Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Bækur
Bækur til sölu
Helgastaðabók, Íslensk myndlist
1-2, Krossaætt 1-2, Reykjavíkur-
myndir Jóns Helgasonar,
Mjófirðingasögur 1-3, Heims-
meistaraeinvígi í skák 1972, ib.,
Tengdadóttirin 1-3, Kuml og
haugfé, Menntamál 1. - 42. árg.,
ib., Strandamenn, Dalamenn no
2, Dalamenn no 3, Kollsvíkurætt,
Austantórur, Húnaþing 1-3,
Bréfabók Guðbrands biskups,
Fréttir frá Íslandi 1871 - 1890,
4 sálmabækur frá Viðey 1834,
Saga Alþingis 1-5, Eyjablaðið 1.
árg., Ófeigur 1-13, ib., Bréf til
Láru 1. útg., Ódáðahraun 1-3.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðarlausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Hjólbarðar
Ódýru dekkin
Hágæða sterk dekk. Allar stærðir.
Sendum hvert á land sem er.
Bílastofan, Funahöfða 6,
sími 562 1351.
Í dag kveð ég
með sorg í hjarta
yndislegan tengda-
föður minn og vin,
hann Dalla. Ég var svo lánsöm að
fá Dalla sem tengdaföður fyrir 20
árum og urðum við strax góðir
vinir, hann var einstaklega ljúfur
og góður maður og það var gott að
umgangast hann. Ég á margar
góðar minningar um hann Dalla
og áttum við oft góðar stundir
saman, fórum við á kaffihús og
sátum þar í dágóðan tíma og
spjölluðum um daginn og veginn
og bara horfðum á fólkið sem átti
þar leið framhjá. Við fengum okk-
ur alltaf kaffi og svo auðvitað köku
með, því það þótti Dalla alveg
ómissandi með kaffinu, eitthvað
sætt. Við fórum líka saman í golf
og var það mér alveg ómetanlegur
tími sem við áttum saman; þar
kenndi hann mér allar reglurnar í
golfi og svo nokkur góð ráð eins og
hvernig á að hitta alltaf kúluna og
vera inn á braut. Við fjölskyldan
ferðuðumst líka nokkuð mikið
með ömmu Kæju og afa Dalla, fór-
um saman til útlanda eða bara upp
í sumarbústaðinn okkar. Þar þótti
honum gott að vera og sagðist
hann nú alltaf ætla að byggja sér
lítinn bústað við hliðina á okkar
svona í sama stíl en ekki endilega
með eldhúsi því það væri bara al-
veg óþarfi, bara betra að koma til
mín í mat. Á þessari stundu er nú
þakklæti efst í huga og vil ég þá
helst þakka þér, Dalli minn, og
Kæju fyrir að hafa tekið svona vel
á móti mér þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna og hefur mér alltaf liðið
pínu eins og ég væri bara ein af
dætrum ykkar.
Elsku besti yndislegi Dalli
minn, ég mun alltaf sakna þess að
hafa þig hjá okkur og mun ég
geyma góðar minningar á góðum
stað í hjarta mínu en nú ertu kom-
in í faðm hennar Önnu Kristínar
dóttur þinnar.
Ég elska þig.
Þín uppáhalds tengdadóttir,
Sigríður (Sirrý).
Ég kynntist Dalla fyrir um 33
árum þegar ég nældi mér í Drífu,
Daníel Stefánsson
✝ Daníel Stef-ánsson fæddist
1. október 1934.
Hann lést 28. októ-
ber 2016.
Útför Daníels
fór fram 10. nóv-
ember 2016.
konuna mína. Dalli
var mér góður
tengdafaðir og leið-
beinandi, annan eins
herramann er varla
hægt að finna, fjöl-
skyldufaðir góður og
snyrtilegur með ein-
dæmum, allt til fyrir-
myndar hvort sem
um var að ræða bíl-
ana, húsið þeirra
hjóna eða sumarbú-
staðinn. Dalli var þjónn lengst af á
Hótel Sögu. Barinn hans var alltaf
kallaður Dalla bar, en þar var á
ferðinni mjög hæfur barþjónn
sem var alla sína tíð bindismaður
en átti engu að síður fjölmarga
titla sem hann vann og formaður
barþjónafélagsins til fjölda ára.
Ég spurði mig oft að þessu hvern-
ig það væri hægt að vera einn
fremsti barþjónn í heiminum og
aldrei drekka neina kokkteila eða
áfengi sjálfur. Í eitt af mörgum
skiptum var ég hjá Dalla og hann
að útbúa nýjan spennandi drykk
þegar ég spurði Dalla hvort hann
vildi ekki smakka eins og einn
sopa. Hann var fljótur að svara:
„Nei, Kiddi minn, þessi eini sopi
getur breytt lífi mínu.“ Hann
smakkaði þó alla kokkteilana og
lét þá leika við bragðlaukana en að
því loknu spýtti hann þeim síðan
út úr sér og þá kom í ljós bragðið
sem hann var að leita að.
TBR hefur verið hans annað
heimili í gengum tíðina. Þar hefur
hann átt sínar bestu stundir bæði í
leik og starfi og eignast afar góða
félaga í gegnum tíðina. Dalli var
þó ekki aðeins góður í badminton
heldur var hann mjög liðtækur í
golfi. Það skipti ekki máli hvað
Dalli tók sér fyrir hendur, allt var
gert með stæl og snyrtimennsku;
fatnaður, búnaður og áhöld voru
alltaf eins og ný. Þegar Dalli var
búinn að spila badminton kom
hann heim með töskuna sína eftir
átökin og þegar Kæja opnaði
töskuna hans voru öll svitafötin
samanbrotin eins og þau væri
tandurhrein og straujuð, en það
lýsir Dalla mínum best um það
hreinlæti og snyrtimennsku sem
einkenndi hann alla tíð.
Þegar við Drífa fórum að búa
saman og eignuðumst Önnu Krist-
ínu, Írisi Thelmu og Arnór Dan
vörðum við öllum stundum í sum-
arbústaðnum, allar helgar og öll
sumur fólu í sér ýmis verkefni; að
mála húsið, dytta að garðinum,
spila mínígolf eða fótbolta og
hlaupa nokkra kílómetra með
Dalla, sem var alltaf í betra formi
en við tengdasynir hans. Hann
naut þess að gera óspart grín að
okkur, að við skyldum láta þann
gamla taka okkur. Fjölskylduspil-
ið er þó án efa felló, enda hefur
alltaf verið talað um „Dallas fam-
ily“ því þegar hún kemur öll sam-
an er frábær matur eldaður, mikið
talað og mikið fjör. Eins og sumir
segja erum við eins og ein stór
ítölsk fjölskylda.
Nú tekur verndarengill fjöl-
skyldunnar hún Anna Kristín
dóttir þín við þér með opnum örm-
um. Hún mun knúsa þig og leiða
þig inn í ljósið í næsta lífi.
Elsku Dalli minn, ég þakka þér
fyrir ómetanlegan tíma í faðmi
fjölskyldunnar og þakka þér fyrir
að gefa mér hönd dóttur þinnar,
hennar Drífu, sem hefur verið
stoð og stytta í lífi okkar.
Ég votta Kæju tengdamóður
minni mínar dýpstu samúðar-
kveðjur. Við munum minnast þín
að eilífu.
Þinn tengdasonur,
Kristinn Skúlason.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku besti afi Dalli, nú ertu
farinn frá okkur, við viljum þakka
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og munum ávallt
geyma þig í hjarta okkar alla tíð.
Við elskum þig, afi Dalli.
Klara Emilía, Karen
og Kolbrún Ída.
Dásamlegi afi, nafni og okkar
allra helsta fyrirmynd í lífinu hef-
ur nú kvatt þennan heim. Við trú-
um því ekki ennþá að þú sért far-
inn frá okkur, þú skilur eftir stórt
tómarúm í hjarta okkar allra og
orð fá ekki lýst hversu mikið við
söknum þín.
Við trúum því að Anna Kristín
okkar hafi tekið vel á móti þér og
hugsi vel um þig fyrir okkur. Það
verður ótrúleg tómlegt að fara í
gegnum lífið án afa Dalla sér við
hlið. Enda eru minningarnar og
stundirnar óteljandi með þér,
elsku afi.
Afi Dalli, þú varst svo mikill
gleðigjafi í okkar lífi og betri afa er
ekki hægt að hugsa sér. Hann lét
alltaf gott af sér leiða, og bætti svo
sannarlega gleði í líf þeirra sem á
vegi hans urðu og var gleðigjafi
allt til endaloka. Afi notaði hvert
tækifæri til að sinna okkur barna-
börnunum og sýndi mikinn áhuga
á öllu því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Hvort sem það var
íþróttir, áhugamál, vinna eða há-
skólanám. Afi vildi heyra frá öllu
því sem við vorum að gera í lífinu.
Okkur þykir ótrúlega vænt um
allar þær minningar sem við átt-
um með afa og ömmu upp í sum-
arbústað í Grímsnesinu. Afi dekr-
aði mikið við okkur barnabörnin
og byggði hann dúkkuhús, sand-
kassa og fótboltavöll handa okkur
öllum. Við gátum dundað tímun-
um saman með afa uppi í sum-
arbústað, hvort sem það var að
hjálpa til í dúkkuhúsinu, slá grasið
eða fara út í leiki.
Badminton og TBR var virki-
lega stór partur af lífi afa og eig-
um við systkinin margar góðar
minningar með honum þar. Við
vöknuðum eldsnemma til að fá að
vera samferða afa niður í vinnu, og
ávallt var stoppað í bakaríinu svo
afi gæti mætt með bakkelsi niður í
TBR. Alltaf svo hjartahlýr var
hann afi.
Við systkinin erum ótrúlega
heppin að hafa fengið að njóta
þeirra forréttinda að alast mikið
upp heima hjá ömmu og afa í
gegnum tíðina. Þær minningar
sem eru okkur ofarlega í huga eru
þær stundir sem við eyddum með
afa inni í bílskúr þar sem hann var
að bralla ýmislegt, laugardags
nammipokarnir og sunnudags ís-
bíltúrarnir voru svo sannarlega
stundirnar okkar með afa. Afi var
einstaklega stoltur af litlu systur
okkar Jóhönnu sem stundar
hestamennsku af krafti og var
hann duglegur að fylgja henni á
hvert einasta mót og sýningu,
hvar sem var á landinu.
Elsku afi Dalli, yndislegri og
hjarthlýrri afa er ekki hægt að
hugsa sér. Við munum varðveita
allar þær minningar sem við átt-
um með þér og halda minningu
þinni lifandi um ókomin ár. Við
munum standa við loforð okkar að
passa vel upp á ömmu Kæju.
Amma mun ekki vera ein, hún
heldur áfram að vera umvafin ást.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Afi okkar, takk fyrir allar þær
yndislegu stundir sem þú eyddir
með okkur.
Söknuðurinn er svo mikill en
yndislegu minningarnar og þakk-
lætið eru sorginni yfirsterkari.
Góða nótt, besti afi.
Þín barnabörn,
Karen, Daníel og Jóhanna.
Vinur minn og frændi Daníel
Stefánsson, fyrrverandi barþjónn
og formaður Barþjónaklúbbs Ís-
lands til margra ára, er látinn.
Frændsemi okkar má rekja til
þess að afi minn og amma hans
voru systkin. Vinskapur okkar
Daníels hófst upp úr 1966 og
tengdist umboðsstarfsemi minni
með áfengi og áttum við í löngu
samstarfi á þeim vettvangi sem
aldrei bar skugga á. Ég tók þátt í
mörgum uppákomum með Daníel
á vegum Barþjónaklúbbs Íslands.
Daníel var flinkur barþjónn og
vann flest árin sem barþjónn á
Dallabar í Súlnasal Hótel Sögu.
Barþjónaklúbburinn stóð árlega
fyrir kokteilkeppni og var Daníel
sigursæll mjög og sem vinnings-
hafi fór hann á fjölda slíkra
keppna erlendis.
Eftir hann liggur fjöldi kokteil-
uppskrifta.
Árið 1978 ferðaðist ég með
Daníel, formanni Barþjóna-
klúbbsins, ásamt konu hans, Kar-
en, til USA í boði eins umboðs-
firma minna.
Við áttum góðar stundir í Hart-
ford Connecticut og ræddum við
kunnáttumenn í gerð kokteila.
Hittum þar barþjón sem rak kok-
teilskóla og var meðal annars
þekktur fyrir ýmsar kokteilupp-
skriftir sínar. Nýtti Daníel sér
þekkingu hans vel. Við lukum svo
ferðinni með heimsókn til systur
minnar og mágs í Virginíu, stutt
frá Washington DC.
Daníel stundaði babminton-
íþróttina til fjölda ára, var keppn-
ismaður og vann til fjölda verð-
launa. Eftir starfslok á Hótel Sögu
hóf Daníel störf í þjálfunarstöð
Tennis- og Babmintonfélags Ís-
lands, sem var hans síðasti vinnu-
staður.
Vinskapur okkar Daníels var
ávallt á traustum fótum og kynnt-
ist ég vel eiginkonu hans og börn-
um með tíðum heimsóknum á
glæsilegt heimili þeirra. Daníels
verður sárt saknað af aðstandend-
um og fjölmörgum vinum.
Hvíl þú í friði, frændi góður.
Votta ég Kæju, börnum þeirra,
mökum þeirra og afkomendum
mína dýpstu samúð.
Júlíus P. Guðjónsson.
Í dag kvaddi ég
einn af mínum
fyrstu vinum og
sorgina er varla
hægt að færa í orð. Ég er ekki al-
veg búin að meðtaka þetta og
kannski gerir maður það aldrei al-
veg.
Ég kynntist Friðjóni fyrst þeg-
ar ég var sjö ára trippi, nýflutt á
hæðina fyrir neðan Friðjón og
hans yndislegu fjölskyldu í Skóla-
gerði 40. Bræður okkur, sem voru
á svipuðum aldri, urðu fljótt mikl-
ir vinir og ég sniglaðist feimin í
kringum þennan svalasta dreng
sem ég hafði kynnst, með stjörnur
í augunum þar til hann sá aumur á
mér og tók mig upp á sína arma.
Ekki veitti af, ég vissi lítið sem
ekkert um tónlist eða fótbolta og
Friðjón var ekki lengi að kynna
mig fyrir kostum MTV og að sjá
Friðjón Fannar
Hermannsson
✝ Friðjón Fannarfæddist 23.
febrúar 1975. Hann
varð bráðkvaddur
30. október 2016.
Útför Friðjóns
Fannars fór fram
11. nóvember 2016.
til þess að ég skildi
að maður mætti ekki
halda með bæði
Wham og Duran
Duran – það þurfti
að velja. Þó að ég
hafi nú aldrei viður-
kennt það fyrir Frið-
jóni sló hjarta mitt
ávallt fyrir Wham og
hengdi þar af leið-
andi plaköt úr
Bravo-blöðum af
drengjunum úr Duran Duran
samviskusamlega upp á veggi hjá
mér undir leiðsögn Friðjóns.
Ég á margar góðar minningar
með Friðjóni frá þessum tíma,
fyrsti fótboltaleikurinn sem ég fór
á með þeim feðgum, fyrsta Euro-
vision-áhorfið, leynihornið okkar
undir rifsberjatrénu í bakgarðin-
um en einna helst er mér minni-
stætt að Friðjón var vinur minn
þegar ég átti ekki marga og ég
verð ævinlega þakklát fyrir það.
Ég er líka óendanlega þakklát
fyrir vinskapinn og góðvildina
sem hefur alltaf verið til staðar
inni á heimili Hemma og Elísu.
Þótt árin liðu hefur maður alltaf
getað kíkt í kaffi og manni er tekið
eins og einni úr fjölskyldunni. Það
er ekki erfitt að sjá hvaðan Frið-
jón fékk manngæskuna, brosið og
lífsgleðina.
Ég var svo heppin að fá að
kynnast Friðjóni aftur þegar við
vorum bæði í MK og á margar
góðar sögur þaðan en þær sögur
þurfa eflaust ekki að komast á
prent.
Elsku Hermann, Elísa,
Hemmi, Hjörvar, Gígja og fjöl-
skylda, þótt það virðist ekki nóg
sendi ég ykkur mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Elsku Friðjón, takk fyrir vin-
áttuna.
Drífa Pálín Geirs.
Þegar ég fékk símtal í síðustu
viku um að Friðjón væri farinn frá
okkur trúði ég því ekki.
Við höfðum hist minna en sólar-
hring áður fyrir tilviljun í Rúm-
fatalagernum. Við höfðum náð að
faðmast og hlæja í síðasta sinn.
Eftir lifir minning um einstakan
mann sem snerti alla sem hann
hitti svo djúpt.
Friðjón, bróðir hans Hemma
vinar míns, talaði alltaf við mann
eins og jafningja, jafnvel þótt
maður væri bara átta ára og hann
þrettán. Frá fyrsta degi lét hann
sig varða það sem maður hafði að
segja enda hafði hann einhvern
óslökkvandi áhuga á fólkinu í
kringum sig, því alla tíð sótti Frið-
jón næringu í félagsskap annarra.
Partíin urðu skemmtilegri þeg-
ar Friðjón var kominn. Gestirnir
soguðust að honum af því að það
var bara svo gaman að tala við
hann. Friðjón tók alltaf öllum vel
og víðsýni hans og jákvætt viðhorf
virtust varla eiga sér takmörk.
Minningarnar sem maður á
með Friðjóni eru margar og allar
góðar. Friðjón var ekkert hrædd-
ur við að prófa nýjar hugmyndir,
rétt eins og bræður hans.
Þegar hann var umboðsmaður
vina sinna í Dead Sea Apple hélt
hann að það væri góð hugmynd að
ég myndi hita upp fyrir tónleika,
en á þeim tíma var ég DJ og spil-
aði býsna óaðgengilega teknótón-
list. Því ævintýri lauk snögglega
þegar reiður, leðurklæddur mað-
ur, sem kominn var á Hressó til að
hlusta á alvöru rokk, öskraði: „Ég
hef heyrt fallegri hljóð úr faxtæk-
inu mínu!“ Karókí í Liverpool,
Happy Mondays á Hróarskeldu
og óteljandi samkvæmi og samtöl
eru mér kær minningabrot sem
ég mun alltaf varðveita.
Við unnum líka saman í fé-
lagsmiðstöðinni Ekkó um tíma
þar sem Friðjón var forstöðumað-
ur. Alltaf var stöðug traffík ung-
linga í kringum hann sem sóttu í
þennan glaðlega karl sem var
jafnvel betur inni í nýjustu
stefnum og straumum í tónlist en
krakkarnir sjálfir. Friðjón gat líka
fíflast í þeim, rætt við þau alvar-
legri mál og allt þar á milli – en
alltaf sem jafningi sem þau gátu
treyst á. Friðjón byrjaði að spila
fótbolta með okkur strákunum
fyrir nokkrum árum og áður en
við vissum af var hann búinn að
draga vini sína úr 7́5 árganginum
af Kársnesinu með sér. Úr varð
frábær hópur þunglamalegra
karla sem héldu að þeir litu betur
út á vellinum en í veruleikanum.
Límið í hópnum var auðvitað
Friðjón – sem var alltaf til í að
halda uppskeruhátíð eða finna til-
efni til að vera saman í stórum
hópi vina því þannig leið honum
best.
Friðjón og Gígja kynntust svo
fyrir nokkrum árum og varð lífs-
hamingja þeirra beggja mikil yfir
því að hafa loks fundið hvort ann-
að. Maðurnn sem hafði ekki bara
sankað að sér vinum frá fæðingu,
heldur skapað heilt samfélag vina
og vinkvenna – hafði loks fundið
sinn lífsförunaut.
Friðjón hafði ótrúlegt lag á
fólki, hann lifði lífinu til hins ýtr-
asta og naut hvers einasta dags.
Sviplegt andlát hans er okkur
öllum áfall og er hugur minn hjá
fjölskyldu Friðjóns, Gígju og
krökkunum, Hemma og fjöl-
skyldu, hjá Hjörvari, Elísu og
Hermanni eldri.
Megi þau finna styrk í því sam-
félagi sem Friðjón skapaði og því
einstaka viðhorfi sem hann hafði
til lífsins.
Pétur Ólafsson.