Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 ✝ SigurbjörgSkagfold Kristinsdóttir fæddist 26. októ- ber 1929 á Siglu- firði. Hún lést á Landspítalanum 11. nóvember 2016. Foreldrar Sig- urbjargar voru Kristinn Sæmunds- son, f. 1901, d. 1957, verkamaður frá Ólafs- firði og Aðalheiður Svein- björnsdóttir húsmóðir úr Skagafirði, f. 1898, d. 1981. Systir Sigurbjargar er Hlíf Skagfold og býr hún í Finsp- ang í Svíþjóð. Hlíf var gift Svan Magnússyni málarameist- alheiður Kristín Frantzdóttir, f. 28. febrúar 1949, hún á syn- ina Finnbjörn Ragnar, f. 1969, og Pétur Gísla, f. 1973, og barnabörn hennar eru sex. 2) Pétur Ingi Frantzson, f. 6. mars 1955, er giftur Sigríði El- ísabetu Sigmundsdóttur, f. 9. mars 1964. Pétur á tvo syni, þá Frantz, f. 1982, og Jón Guðna, f. 1985, og Elísabet á fjögur börn, þau Erling Bjarna, f. 1981, Geir, f. 1987, Diljá Ösp, f. 1990, og Gígju, f.1996. Saman eiga þau síðan níu barnabörn. 3) Jón Þórir Frantzson, f. 9. apríl 1961, er kvæntur Elfu Dögg Þórðardóttur, f. 11. júní 1972, saman eiga þau þrjú börn: Arnór, f. 1997, Söndru, f. 2000, og Einar Dag, f. 2006. Fyrir átti Jón soninn Birki, f. 1986, móðir hans er Kristín Jó- hannsdóttir. Birkir á eitt barn. Útför Sigurbjargar Skag- foldar fer fram frá Áskirkju í dag, 17 nóvember 2016, klukk- an 13. ara, f. 1930, d. 2005, saman áttu þau þrjú börn: Magnfríði Hafdísi, f. 1950, Kristin, f. 1955, d. 1994, og Aðalheiði, f. 1959. Yngsta systir var Sigríður Skagfold, f. 1935, d. 1936. Eftirlifandi eig- inmaður Sigur- bjargar er Frantz Pétursson, fæddur í Kirkjubæ við Laugarnesveg í Reykjavík, 5. maí 1930. Foreldrar Frantz voru þau Pétur Þorgrímsson og Ísafold Helga Björnsdóttir. Frantz og Sigurbjörg gengu í hjónaband þann 24. júlí 1950. Börn þeirra hjóna eru: 1) Að- Mamma mín, þú varst besta mamma í heimi! Hvernig er hægt að kveðja mömmu sína sem er svo ljóslif- andi, hress og kát í afmælinu sínu núna fyrir þrem vikum. Mamma mín, þú varst alltaf til staðar sama á hverju gekk, ég á þér svo mikið að þakka í gegnum árinn. Ég var kannski ekki auðveldasta barnið þitt, fastagestur á slysavarðstofunni og það hefur eflaust reynt á þig að ef einhver grátur eða vein heyrðust utan af götu var vitað mál hver það var, annaðhvort fastur putti í reiðhjólakeðjunni, gat á höfði eða eitthvað álíka. Það eru mörg minningarbrotin sem flugu um kollinn þegar ég hélt í hönd þína núna síðustu vikur og er mér minnisstæð hringferðin sem við fórum í, ég, þú og pabbi, þar sem stoppað var á mörgum skemmtilegum stöðum og meðal annars á steinasafninu hennar Petru á Stöðvarfirði og ætluðum við pabbi aldrei að ná þér þaðan út, svo gaman var hjá ykkur stelp- unum. Þú heillaðist af Mjóafirði þó svo að þér litist ekkert á veg- slóðann þar niður eftir. Og ég man hvað þú gast hlegið að pabba sem sat aftur í þegar hann var að segja mér til um keyrslulag niður Hellisheiði eystri. Færeyjaferðin er mér ógleymanleg og mamma mín, ég ætla ekkert að telja upp allt sem við brölluðum þar og alls ekki þegar þú varst tekin í tollinum. Mamma mín, ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar við Lísa giftum okkur öllum að óvörum og presturinn bað þig að koma með pokann sem þér var treyst fyrir og máttir ekki kíkja í en í honum voru hringarnir. Þú rétt- ir mér pokann hlæjandi og sagð- ir „Vitleysingurinn þinn“ en það hefur þú ansi oft sagt við mig hlæjandi í gegnum árin. Mamma mín, nú þegar jólin nálgast verður mér hugsað til fyrstu jólanna okkar Lísu hér í Hveragerði sem þið deilduð með okkur og voru það ein mín bestu jól. Ég gæti endalaust talið upp skemmtilegar minningar en við ræðum um þær seinna, mamma mín. Mamma mín, hjartað mitt er fullt af söknuði og þakklæti til þín. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin. Saknaðarkveðja. Þinn sonur Pétur Ingi. Faðmlag, kossar, væntum- þykja, hlý orð, hvatning, hlátur, jákvæðni og fordómaleysi, allt þetta saman komið í einni konu. Elsku mamma, söknuðurinn er ólýsanlegur, lífið mitt og nánast allra sem ég þekki er samofið þínu. Það er ekkert sem getur fyllt tómið sem er nú í hjarta mínu annað en minningar, minningar um konu sem kenndi mér allt fram á síðasta dag hvernig maður á að lifa lífinu. Ég viðurkenni það fúslega og stoltur að ég er 55 ára gamall mömmustrákur. Allt mitt líf hef ég átt öruggt skjól hjá þér. Þeg- ar ég byrja að rifja upp líf mitt eruð þið pabbi eiginlega alls staðar, hvort sem er í æsku eða nú síðustu árin. Það er að ég held svolítið merkilegt að þegar ég hitti vini sem ég hef ekki hitt í mörg ár spyrja þeir alltaf um foreldra mína. Ástæðan er ein- faldlega sú að heimilið ykkar stóð alltaf öllum opið. Ég veit ekki hvað þið pabbi hafið tekið marga að ykkur í gegnum árin, ef einhver missti ástvini, átti ekki pening eða þurfti einhverja aðstoð þá var það bara sjálfsagt að segja já, verið velkomin. Börnin mín fjögur hafa öll svo góðar minningar um hana ömmu og nú er afi búinn að lofa þeim yngsta að haldinn verði sérstakur pönnukökudagur, þá ætlum við að hittast og minnast þín. Við munum aldrei geta gert pönnukökur eins og þú en við munum viðhalda góðum minn- ingum og reyna að innræta og kenna eins og þú. Þinn sonur, Jón Þórir. Í dag verður ástkær tengda- móðir mín lögð til hinstu hvílu. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar mig til að minnast hennar. Siddí, eins og hún var jafnan kölluð, var lítil, nett og óskaplega falleg kona en jafn- framt svo stór og sterk. Það var fyrir tíu árum þegar ég og Pétur minn tókum saman að ég hitti þau Siddí og Frantz í fyrsta sinn og er ég afskaplega þakklát fyr- ir þennan stutta en þó vel nýtt- an tíma sem við áttum saman. Siddí og Frantz hafa alltaf lagt mikla rækt við fjölskyldu sína og ef það var veisla voru þau mætt því tengdamamma elskaði veislur. Mér er minnisstætt þegar þau, 85 ára gömul, lögðu í svaðilför austur á Úlfljótsvatn í blindbyl og fárviðri til að fagna með mér fimmtugsafmæli mínu um kvöldið. Sjálf var ég stödd í Reykjavík þegar tilkynning barst um að verið væri að loka heiðinni þannig að það var ekk- ert annað að gera en að drífa sig austur og komst ég við illan leik að Litlu Kaffistofunni, legg bíln- um og stekk inn og verð ég að segja að sjaldan hef ég verið eins hissa að hitta nokkrar manneskjur eins og tengdafor- eldra mína, sem sátu þarna og tóku á móti mér, tengdapabbi skælbrosandi og tengdamamma eins og drottning með sitt hvíta hár uppsett og fín rétt eins og ekkert amaði að veðrinu sem geisaði úti og sagði við mig: „Lísa mín, við verðum að fá far með þér.“ Í stuttu máli kom- umst við klakklaust austur í Úlf- ljótsskála í tíma með aðstoð björgunarsveitarmanna og slógu þau tengdaforeldrar mínir ekki slöku við í dansinum þá um kvöldið. Siddí var mikil garðyrkju- kona sem elskaði að liggja í beð- unum og reyta arfa og gera fínt í kringum sig og nú síðustu ár í Reykjahlíð, sumarbústaðnum á Ólafsfirði, sem skartar fallegum lystigarði með fjölbreyttum trjá- og blómategundum sem hún sjálf hefur gróðursett. Elsku Siddí mín, ég sagði þér það kannski ekki en ég vona þó svo innilega að þú hafir fundið hvað mér þótti óskaplega vænt um þig og bar mikla virðingu fyrir þér og þá fyrst og fremst fyrir það að aldrei var hægt að sjá eða finna hvort börnin mín væru blóðtengd þér eða ekki, öll voru þau ömmubörnin þín og svo líka hvernig þú tókst á móti mér. Elsku tengdamamma, ég kveð þig með söknuði og þakk- læti. Þín, Sigríður Elísabeth. Elsku Siddý amma mín, nú þegar þú ert komin til Guðs finnst mér eins og ég eigi eftir að þakka þér fyrir svo margt og mikið. Alla dagana sem þið Frantz afi á Hofteignum tókuð á móti mér úr skólanum. Þá beið oft eftir mér kaffi og homeblest- kex sem við mauluðum saman. Ekki gleymi ég heldur þeim ótal mörgu ísblómum sem ég fékk hjá þér, ekki síst ef ég var eitt- hvað dapur. Þeim fylgdi alltaf heilræði og huggun. Það er svo ljúft að hugsa til þeirra stunda þegar við lágum eins og klessur og horfðum á Leiðarljós í sóf- anum inni í sjónvarpsherbergi. Að ekki sé minnst á hvernig þú stjanaðir í kringum okkur börn- in þegar við komum í heimsókn. Þú sagðir einu sinni við mig að ég mætti eiga allt nammi sem ég fyndi og auðvitað vissum við bæði að þú faldir suðusúkkulað- ið alltaf í neðstu skúffuni. Ég veit, amma mín, að þú ert löngu búin að fyrirgefa mér það, þeg- ar þú sendir mig sjö ára polla út í búð að kaupa mjólk með fimm hundruð kall. Ég keypti mjólk fyrir allan peninginn og þurfti að fara tvær ferðir með alla pottana. Þá kom svipur á ömmu. En nú játa ég loksins fyrir þér að það var ég sem pissaði í blómapottinn og klippti sokka- buxurnar sem afi hjálpaði mér að nota í háfana. Og tíminn leið og alltaf voruð þið afi jafn góð við mig og alltaf var jafn gaman að heimsækja ykkur á Dalbrautina og í Reykjahlíð. Við erum líka afar þakklát fyrir allar þær fjöl- mörgu stundir sem þið áttuð með okkur, Karen Ósk og börn- unum okkar Bjarti Mána, Kar- ítas Máísól og Snædísi Nótt. Það var líka svo gaman þegar þið afi komuð um daginn í af- mælið hans Bjarts Mána. Þú varst svo hlý og góð eins og endranær. Það sást langar leiðir að þú varst börnunum okkar jafn góð langamma og mér sem amma. Engan grunaði að þú værir að fara frá okkur eftir nokkra daga. Takk, amma mín, fyrir að vera alltaf til staðar fyr- ir alla og gefa eins og þú gafst af þér til allra sem þekktu þig. Ég veit að Guð varðveitir þig og styrkir afa í sorginni, hann hefur misst svo mikið. Það er svo sorglegt að þurfa að kveðja þig núna en yndisleg huggun í því að rifja upp allar góðu minn- ingarnar sem við geymum um þig í hjarta okkar. Það er gott að vita að börnin mín hafa eign- ast svona góðan verndarengil. Guð blessi þig, elsku amma mín. Frantz og fjölskylda. Mikið lán og mikil gæfa fylgir því þegar traust og sönn vinátta flyst milli kynslóða. Þannig var því farið með yndishjónin Frantz Pétursson og Sigur- björgu Kristinsdóttur, sem í dag er kvödd hinstu kveðju og hér eftir verður nefnd Siddý. Þau voru vinafólk foreldra okk- ar og tengdaforeldra, en Frantz og Halldór voru starfsfélagar hjá SVR í fjölda ára og spiluðu saman í hljómsveit sem á árum áður hélt skemmti- og danssam- komur. Einnig hafði Frantz for- göngu að stofnun Söngfélaga SVR árið 1958, nú Strætókór- inn. Það var á þeim vettvangi sem samverustundir okkar voru hvað ríkastar. Saman sungum við karlarnir og konurnar voru okkar sterku bakhjarlar og aðdáendur og tóku þátt í kór- starfinu af alúð og eindrægni. Þar var Siddý fremst í flokki, drottning kórsins, glæsileg bæði til orðs og æðis. Hún var stolt okkar á mannamótum, einkan- lega á Norrænu mótunum í sín- um glæsilega þjóðbúningi. Til að minnast langrar vináttu og þeim hjónum til heiðurs héldum við systkinin þeim sið sem til var stofnað af þeim hjónum að efna til svokallaðs „Drottning- arkvölds“ þar sem við gerðum vel við okkur í mat, drykk og söng einu sinni á ári. Þrátt fyrir vaxandi aldur hélt Siddý glæsi- leik sínum, kjarki og persónu- töfrum allt fram í andlátið. Margs er að minnast frá langri vegferð með þeim hjónum. Of- arlega í minni eru heimsóknirn- ar til þeirra í sælureitinn í Ólafsfirði, en þar reistu þau sér sumarhús sem þau nefndu Reykjahlíð. Einnig sú stund er þau héldu upp á demantsbrúð- kaup sitt í Félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði 24. júlí 2009 og í framhaldi af því þegar „Koníakssteinninn“, sem var demantsbrúðkaupsgjöf og kom úr Héðinsfjarðargöngunum, var reistur við Reykjahlíð þremur dögum síðar. Líkt og farfugl- arnir stefndu þau hjón í norður ár hvert um eða upp úr miðjum júní og voru þar oftast fram yfir berjatíð. Þar var gott að vera og lognkyrru kvöldin í Ólafsfirði eru engu lík. Nú er skarð fyrir skildi þegar okkar yndislega Siddý hefur hvatt þennan heim. En það er huggun harmi gegn að síðasti dagurinn í lífi hennar var einstakur hamingju- dagur því þá fagnaði hún 87 ára afmæli sínu með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Fór síð- an með eiginmanninum út að borða á Lauga-ás og lauk deg- inum með því að tala við systur sína Hlín, sem býr í Svíþjóð. Árla næsta morgun fékk hún al- varlegt hjartaáfall og komst ekki til meðvitundar eftir það. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 11. nóv- ember. Við systkinin þökkum Siddý fyrir gefandi vináttu, elsku og alúð með eftirfarandi orðum. Á langri vegferð á veginum góða vináttu gafst þú sanna en hljóða með hógværð þú heillar oss öll. Af alhug við þökkum elsku þína einstakar minningarperlur skína við þín hljómfögru hlátrasköll. (Hafþór Jónsson) Elsku Frantz, Aðalheiður, Pétur, Jón og fjölskyldur. Okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa okkur öllum dýrmætar minningar um mæta konu. Hún hvíli í friði. Þórhallur, Guðbjörg, Már, Jóna, Hafþór og Lilja. Siddý, elskuleg vinkona okk- ar til margra áratuga, hefur skyndilega kvatt þennan heim okkur öllum vinum hennar að óvörum, þrátt fyrir 87 árin sem hún hélt upp á með fjölskyldu sinni daginn áður en hún kvaddi. Hún var bæði líkamlega og andlega hress, alltaf eins og ung stúlka, kvikk, glæsileg, fal- leg og alltaf vel tilhöfð. Siddý var listakona og bar heimili þeirra hjóna þess glöggt merki um handverk og myndarskap hennar hvar sem á var litið. Ekki óraði okkur fyrir því er við litum inn til þeirra hjóna fyrir tveimur vikum að þetta væri okkar hinsta samveru- stund með henni. Þau hjón voru alla tíð mjög samstillt og einkenndist hjóna- bandið af ástúð, virðingu og elsku. Sýndi Frantzi okkur ósjaldan flíkur sem hann hafði keypt á hana enda haft alla tíð einstakt fegurðarskyn og næmt auga fyrir fallegum flíkum og naut hún þess ríkulega. Úr sjóði minninganna er af svo mörgu að taka. Okkar fyrstu kynni voru 1979 þegar til stóð að endurreisa Strætókór- inn, sem hafði legið niður um nokkur árabil. Í framhaldi af því var fyrirhuguð ferð til Berg- en. Var þetta allt mjög spenn- andi fyrir okkur yngri konurn- ar, en hún var reynslubolti og miðlaði okkur óspart af reynslu sinni þar, sem hún hafði farið í slíkar ferðir áður. Hún lagði ríka áherslu á að við tækjum þátt kórstarfinu með eiginmönnum okkar. Og eru ógleymanleg kaffikvöldin sem við héldum hvert hjá öðru á fyrstu árum okkar til fjáröflun- ar fyrir kórstarfið. Þarna hófust okkar óslitna vinátta gegnum árin ásamt ógleymanlegum ferðum okkar bæði utan lands og innan, þeim ævintýrum sem því fylgdi. Allt- af bar Siddý af þar sem hún skartaði sínu fegursta í íslensk- um búningi og þau hjón vöktu hvarvetna athygli fyrir glæsi- leik, jákvæðni og hressilegt við- mót. Verður hennar sárt saknað ásamt öðrum félögum sem fallnir eru frá úr þessum fé- lagsskap. Blessuð sé minning þeirra allra. Elsku Frantzi minn, við vott- um þér og fjölskyldunni þinni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eygló og Reynir. Sigurbjörg Skag- fold Kristinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elskulega vinkona. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar frá barnæsku til elliáranna. Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt, herra, sál mín þráir ríki þitt. Í arma þína andinn glaður flýr, um eilífð sæll í návist þinni býr. (Guðrún Jóhannsdóttir.) María Sigríður (Didda á Tjörn). Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, VIGDÍS HALLGRÍMSDÓTTIR NILSSON kennari, Karlsborgsvägen 235, Märsta, Svíþjóð, lést fimmtudaginn 10. nóvember. . Lars Gustav Nilsson, Gustav Nilsson, Beate Nilsson, Sven Nilsson, Þorsteinn Hallgrímsson. Okkar kæri bróðir, mágur og frændi, ÞORBJÖRN BERGSTEINSSON frá Ási í Fellum, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 10. nóvember. Hann verður jarðsunginn laugardaginn 19. nóvember klukkan 11. Athöfnin fer fram frá Egilsstaðakirkju en jarðsett verður á Ási. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á styrktarsjóð HHF vegna Dyngju. . Jón Bergsteinsson, Birna Stefánsdóttir, Ásta Magnúsdóttir og systkinabörnin; Guttormur, Óli og Bergsteinn Metúsalemssynir, Margrét, Jón Rúnar og Bergsteinn Brynjólfsbörn, Jón Steinar og Laufey Jónsbörn og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.