Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 39

Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 39
Nóbelshöfundinn. Dylan er sleginn töfrasprota Rimbaud um tvítugt, á þeim viðkvæma og skemmtilega aldri. Rimbaud hittir aftur og aftur á fólk um tvítugt, kynslóð eftir kynslóð. Verkin hans og líka þetta furðulega lífshlaup. Hugsaðu þér bara, hann var búinn að ljúka ferlinum um 21 árs aldurinn – þá hætti hann að yrkja. Þessar þýðingar hafa verið eitt af hliðarverkefnunum hjá mér en svo kemur að því að maður reynir að klára svona verkefni. Síðan er ég al- veg ómögulegur í háttbundnum kveðskap, hef aldrei skrifað þannig, en Sölvi Björn er mjög laginn við það.“ Röddin skrýtið fyrirbæri Sigurður segir belgíska skáldið Willem M. Roggeman, höfund ljóðanna í Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð, vera ágætan kunningja sinn. Þeir hafi þýtt ljóð hvor annars, Roggeman ljóð Sigurðar úr enskum og frönskum þýðingum sem eru til á þeim en Sigurður, sem er afar vanur þýðandi ljóða, skáldsagna og leikrita, þýddi nú í fyrsta skipti ekki úr frum- máli. „Ég hef aldei áður farið gegnum millitungumál,“ segir hann og studd- ist við franska þýðingu á þessari ljóðabók Roggeman en var í góðu sambandi við hann meðan á því stóð. „Þetta var undantekning, ég er mjög þeim megin í tilverunni að þýða alltaf úr frummáli.“ Ljóðabækur Sigurðar hafa til þessa myndað þrennur, tengdar með heitunum; þrjár þær fyrstu voru þannig Ljóð vega salt, Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð og með síð- ustu bók á undan þessari, Ljóðorku- lind sem kom út fyrir fjórum árum, lauk fimmtu þrennunni, „ljóðorku- þrennu“. „Vonandi tekst mér að klára þessa trilógíu líka, eins og þú sérð þá var kominn tími á nýja, þetta system hef- ur funkerað,“ segir hann glettnislega. „Ljóðin í bókinni eru frá síðustu fjórum árum. Undirliggjandi í þeim er tilfinning fyrir rödd, umhugsun um rödd, síðan er náttúran líka und- irliggjandi. Svokallaðar höfuð- skepnur eða elementin fjögur fá hvert sinn kafla. Eldur, jörð, loft, vatn. Röddin er svo skrýtið fyrirbæri, og skrýtnast er þegar maður missir hana en ég missti hana til hálfs fyrir nokkrum vikum.“ Og víst er rödd Sigurðar hásari og lægri en maður á að venjast. Hann bætir við að annað raddbandið „virðist hálflamað eða eitthvað slíkt, það veit enginn af hverju.“ Þarf mikla óheppni til Sigurður hefur greint frá því að undanfarin misseri hafi hann glímt við svokallað asbest-krabbamein. Hefur það mögulega komið til vegna þess að hann hafi komið að vinnu með asbest, sem áður var iðulega notað í húsbyggingar en er nú þekkt sem stórhættulegt efni? „Nei, ég var ekkert í slíku en um allt land var asbest notað og sér- staklega í útihúsum. Heima á Skinnastað var asbest í bílskúrnum, í skemmunni og líka þakið á geita- kofanum. Sennilega hef ég fengið þetta í mig þá og svo er hegðunin þessi að það er í dvala áratugum saman og svo veit enginn af hverju þetta kviknar í sumum. Það þarf mikla óheppni til því öll mín kynslóð hefur haft einhvern aðgang að asbesti. Þetta er mjög óalgengt krabba- mein. Mér skilst að það séu þrjú til fimm tilfelli greind á ári hér, sem passar við það að í Bandaríkjunum eru þrjú til fimm þúsund. En þegar þetta fer á annað borð á stað þá hættir það ekki, þess vegna þarf að halda þessu niðri með lyfj- um. Ég mun vera á þeim en þau funkera sem betur fer.“ Dregur það úr starfsorkunni? „Ég þarf að hvíla mig meira. Að því búnu er ég hress. Þetta kallar á aðra orkubeitingu.“ Það virðist að minnsta kosti vera góður sláttur í skáldæðinni. „Jú jú, hún slær vel! Og viðbrögð við bókinni hafa verið mjög jákvæð. Mér skilst að þetta hafi verið fyrsti titillinn sem seldist upp á lager, önn- ur prentun er komin í búðir.“ Mikilvægt að leita að sinni rödd Lita veikindi Sigurðar ekki skáld- skapinn, breyta þau ekki lífssýninni? „Það hlýtur að vera,“ segir hann. „Og kannski má greina einhvern undirtón vegna þessa, en hvergi með beinum hætti þó. Þetta býr til nýjan bassatón sem er þarna undirliggj- andi.“ Svona lífsreynsla hlýtur að breyta sýn manns. „Gegnum tíðina hefur alltaf verið í verkum mínum einhverskonar teng- ing eða beint samband við framvindu ævinnar, lífsins. Ég hef aldrei staðið fyrir utan í skáldskapnum – ég fjalla um allt mögulegt en hef alltaf verið í tengslum við eigin tilfinningalíf og undirvitund, sem er mjög mikilvægt ef vel á að vera. Ég er á því að ef maður nái ekki tengslum við undir- vitundina þá gerist ekkert.“ Blaðamaður hefur fylgst sem skáldskap Sigurðar undangengna áratugi og segir blasa við að hann hafi haft slík tengsl. „Vonandi. Og ég var sáttur þegar ég var búinn að ganga frá þessari ljóðabók.“ Talið berst aftur að rödd skálds en Sigurður sagði umhugsun um rödd vera undirliggjandi í nýju bókinni. Upphafsorð eins fjögurra hluta bók- arinnar eru sótt til Ilya Kaminsky: Skáld er rödd, segi ég, eins og Ík- arus, hvíslandi að sjálfum sér meðan hann fellur til jarðar. Er Sigurður að hnykkja á mikilvægi þess að skáldin finni sína einkalegu rödd? „Kannski er þetta verk til heiðurs röddinni,“ segir hann. „Það er svo mikilvægt að leita að sinni eigin per- sónulegu rödd og reyna að halda tengslum við hana. Það eina sem þú hefur fram að færa í veröldinni er þín eigin rödd. Þú getur ekki fengið hana að láni, þú getur ekki fengið til- finningalíf annarra að láni og átt ekki að reyna það, heldur bara ein- beita þér að því að finna eigin rödd. Og halda síðan tengslum við hana.“ Er það stefnuskrá skáldsins? Sigurður brosir og svarar: „Já, ætli það ekki bara. Þetta er sér- staklega augljóst í tilfelli ljóðskálda, tilfinning þeirra fyrir rödd er sterk- ari en í tilfelli höfunda annarra forma. Þú skynjar þessa rödd hjá Jónasi Hallgrímssyni, hún er bara hans. Það er enginn annar sem kemst nálægt þeirri rödd. Og sama er með Einar Ben, Stein Steinarr; þetta eru allt mjög persónulegar og einstakar raddir.“ í skáldskapnum“ skrifaði í klukkutíma á morgnana áð- ur en skólinn byrjaði, setti mér það takmark að skrifa eina sögu á dag,“ segir hann, en Ævar er afkastamikill og hefur þessi agi sem hann tamdi sér strax þá nýst honum til fram- tíðar. Samtal við lesendur Hann setur líka sjálfur pressu á sig með því að tilkynna um útgáfu bóka sinna fyrir fram. Hann er í góðu sam- bandi við lesendahóp sinn, sem gagnast honum líka. „Maður mætir á alls kyns upp- lestra með brandara sem maður var alveg viss um að sé frábær þegar maður sat einn með sjálfum sér en hann fellur síðan alveg flatur hjá krökkunum á meðan eitthvað allt annað slær í gegn. Þá hefur maður það bak við eyrað þegar kemur að næstu bók. Þetta er ákveðið samtal við lesendurna og það er frábært að það sé í boði.“ Það virðist ekki standa á krökk- unum að lesa bækurnar hans Ævars. „Stundum er nóg að átta sig á því að bók sé skemmtileg og ef ein bók er skemmtileg hlýtur önnur bók að geta verið skemmtileg. Ef maður nær að planta hjá þeim því fræi að bækur geti verið skemmtilegar er kominn vísir að bókaormi. Svo þarf bara að næra hann og það er það sem bæði bókasafnsfræðingar og kennarar gera,“ segir Ævar og bendir á að meðal ástæðna fyrir því hversu vel átakið hafi gengið sé þessir sömu bókasafnsfræðingar og kennarar og líka foreldrar sem hvetji krakkana áfram. Nýjung í komandi lestrarátaki er að ef einhver les fyrir barn eða það hlustar á hljóðbók, telst það sem lesin bók. Þetta er gert til að veita fleirum tækifæri til að taka þátt. „Þegar við hlustum búum við til orðaforða alveg eins og þegar við lesum sjálf,“ segir hann. Grunnþáttur menntunar Læsi er einn af grunnþáttum menntunar. Yndislestur styður því við aðra þætti náms og þar leggur Ævar sannarlega sitt lóð á vog- arskálarnar. „Lestur er hluti af því að vera virk- ur þjóðfélagsþegn, hluti af því að geta tekið sjálfstæða ákvörðun, geta kosið eða lesið sér til um staðinn sem ferðast er til,“ segir Ævar, sem hefur mikinn metnað fyrir því að börn hafi aðgang að skemmtilegum og fjöl- breytilegum bókum á íslensku. „Það er frábært hvað það koma út margar flottar barna- og fullorð- insbækur hér. Við þurfum að passa upp á íslenskuna. Það er gaman að horfa á þátt eins og Orðbragð sem býr til leik úr íslenskunni og gerir hana skemmtilega. Það er engan veginn sjálfsagt að við tölum þetta tungumál og það er á okkar ábyrgð að skrifa bækur á íslensku fyrir alla.“ Morgunblaðið/Ófeigur Viðurkenning Ævar Þór Benediktsson hefur hvatt fjölmörg börn til þess að lesa með lestrarátaki Ævars vísindamanns og tveimur bókaflokkum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Sun 4/12 kl. 20:00 128. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Fim 8/12 kl. 20:00 129. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 20/11 kl. 13:00 15.sýn Lau 3/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 11/12 kl. 13:00 21.sýn Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Sun 4/12 kl. 13:00 19.sýn Lau 17/12 kl. 13:00 22.sýn Sun 27/11 kl. 13:00 17.sýn Lau 10/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 18/12 kl. 13:00 23.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Extravaganza (Nýja svið ) Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur - síðustu sýningar Jólaflækja (Litla svið) Lau 26/11 kl. 13:00 Frums Lau 3/12 kl. 13:00 3. sýn Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 27/11 kl. 13:00 2. sýn Sun 4/12 kl. 13:00 4. sýn Sun 27/11 kl. 15:00 aukas. Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 30/11 kl. 20:00 aukas. Fim 24/11 kl. 20:00 aukas. Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Aðeins þessar sýningar. Ósóttir miðar seldir samdægurs. Jesús litli (Litli svið ) Fim 1/12 kl. 20:00 2. sýn Fim 8/12 kl. 20:00 4. sýn Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Fös 2/12 kl. 20:00 3. sýn Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Da Da Dans (Nýja svið ) Fim 17/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 24/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 5.sýn Íslenski dansflokkurinn Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Sun 20/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Fös 2/12 kl. 19:30 28.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 31.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 29.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 29.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 3/12 kl. 19:30 30.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 31.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn Sýningum lýkur í desember Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 19/11 kl. 13:00 Sun 20/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 15:00 Sun 20/11 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fim 24/11 kl. 19:30 34.sýn Fim 1/12 kl. 19:30 35.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Lau 19/11 kl. 15:00 Þri 22/11 kl. 11:00 Keflavík Fim 24/11 kl. 10:00 Sandgerði Mán 21/11 kl. 13:00 Keflavík Mið 23/11 kl. 9:00 Grindavík Lau 26/11 kl. 13:00 Þri 22/11 kl. 9:00 Keflavík Mið 23/11 kl. 10:30 Grindavík Lau 26/11 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.