Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 24

Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Húðhreinsilína frá ENJO þrífur af allan farða, aðeins með vatni Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga - Augnpúði 1.000 - Andlitspúði 1.900 - Krókur 200 - Net 1.000 Verð 4.100 3.300 Tilboð Til jólagjafa Fjármálafyrirtækið Gamma hefur gefið út skýrslu sem á að sýna útlendingum hag- kvæmni þess að festa fé sitt í grunnstoðum og innviðum íslensks samfélags. Áróður fyrir að- komu einkafjármagns, þ.e. fjármálafyr- irtækja, að nýbygg- ingu og rekstri nauðsynlegra grunnstoða samfélagsins hefur aukist mjög að undanförnu. Fjár- málafyrirtæki leggja talsvert í að reka áróður fyrir hagkvæmi þess að samfélagið selji til þeirra fyr- irtæki sem eru innviðir samfélags- ins. Skýrslur þeirra um þetta fá mikla auglýsingu í fjölmiðlum. Vafasömum málflutningi er beitt við að útbreiða boðskap fjárfest- anna um hagkvæmi þess að þeir eigi og reki helstu innviði sam- félagsins. Til að gera boðskapinn trúverð- ugan í augum almennings er skýrslunum gefið fræðilegt yf- irbragð af fræðimönnum, gjarnan tengdum fjármálafyrirtækjunum, sem rita jákvætt um efni þeirra. Skýrslurnar eiga ekki síst að sýna stjórnmálamönnum Alþingis og sveitarstjórna fram á hagkvæmi þess að ríki og sveitarfélög losi sig frá rekstri sem flestra mikilvæg- ustu grunnstoða samfélagsins og fái þær fjárfestum í hendur. Allt á þetta við fyrirtæki sem samfélagið getur ekki verið án svo sem orku- og veitufyrirtæki, samgöngu- mannvirki og ýmis þjónustufyr- irtæki, sem sækja tekjur sínar beint og óbeint til almennings. Fyrirtæki og mannvirki sem samfélagið hefur byggt upp á löngum tíma til framþróunar sam- félagsins og án aðkomu fjárfesta. Fjárfesta sem nú sjá mikla mögu- leika á hagnaði orkufyrirtækja vegna hækkandi orkuverðs í heim- inum. Rekstur vatnsveitna og hol- ræsa sveitarfélaga yrði í eigu fjár- festa sem verðlegðu þjónustu þeirra með öðrum hætti en nú er gert þar sem eigendurnir krefðust arðs af hlutafé sínu. Tekjur slíkra fyrirtækja eru öruggar. Almenn- ingur verður að greiða uppsett verð og samkeppni er engin. Þá er fyr- irsjáanlegur mikill hagnaður Landsvirkjunar á næstu árum af raforkusölu til stóriðju. Í þann hagnað vilja fjárfestar komast með því að kaupa sig inn í eða kaupa allt fyrirtækið. Orkufyrirtæki sem eru í opinberri eigu og dreifa og selja orku til almennra nota eru rekin þannig að rekstartekjur standi undir kostnaði og skili hóf- legum arði til eigandans sem er samfélagið. Ekki til hluthafa fjár- festingarfélaga, sem að hluta eða öllu leyti væru í eigu útlendinga sem flyttu arðinn úr landi. Í skýrslunni sem Gamma fjármálafyr- irtæki gaf nýlega út, og ætluð er til að benda útlendum fjár- festum á möguleika á hagkvæmum fjárfest- ingum í innviðum sam- félagsins á Íslandi eru tilgreind, samkvæmt frétt sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, „vænleg innviða- verkefni svo sem Sundabraut, stækkun Hvalfjarðarganga, breikk- un vega, orkufyrirtæki, Landsnet, Isavia (alþjóðaflugvöllur), sæ- strengur til Bretlands, Landspítali, léttlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu og lest milli Reykjavíkur og Kefla- víkurflugvallar“. Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, segir m.a. í viðtali í Markaðnum: „Vextir í heiminum hafa verið í sögulegu lágmarki sem þýðir að lánsfé er sögulega ódýrt. Fjárfestar þurfa því að hafa tals- vert fyrir því að finna fjárfestingar sem skila viðunandi ávöxtun.“ Og síðar segir Gísli: „Við höfum fundað með stórum innviðafjárfestum beggja vegna Atlantshafsins og finnum fyrir miklum áhuga þeirra á að fjárfesta í innviðaverkefnum hér á landi.“ Samkvæmt þessu virðist Gamma vera að gylla fyrir útlendum fjár- festum að vænlegt sé að hagnast á Íslendingum. Hér væri mögulegt að fá meiri arð af fé þeirra en fáist með þeim lágu vöxtum, sem Gísli segir að séu í sögulegu lágmarki, með því að kaupa fyrirtæki sem eru innviðir samfélagsins á Íslandi. Arður fjárfestanna fengist aðeins með hækkun allra þjónustugjalda fyrirtækjanna. Með því væru lagð- ar byrðar á almenning í þágu fjár- festa. Ekki vegna hagsmuna sam- félagsins. Engin framkvæmd vegna innviða samfélagsins er svo nauðsynleg og aðkallandi að verjandi sé að selja eitthvað af grunnstoðum og inn- viðum samfélagsins hennar vegna. Öllum ætti að vera ljóst hve mikið glapræði það væri að selja þær og þar með hluta sjálfstæðis þjóð- arinnar í hendur fjárfesta. Eru ís- lenskir stjórnmálamenn tilbúnir að láta teyma sig í slík viðskipti? Gamma kallar á innviðina Eftir Árna Þormóðsson Árni Þormóðsson »Engin framkvæmd vegna innviða samfélagsins er svo nauðsynleg og aðkall- andi að verjandi sé að selja eitthvað af grunn- stoðum samfélagsins hennar vegna. Höfundur er eldri borgari. Framundan er erf- iður tími fyrir þjóðfé- lagið því þenslan í við- skiptalífinu er komin langt yfir þolmörk og ekki sjáanleg auðveld leið út úr þeirri kreppu. Verkamannalaun voru árið 1996 um 70 þús. kr. á mánuði en eru nú 300 þús. kr. Verði þró- unin sú sama næstu tuttugu árin verða verkamannalaun 1.350.000 kr. árið 2036 og 30 milljóna kr. íbúðin á 135 milljónir. Ef við hugsum svo sömu þróun til 2056 þá er íbúðin komin í 607.500.000. kr. og verkamannalaun- in í 6.075.000. Þingmaður sem hefur eina milljón í dag, væri komin með 20.250.000 kr. á mánuði árið 2056. Eftir þetta yrði verðþróunin ískyggilega hröð. Sem sagt, það stefnir í óða verðþenslu sem þjóðfé- lagið hefur enga mögu- leika á að standa af sér. Ástæðan fyrir þessu virðist vera sú að yf- irstéttir þjóðfélagsins hafa komist upp með það að soga inn í of- urmatsvirðingu sína allan hagvöxt þjóð- félagsins og meira til, eins og sést greinilega á mati Kjar- aráðs er það uppfærði laun þing- manna í samræmi við það sem há- launastéttir höfðu áður fengið og byggt kröfur sínar á því að þeir eigi, vegna þess hversu hámenntaðir þeir séu, að fá laun á Íslandi er jafnast á við laun sem þjóðfélög með milljónir íbúa greiða fyrir þjónustu við millj- arðamæringa. Þeir fjármunir sem þjóðfélagið leggur til menntunar há- launamanna virðist ekki vera þess virði að minnast á það, hvað þá held- ur að þakka þjóðfélaginu fyrir að- stoðina, eða virða það við verkamenn að þeir sköpuðu þau verðmæti sem gerðu þjóðfélaginu kleift að styrkja fólk til náms. Það var mikið talað um misskiptinguna í þjóðfélaginu fyrir kosningarnar, en að sjálfsögðu allt gleymt nú. Misskiptingin er einmitt kveikjan að verðþenslu. Annað er það sem sýnir hvað heið- arleikinn er á lágu plani, að við erum að þróa þrælahald á íslenskum vinnumarkaði með viðskiptum við starfsmannaleigur sem eru aðeins dulbúnar þrælaleigur með svindl á launagreiðslum í huga og sumar reknar af atvinnurekandanum sjálf- um. Alþingismenn þurfa að gera sér grein fyrir því að þeim ber að sjá til þess að þjóðfélagið sé ekki rekið af undirheimakóngum en það er lítið um lýðræðislegan heiðarleika að finna í íslensku þjóðfélagi. Aðeins auðhyggja virðist blómstra og hafa völd á flestum þáttum þjóðfélagsins. Misskiptingunni verður ekki breytt nema með lögum frá Alþingi, sem er langtímaverkefni fyrir alþingis- menn. Einn er sá ljóður sem mér finnst einkenna alþingismenn um of er þeir eru í ræðustól á þingi og eiga að taka afstöðu til þess máls sem er á dagskrá, að þá fara þeir að halda framboðsræður og skamma and- stæðingana fyrir það sem þeir gerðu fyrir löngu og nota svo örfáar mín- útur til þess, í restina, að taka af- stöðu til málsins sem er til umræðu. Málþóf er einnig ljóður á vinnu- brögðum þingmanna því okkar kóm- íska réttlæti byggist á valdi meiri- hlutans en ofbeldið á valdbeitingu minnihlutans. Hvað gerist næst? Eftir Guðvarð Jónsson » Alþingismenn þurfa að gera sér grein fyrir því að þeim ber að sjá til þess að þjóðfélag- ið sé ekki rekið af undir- heimakóngum. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.