Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 ✝ Ólafur IngiRósmundsson fæddist í Reykjavík 27. desember 1941. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 3. nóvember 2016. Foreldrar hans voru Rósmundur Tómasson bifreiða- stjóri, f. 20. febr- úar 1913, d. 24. október 1976, og Berga Guð- ríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1919, d. 13. ágúst 2007. Systur Ólafs Inga voru Guðrún Rósmundsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1947, d. 31. mars 1995, og Birgitta Rósmunds- dóttir húsfreyja, f. 15. júní 1961. hildur Dóra Elíasdóttir, f. 12. júlí 1991, Halldór Ingi Elíasson, f. 1. október 1996. 2) Ólafur Már Ólafsson endurskoðandi, f. 9. mars 1968, giftur Sigríði Stefaníu Óskarsdóttur flug- freyju, f. 17. janúar 1971. Börn þeirra eru Védís Rún, f. 1. mars 2002, og Viktor Bjarki, f. 4. júní 2008. 3) María Erla Ólafsdóttir félagsliði, f. 8. ágúst 1979. Ólafur Ingi ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk námi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961 og Cand. oecon. frá Há- skóla Íslands árið 1966. Ólafur Ingi var starfsmaður endur- skoðunardeildar Landsbankans frá árinu 1962 og síðar kerf- isfræðingur í rafreiknideild bankans. Árið 1974 hóf Ólafur störf sem framkvæmdastjóri kerfissviðs Reiknistofu bank- anna og síðar sem innri endur- skoðandi, þar til hann lauk starfsævi sinni. Ólafur Ingi verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju í dag, 17. nóvember 2016, klukkan 13. Ólafur Ingi gift- ist 14. desember 1963 Karítas Har- aldsdóttur hús- freyju, f. 8. janúar 1944. Foreldrar hennar voru Har- aldur Jónsson prentari, f. 18. júní 1888, d. 9. sept- ember 1977, og Guðrún Ragnhild- ur Guðmundsdótt- ir, f. 17. janúar 1906, d. 12. október 1984. Börn þeirra: 1) Alda Rós Ólafsdóttir, f. 1. ágúst 1964, d. 17. október 2016, eft- irlifandi eiginmaður hennar er Elías Guðmundsson húsasmíða- meistari, f. 14. febrúar 1964. Börn þeirra eru: Elín Rut Elías- dóttir, f. 12. júlí 1989, Ragn- Elsku pabbi minn, við höfum átt margar góðar stundir í gegn- um tíðina. Það er ekki hægt að hitta á traustari mann til að reiða sig á og í gegnum samskipti okk- ar hefur alltaf verið hægt að treysta ráðum þínum og aðstoð. Það var sama hversu mikið þér fannst ég fara út úr réttum far- vegi, sérstaklega á unglingsár- um, alltaf varstu þétt við bakið á mér. Það er gott að búa við al- gjört öryggi þegar maður vex úr grasi. Pabbi fæddist þann 27. desem- ber 1941 og var því steingeit. Það segir um steingeitina að sá sé jarðbundinn og leggi áherslu á að ná áþreifanlegum árangri og standa traustum fótum í tilver- unni. Þetta átti svo sannarlega við um pabba. Ef pabbi ákvað að gera eitthvað vildi hann láta athöfn fylgja orðum. Hann var alltaf raunsær og var tiltölulega laus við óskhyggju. Við systkinin ólumst upp í þessum trausta farvegi. Okkur voru allar leiðir færar vegna þess að við höfðum öruggt bakland í pabba og mömmu. Dugnaður var þeim eðlislægur og ekkert verk- efni óviðráðanlegt fyrir fram. Á upphafstímum upplýsingatækn- innar vann pabbi ákveðið braut- ryðjandastarf við uppbyggingu á Reiknistofu bankanna. Þegar tölvur voru ekki til og fáir veltu hlutverki þeirra fyrir sér til framtíðar þurfti orkumikla ein- staklinga til að koma þannig tölvutengdu upplýsingartækni- fyrirtæki á laggirnar. Einhverja með sterka ábyrgðarkennd sem leyst geta hvert mál af kostgæfni og fullkomnunarþörf. Enda tókst vel til og starfaði pabbi lengi í Reiknistofu bankanna, fyrst sem kerfisfræðingur og síðar sem innri endurskoðandi félagsins. Jafnvel það starf, að vera innri endurskoðandi, var nánast óþekkt og tókst pabbi því enn og aftur á hendur að sinna starfi sem móta þurfti til framtíðar. Pabbi átti góða starfsævi og var stoltur af því verki sem hann vann. Pabbi var barngóður og vildi allt fyrir alla gera. Ábyrgðar- kennd hans var mikil og tók hann mikinn þátt í námi þeirra sem í kringum hann voru. Hann gat leiðbeint öllum í náminu með eig- in visku en ef honum fannst hann ekki geta útskýrt nógu vel eða þurfa að vita meira sjálfur tók hann sig til og lærði námsefnið til að geta miðlað því áfram til ann- arra. Þannig var hann langt kom- inn í hjúkrunarfræði undir það síðasta vegna þess að barnabarn- ið hans var í þannig námi. Að þýða námsefnið yfir á íslensku til að auðveldara væri að lesa það fyrir aðra var ekkert tiltökumál í hans augum. Við fjölskyldan ferðuðumst mikið og kannski meira en vani var á þeim árum. Ferðalögin voru innanlands og erlendis og mínar minnisstæðustu ferðir voru með kórum Langholts- kirkju á Íslendingaslóðir til Kan- ada og víðar. Við fengum ótrú- lega mikil tækifæri til að sjá heiminn þegar ferðalög erlendis voru ekki daglegt brauð. Pabbi var lengi slæmur af slit- gigt en þráaðist við að segja frá líðan sinni, hann var líklega miklu veikari vegna þess og ým- issa annarra kvilla löngu áður en við áttuðum okkur á því. Aldrei að kveinka sér og ástæða þess var að hluta til sú að erfitt var fyrir pabba að upplifa erfiðleika dóttur sinnar sem einnig féll frá fyrir skömmu. Við fundum hvernig mótstaðan minnkaði hratt þegar hún féll frá og var sem baráttukrafturinn hyrfi við þau tíðindi. Það er erfiðara en hægt er að lýsa að standa bjarg- arlaus hjá þegar svona atburðir eiga sér stað en nú eruð þau sam- einuð á ný á góðum stað. Það er gott til þess að hugsa á þessum tíma. Ég á margar góðar minningar frá fyrri tíma sem geymast vel í hjarta mínu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þinn sonur Ólafur Már Ólafsson. Það er ómetanlegt að eignast góða tengdaforeldra og ekki sjálfgefið. Ég get með sanni sagt að Óli Rós hafi verið góður tengdapabbi. Hann tók vel á móti mér þegar ég kom inn í fjölskyld- una fyrir rúmum 15 árum og hef- ur reynst mér og fjölskyldu minni vel alla tíð. Við erum bæði steingeitur og steingeitin segir oft að hún hafi engan áhuga á því að stjórna, hún vilji einungis hjálpa og viti stundum betur en aðrir hvernig best sé að vinna ákveðin verk, þarna vorum við nokkuð lík en fórum þó misjafnar leiðir í út- færslunni. Óli Rós var endalaust hjálp- samur og kom því vel til skila að hann vildi hjálpa. Eljan og þol- inmæðin í honum að hjálpa börn- unum sínum og síðar barnabörn- unum í náminu er aðdáunarverð og búa þau að því alla tíð. Það var ýmislegt sem ég komst upp með að gera við tengdó frekar en aðrir eins og að plokka eitt og eitt villihár á milli augna og drekka fínasta koníakið hans en að mega kalla hann „gamla“ var af og frá, honum fannst það bara ekki eiga við þar sem hann væri alls ekki orðinn gamall og þar við sat. Eitt af okkar sameiginlega áhugamáli var að leysa Mogga- krossgátuna. Endalaust gat ég spurt hann þegar mig rak í vörð- urnar en það var ósjaldan sem ég stolt sendi honum SMS af full- kláraðri krossgátu á sunnudags- morgni með orðunum „búin“ en þá kom til baka frá honum um hæl „löngu búinn“. Hann var glettinn hann Óli og hagyrtur og á góðum stundum átti hann það til að lesa upp fyrir okkur stökur sem hann hafði ort og skildi okk- ur jafnvel eftir með efri part sem við áttum svo að botna. Hann var kannski ekki sá fljót- asti á fæti enda slitgigtin alltaf að stríða honum, eins og hann orðaði það sjálfur, en hann fór þangað sem hann vildi fara. Minningarn- ar með honum í útlöndum eigum við nú og varðveitum í hjörtum okkar og með sól í sinni því best fannst honum að vera þar sem sólin skein. Undanfarnir mánuðir hafa reynst okkur fjölskyldunni hans erfiðir þar sem við höfuð staðið hjálparlaus hjá og horft upp á ástvini glíma við erfið veikindi. Það var ekki í hans anda að ein- hver hefði áhyggjur af honum og vildi hann allra helst að lífið gengi áfram sinn vanagang. Sannarlega gerir það það en það er erfiðara en tárum taki að horfa á eftir Óla Rós, tengdapabba mínum og dóttur hans Öldu Rós, mágkonu minni með svo stuttu millibili. Ég trúi því að nú sé hann kominn til hennar þar sem enginn er sárs- aukinn og alltaf er bjart og hlýtt og þaðan fylgjast þau með fólkinu sínu og halda verndarhendi yfir því. Það er okkar að halda í minn- ingarnar um yndislegt fólk og miðla þeim áfram til litlu barnanna sem eru á leiðinni inn í líf okkar á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Sigríður St. Óskarsdóttir. Þegar ég sest niður og skrifa minningargrein um afa minn kemur fyrst upp í huga minn hvað hann var stríðinn og hjálp- samur. Afi hringdi hvern einasta 1. apríl og reyndi allt til þess að láta mig hlaupa hann og það tókst í 1-2 skipti og hann hló sig alveg máttlausan, honum fannst hann svo fyndinn, ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Einnig var afi rosalega góður á bókina og alltaf til í að aðstoða mig. Ef hann vissi ekki neitt um fagið bað hann um bókina og las hana alla, settist svo niður og kenndi mér þangað til ég kunni fagið. Það átti líka við um stærðfræðina, sem mér hefur alltaf reynst mjög erfið, hann reiknaði dæmið aftur og aftur þangað til hann fékk réttu út- komuna og sýndi mér svo hvernig ætti að gera dæmið. Þeir voru örfáir sveitarúntarnir sem þú fórst með okkur barnabörnin þín í og ömmu í gegnum tíðina, þér fannst ekkert skemmtilegra en að keyra um sveitirnar í yndis- legu veðri. Þú og amma komuð líka á hverjum laugardegi um verslunarmannahelgina upp á Flúðir með eplakökur og með því, borðuðuð með okkur kvöldmat- inn og keyrðuð svo aftur í bæinn, þér fannst nefnilega aldrei leið- inlegt að keyra um sveitirnar af hvaða tilefni sem var. Afa var einnig margt til lista lagt og gerði hann ófá gullfalleg málverk sem hann gaf svo í jólagjafir til barnanna sinna og barnabarna. Það var rosalega skrítin tilfinn- ing og erfið að þurfa að kveðja þig tveimur vikum eftir að mamma, dóttir þín, kvaddi þenn- an heim allt of snemma. En þú hefur viljað fara í hvíldina með henni og ég trúi ekki öðru en þið séuð á sólarströnd í steikjandi hita núna að njóta ykkar saman, laus við veikindin og kvalirnar sem fylgdu. Allar þær minningar sem ég á um þig, elsku afi minn, verða í hjarta mínu alla tíð. Hugsaðu vel um mömmu fyrir okkur, við mun- um sakna ykkar sárt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þó sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þitt barnabarn, Elín Rut. Elskulegi afi minn. Það er virkilega sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Það huggar mig þó að þú sért kominn til mömmu og að þér líði mun betur en þér gerði hér hjá okkur undir það síðasta. Þið hugsið vel um hvort annað og takið á móti okkur hinum þegar okkar tími mun koma. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður. Þú hafð- ir einstakan hæfileika að stríða okkur barnabörnunum þínum og fannst þér fátt skemmtilegra. Ég mun aldrei gleyma því þegar þú og amma fóruð sér ferð fyrir mig út í búð vegna þess að þið vissuð að ég væri að koma í heimsókn svo þið ættuð nú örugglega til harðfisk fyrir mig, þér fannst nú ekki hægt að ég kæmi og þið ætt- uð hann ekki til. Ég hlakkaði allt- af rosalega til að koma til þín og ömmu og gista hjá ykkur því þið stjönuðuð svo mikið við okkur og vilduð allt fyrir okkur gera. Þú vildir samt meina að ég væri voðalega hávær og að þú fengir illt í eyrun en samt varstu ávallt tilbúinn að taka á móti mér. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og reyndir að hjálpa mér á allan mögulega máta sem þú gast. Þú meira að segja tókst þig til þegar ég skráði mig í klás- us í hjúkrunarfræði og þýddir fyrir mig eina bókina sem ég skildi lítið í, svo kenndirðu mér hana með glæsibrag þannig að ég komst auðvitað áfram. Þú varðst svo ólýsanlega stoltur og ánægð- ur þegar ég var hjá þér og fékk fréttirnar að ég væri komin í gegn. Þú varst alltaf mikilvægur hluti af lífi mínu og munt ávallt vera það. Þú varst ofboðslega stoltur þegar ég eignaðist Kar- ítas Öldu og gerði þig að langafa. Mér fannst virkilega gaman að fylgjast með því hvað þú lagðir þig mikið fram í því að reyna að fá langafabarnið til þess að tala við þig. Þú hafðir einnig orð á því þegar hún kom til þín upp á spít- ala að hún stytti dagana töluvert. Þú sýndir strax frá fyrsta degi skilyrðislausa ást í garð langafa- barnsins þíns og fann ég alltaf þegar við litum við hvað heim- sóknirnar skiptu þig miklu máli. Þú varst einstakur maður og hafðir mikið fram að færa þegar kom að vitneskju en það sem mér þótti sérstaklega skemmtilegt í fari þínu var hversu lunkinn þú varst að snúa út úr fyrir manni. Alltaf þegar ég spurði hvort þú nenntir að gera eitthvað fyrir mig svaraðir þú að þú værir ekki í neinu nennifélagi en þú gætur nú samt alveg gert hlutina. Þú hafðir að geyma einstakan per- sónuleika og finnst mér virkilega erfitt að segja með orðum hversu miklu máli þú skiptir mig og hversu mikið ég elska þig. Ég sakna þín alveg ofboðslega mikið og á rosalega erfitt með að kyngja því að núna sértu farinn og finnst mér virkilega erfitt að ég muni aldrei sjá þig meira. Á svona stundu er gott að eiga góð- ar minningar og upplifðum við margar góðar stundir. Þar stend- ur sérstaklega upp úr Flórída- ferðin okkar góða sem við fórum í seinustu jól. Þú alveg ljómaðir af gleði að geta farið með allri fjölskyldunni þinni út og naust tímans alveg til hins ýtrasta. Minning þín mun lifa með mér um ókomna tíð, ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna afi minn. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Ragnhildur Dóra Elíasdóttir. Afi minn, Ólafur Ingi Rós- mundsson, eða afi Óli eins og ég kallaði hann alltaf. Við afi vorum alltaf gott teymi og alltaf var hann tilbúinn að hjálpa mér og gera allt fyrir mig. Hann er ásamt móður minni stór partur af því hvernig mér gekk í gegn- um grunnskóla og svo mennta- skóla. Það skipti engu máli hvað ég bað hann um hjálp með, ef hann kunni það ekki, þá setti hann sig inn í það og endaði á því að hann kunni það betur en kennarinn. Hann vildi allt fyrir mann gera. Það sem situr svolítið eftir hjá mér er að þegar hann lá uppi á spítala og afmælið mitt nálgaðist, þá spurði hann mig hvað ég vildi í afmælisgjöf og ég sagði við hann að það eina sem skipti máli var að hann myndi komast á lappir og labba fyrir mig, það væri besta gjöfin. Hann stóð við þau orð eins og alltaf, og daginn eftir tók hann sig til og labbaði tvisvar sinnum yfir dag- inn. Hann stóð alltaf við það sem hann sagði við mann og trúði svo innilega á mann að maður lagði sig alltaf 110% fram. Ég sakna þín á hverjum degi, afi, og veit að þið mamma vakið yfir okkur öll- um og hugsið um okkur. Það heldur á manni hlýju að hugsa um allan tíman okkar saman og Flórídaferðina sem við fórum öll saman í. Halldór Ingi Elíasson. Elsku besti bróðir minn er lát- inn. Ég á ekki til orð sem lýsa sorg minni og fyrir nokkrum dögum fór einnig elsku frænka mín, dóttir þín, og nú ferð þú til hennar. Lífið er stundum órétt- látt. Ég sagði þér oft að ég elsk- aði þig og þætti ótrúlega mikið vænt um þig og þú sagðir það sama um mig. Ótal góðar og skemmtilegar minningar á ég frá samvistum okkar og ég minnist stríðni þinnar og hláturs með bros á vör og tár á hvarmi. Ég kveð þig með þessu ljóði: Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, gengin ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Þín systir, Birgitta Rósmundsdóttir. Óli Rósmunds. var eitt af sum- arbörnunum á Búrfelli í Gríms- nesi á árum áður. Þau öll eru okkur systkinunum mjög eftir- minnileg og ekki síst Óli, þar sem fjölskylda hans tengdist okkur sterkum vinaböndum, en foreldr- ar Óla höfðu bæði verið starfandi hjá okkur. Móðir hans, Berga Ólafsdóttir, í nokkur sumur, en faðir hans, Rósmundur Tómas- son, frá unga aldri. Það voru því miklir kærleikar með okkur öll- um. Óli var einstaklega ljúfur og dagfarsprúður drengur, alltaf tilbúinn að hjálpa til við hin margvíslegu sveitastörf. Á Búr- felli var tvíbýli og því margir krakkar á báðum bæjum og voru því sumarkvöldin og helgarnar notaðar til leikja og íþrótta, og gleymast þessar góðu stundir seint. Óli var sérlega flinkur með boltann hvort heldur var í fót- bolta eða yfir. Hann átti frábæra foreldra og tvær góðar systur. Hann fékk því góðan stuðning til náms og lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands og starfaði lengst af hjá Reiknistofu bank- ana. Við systkinin frá Búrfelli sendum fjölskyldu hans og ætt- ingjum einlægar samúðarkveðj- ur og minnumst góðs drengs. Ragnheiður Pálsdóttir. Ólafur Ingi Rósmundsson Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Teigagerði 10, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 21. nóvember klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Eyjólfur Bjarnason. Faðir minn, afi, sonur og bróðir, JÓN B. SÆMUNDSSON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. nóvember, kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið á Akranesi. . Þórhildur M. Jónsdóttir, Andri Snær og Orri Freyr Tryggvasynir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigríður S. Sæmundsdóttir, Valgeir Sigurðsson, Halldóra Sæmundsdóttir, Ragnar Viktor Karlsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Helgi Sæmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.