði á sama veg. Þetta er því veigamikill dómur.“ Skilyrðin fjögur Við mat á því hvort um tvöfalda refsimeðferð sé að ræða, þ.e. að ein- staklingi sé gerð refsing í tvígang fyrir sama brot, hefur Mannréttinda- dómstóllinn sett fram fjögur skilyrði að sögn Vilmari. „Dómstóllinn horfir til fjögurra þátta í mati sínu en þeir eru 1) að báðar málsmeðferðirnar teljist refsi- meðferðir, þ.e. að mönnum sé gerð „refsing“ í skilningi sáttmálans, 2) að refsingarnar séu vegna „sama brots“, 3) að endanleg ákvörðun liggi fyrir og 4) að málsmeðferð sé end- urtekin, þ.e. að ný málsmeðferð sé hafin vegna sama brots eftir að end- anleg ákvörðun liggur fyrir.“ Hvað varðar málið gegn Noregi segir Vilmar að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að um sama brot hafi verið að ræða en nið- urstaðan byggist á því að fjórða skil- yrðið sé ekki til staðar. „Hvað varðar mat á þessu skil- yrði þá tekur dómstóllinn fram að hann hafi ekki athugasemdir við þær ástæður sem lægju að baki fyr- irkomulagi skattamála í Noregi, þ.e. að skattaálaginu var ætlað að vera hvetjandi fyrir skattaðila að skila inn réttum upplýsingum á meðan refsi- meðferðinni var ætlað að hafa varn- aðar- og refsiáhrif.“ Dómstóllinn bendir jafnframt á, að sögn Vilmars, að skattaðilinn hlyti að hafa vitað af þeim möguleika að hann gæti þurft að sæta bæði sak- sókn og skattálagi. „Þá tekur dómstóllinn fram að málin hafi verið rekin samhliða hvort öðru og að þau hafi verið samtengd, þ.e. annars vegar skattamálið og refsimálið. Þannig hefðu staðreyndir sem færðar voru fram í öðru málinu verið notaðar í hinu málinu. Þá hefði, við mat á refsingu í refsi- málinu, verið tekið tillit til skatta- álagsins og þannig hefði meðalhófs verið gætt við ákvörðun heild- arrefsingar.“ Á þessum forsendum taldi dómstóllinn að sögn Valdimars ljóst að skattaðilinn hefði ekki sætt mismunun eða órétti vegna fyrirkomulags skatta- mála í Noregi. Heimilt að sekta og refsa fyrir sama brot Reuters Dómur Mannréttindadómstóll Evrópu felldi tímamótadóm á þriðjudag. Niðurstaða Mannréttinda- dómstólsins í máli tveggja manna gegn norska ríkinu er í samræmi við niðurstöður Hæstaréttar Íslands í sambæri- legum málum hér á landi. Þann- ig féll dómur í máli nr. 38/2013 hjá Hæstarétti þar sem krafa um frávísun á grundvelli 4. gr. samningsviðauka nr. 7 við Mannréttindasáttmála Evrópu um tvöfalda refsingu var hafn- að. Vísaði Hæstiréttur til fyrri fordæma sinna þar sem komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að álagsbeiting í endur- ákvörðun skatta og saksókn á seinni stig- um feli ekki í sér tvö- falda refsimeðferð. Dómur Mannréttinda- dómstólsins styrkir þá málsmeðferð sem höfð er í skatta- málum hér á landi. Rétt hjá Hæstarétti? Í SAMRÆMI VIÐ ÍSLENSKA RÉTTARFRAMKVÆMD Vilmar Freyr Sævarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.