Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Taktfastur hópur Það eru sjö kennarar í Salsa Iceland sem mynda sýningarteymið en auk Eddu eru það Helen Her- geirsdóttir, Hildur Ketilsdóttir, Inga María Bachman, María Carrasco, Mike Sánchez og Snæfríður Halldórsdóttir. stefnunnar um kvöldið. „Ég heyrði í rauninni ekki þegar þetta var til- kynnt, það varð allt vitlaust í kring- um okkur og einhverra hluta vegna fór ég strax í að gera HÚH vík- ingaklappið því það var svo mikið af velviljuðu fólki í kringum okkur og þetta varð alveg geggjað andartak. Svo helltist yfir mig sá blákaldi raunveruleiki að við yrðum að sýna á aðalgólfinu um kvöldið fyrir framan mörg þúsund manns en það er stærsta verkefni sem við höfum nokkurn tímann tekið þátt í – þannig að þá breyttist þetta í jákvæða spennu og eftirvæntingu,“ segir Edda en afar ánægjulegt hafi verið að atriðið skyldi skila þeim sigri. „Þetta er ekki alltaf auðvelt, þegar vinir koma saman með sam- eiginlega ástríðu en mismunandi væntingar og hugmyndir um hvað er best að gera verða óneitanlega árekstrar því allir hafa metnaðinn til að gera vel,“ bætir Edda við en hóp- urinn vinni allt sjálfstætt enda salsa- samfélagið á Íslandi frekar ein- angrað miðað við það sem gerist í öðrum löndum. Salsa á Íslandi í 13 ár Edda stofnaði Salsa Iceland fyrir þrettán árum en þar kemur fólk saman einu sinni í viku og dans- ar saman. „Salsa Iceland hefur alltaf starfað með það að leiðarljósi að þrátt fyrir að þú hafir engan grunn í dansi og engan dansfélaga þá getir þú komið til okkar og dansað,“ segir hún en að meðaltali komi um fimm- tíu manns á danskvöldin. Langfæstir mæti með dansfélaga og því sé búið að stofna stóran hóp iðkenda eða að- stoðarmanna sem hjálpi til við að jafna út kynjahlutföllin á námskeið- unum sem geri það að verkum að all- ir geti dansað en kenndur er parad- ans þar sem einn leiðir og annar fylgir. Bakgrunnur Eddu liggur í kar- ate en hún keppti með landsliðinu í fimmtán ár og þekkir því vel sigra og ósigra. Hún starfar í dag sem sjúkraþjálfari og komst fyrst í tæri við salsa á ferðalögum sínum í tengslum við landsliðið og byrjaði fyrst að læra í Svíþjóð. „Ég varð strax rosalega skotin í salsa og fékk sömu tilfinningu og á minni fyrstu karate-æfingu þegar ég var sextán ára – ég bara varð að læra þetta,“ segir hún hlæjandi og hefur ekki enn snúið af þeirri braut. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Norræni leikjadagurinn verður hald- inn hátíðlegur á vegum Borgarbóka- safnsins í Menningarhúsinu Gerðu- bergi, Grófinni og Kringlunni á laugardaginn 19. nóvember. Leikir og spil verða í fyrirrúmi á leikjadeginum og á öllum bókasöfn- unum verður hægt að spila borðspil og taka þátt í samnorrænni keppni í tölvuleiknum Slither.io og eiga mögu- leika á að hreppa glæsilega vinninga. Leiðbeinendur Kóder samtakanna munu leiðbeina gestum í Gerðubergi við notkun á smátölvunni Raspberry Pi, Minecraft-forritun og Scratch- forritunarmálinu sem hentar yngstu börnunum vel, en þar verður opið frá kl. 13.30-15.30. Í Grófinni verður svo sett upp leikjatorg fyrir alla fjölskylduna auk tölvuleikjakynningar þar sem vel þekktir tölvuleikjaframleiðendur kynna nýja leiki, meðal annars mun CCP kynna sýndarverutölvuleikinn EVE-Gun-Jack, en þar verður opið frá kl. 13-17. Önnur fyrirtæki munu einn- ig kynna spennandi leiki og Pokémon GO félagið býður meðal annars upp á göngur um miðbæinn. Í Kringlunni taka Spilavinir svo á móti gestum með skemmtilega dagskrá, en þar er opið frá kl. 13-17. Norræni leikjadagurinn haldinn hátíðlegur Tölvuspil Í Grófinni verður t.d. sett upp leikjatorg fyrir alla fjölskylduna. Leikir og spil í Borgarbókasafni Einrúm býður upp á námskeið og fyrirlestur í dag kl. 19.30 hjá Ála- fossi í Mosfellsbæ þar sem sýnt verður fram á róandi áhrif prjóns- ins. Fjallað verður um skapandi rými einrúms prjóns í takt við andardrátt og skoðuð verða sýniseintök. Nám- skeiðin hafa verið haldin í Dan- mörku fyrir fullu húsi að því er seg- ir í tilkynningu og undirtektirnar verið góðar. Einrúm er íslenskt garn úr ull og Mulberry Thai silki og eru hönnuðir merkisins þær Kristín Brynja Gunn- arsdóttir, Halla Ben., Björg Pjet- ursdóttir og Anne-Grete Duvald. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar á www.einrum.com Námskeið og fyrirlestur í boði Einrúms Róandi áhrif prjónsins í Álafossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.