Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
✝ Eysteinn Vil-helm Reynisson
bifvélavirki fædd-
ist á Akureyri 17.
júlí 1946. Hann lést
á heimili sínu 8.
nóvember 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Hólm-
fríður
Eysteinsdóttir, f.
22. desember 1923,
d. 14. febrúar
1990, og Sveinn Reynir Vil-
helmsson, f. 12. nóvember 1923,
d. 16. nóvember 2003.
Eysteinn átti einn bróður,
Pál Birki Reynisson, f. 27. októ-
ber 1948. Kona hans er Kristín
Jóhannsdóttir.
Eiginkona Eysteins er Jór-
unn María Marinósdóttir, f. 21.
mars 1951, þau giftu sig 29.
september 1973.
Börn þeirra eru: a) Brynja, f.
og bjó þar alla tíð. Hann lauk
prófi frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar, lærði bifvélavirkjun í
Iðnskólanum á Akureyri og
lauk sveinsprófi á BSA. Einnig
tók hann 2. stig í vélstjórn við
Vélskólann á Akureyri. Ey-
steinn starfaði sem vélstjóri um
tíma og einnig keyrði hann rút-
ur og flutningabíla, en lengst af
starfaði hann sem bifvélavirki á
BSA, eða í 27 ár. Þegar hann
hætti þar hóf hann störf sem
leigubílstjóri og starfaði við
það þar til í desember 2015
þegar hann hætti vegna veik-
inda.
Eysteinn var mikill áhuga-
maður um bíla og keypti sinn
fyrsta bíl 16 ára. Hann ferðað-
ist mikið bæði innan lands sem
utan og ekki hvað síst upp til
fjalla. Sjórinn var honum afar
kær og átti hann trillu og ver-
búð og kom við flesta daga í
dokkinni.
Hans helsta hugðarefni var
þó fyrst og síðast fjölskyldan.
Útför Eysteins fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 17. nóv-
ember 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
28. janúar 1974,
hún er gift Gauta
Má Hannessyni,
börn þeirra eru
Daníel Ágúst, Sara
Mist og Róbert
Orri. b) Sævar
Þröstur, f. 13. apríl
1978, hann er
kvæntur Kristjönu
Kristjánsdóttur,
dætur þeirra eru
Embla Karen, Lilja
Mekkín og Salka María.
Eysteinn átti fyrir hjónaband
soninn Jóhann Reyni, f. 26. júní
1971, með Sólveigu Jóhanns-
dóttur, hann er giftur Auð-
björgu Geirsdóttur, synir
þeirra eru Guðmundur Hólmar,
Bjarki og Jóhann Ben. Guð-
mundur Hólmar er kvæntur
Herdísi Maríu Sigurðardóttur
og eiga þau tvo syni.
Eysteinn ólst upp á Akureyri
Elsku pabbi.
Það er svo óraunverulegt að
við systkinin sitjum hér að
skrifa þessi orð. Það er sárt að
þurfa að kveðja þig, þú gafst
okkur svo mikið og varst okkar
besti vinur. Það eru margar
minningar sem við eigum saman
sem fá okkur til þess að brosa og
gefa okkur hlýju í hjartað, því
þessar minningar getur enginn
tekið frá okkur.
Það var svo gaman að fara all-
ar helgar í útilegur á sumrin,
mamma sá um að pakka öllum
búnaði og var því skellt á topp-
inn á hvíta Bronco-inum og þeg-
ar þú varst búinn að vinna var
brunað af stað. Þú elskaðir að
keyra utan þjóðvegar á fína
hvíta Bronco-inum og voru þið
mamma snillingar í að finna nýj-
ar og framandi slóðir að heim-
sækja. Þær voru ófáar ferðirnar
sem við fórum í Fjörður og á
Flateyjardal og elskaðir þú að
keyra þarna yfir hóla, hæðir og
ár, mamma græjaði svo nesti og
við lékum okkur í fótbolta, söfn-
uðum rekaviði og kveiktum í
brennu. Minnisstætt er einnig
þegar við fórum yfir Lindá á leið
upp í Herðubreiðarlindir. Mikið
var í ánni og baðst þú okkur að
setja fæturna upp í sætið því
vatn myndi flæða inn, þegar við
komum upp á bakkann voru
dyrnar opnaðar og vatninu
hleypt út og haldið áfram. Einn-
ig voru minnisstæðar sjóferðirn-
ar á Andra, stundum hafði
mamma ekki undan að taka á
móti fiskinum sem við veiddum
og þú að stýra bátnum. Núna
nýlega sýndir þú okkur myndir
og sagðir okkur frá því þegar þú
fórst 20 ára á rútu upp í öskju
með Neil Armstrong og félaga
og blaðamennina í æfingaferð
áður en þeir fóru til tunglsins.
Eftir að við fluttum að heim-
an varst þú alltaf til taks ef eitt-
hvað bjátaði á og vildir alltaf allt
fyrir okkur gera, vita hvar allir
væru og hvort allir væru frískir.
Þú minntir okkur reglulega á að
fara með bílana okkar í skoðun,
og smurðir þá fyrir okkur og nú
er það okkar að fylgjast með
þessum málum. Þegar þú
greindist með krabbamein í des-
ember 2015 var strax ljóst að
baráttan yrði erfið, en þú varst
ákveðinn í að fara í þær með-
ferðir sem stóðu til boða og
varst alltaf jákvæður og kvart-
aðir aldrei þó að meðferðirnar
færu ekki vel í þig. Í lok ágúst
kom svo reiðarslagið og ljóst var
að meðferðin bæri ekki árangur.
Öll vorum við ákveðin í að þú
fengir að vera heima ef það væri
hægt og gekk það eftir, mamma
hugsaði um þig dag og nótt þar
til yfir lauk.
Elsku pabbi, við erum svo
þakklát fyrir að öll börnin okkar
fengu að kynnast þér. Þú varst
frábær afi og barnabörnin þín
veittu þér mikla gleði, eftir því
sem þeim fjölgaði stækkaði
hjartað þitt og þú gafst þeim öll-
um svo mikið sem þau eru svo
þakklát fyrir. Við söknum þín
svo mikið, söknum þess að fá
ekki símtalið frá þér þegar þú
spyrð hvar við erum og hvar
börnin okkar eru. Takk fyrir
allt, takk fyrir allt sem þú hefur
kennt okkur, við munum passa
upp á mömmu og hvort annað.
Elskum þig.
Þín
Brynja og Sævar.
Kæri tengdapabbi, þá er
komið að kveðjustund.
Þegar ég læt hugann reika er
mér mikið þakklæti í huga fyrir
þann tíma sem við áttum, minn-
ingarnar eru svo ótal margar.
Börnin mín minnast allra
stundanna ykkar saman og ekki
síst þeirra þegar þið Nunna
tóku þau með á sjóinn, í verbúð-
ina og öll ferðalögin. Afi Steini
var yfirskutlarinn og börnunum
þótti ekki leiðinlegt þegar þau
voru sótt og send í leigubíl á
milli staða og alltaf var afi tilbú-
inn. Þetta voru þeim dýrmætar
stundir sem munu ylja þeim nú.
Þú varst sterkur og skemmti-
legur karakter, hafði húmor,
varst sposkur og sást oft spaugi-
legu hliðarnar á tilverunni. Þú
hafðir góða frásagnarhæfileika
og sögurnar þínar voru oft mjög
lifandi.
Áhugamál þín voru m.a. allt
sem viðkom bátum, flugvélum,
bílum og ferðalögum. Þar kom
maður aldrei að tómum kofanum
og heyrði oft fróðlegar og kímn-
ar sögur þar að lútandi.
Þið hjónin voru einstaklega
samhent í því sem þið tókuð
ykkur fyrir hendur og þú varst
svo lánsamur að eiga Nunnu
sem eiginkonu og sem besta vin.
Þú og Nunna tókuð mér of-
boðslega vel inn í fjölskylduna
og hefði ég ekki getað eignast
betri tengdaforeldra, Þú reynd-
ist mér alla tíð mjög vel. Sam-
skipti okkar voru ætíð á hrein-
skilnum nótum og það kunni ég
að meta. Þú varst ætíð úrræða-
góður þegar til þín var leitað og
alltaf tilbúinn að hlaupa við
minnsta kall. Svona varst þú en
jafnframt ákveðinn og fastur
fyrir og lést ekki fara með þig
suður ef þú stefndir norður.
Takk fyrir mig og allar stund-
irnar sem þú hefur gefið mér og
börnunum en börnin og afabörn-
in voru þér allt og þitt helsta
áhugamál. Þú vissir alltaf hvar
þau voru og hvað þau voru að
gera.
Minningar vara að eilífu
mann fram af manni og þú hefur
gefið mér og börnunum mínum
dýrmætar minningar til að varð-
veita.
Með djúpri virðingu og þakk-
læti.
Gauti Már Hannesson.
Elsku Steini.
Mikið sem ég er heppin að
hafa átt þig sem tengdapabba,
svo hjartahlýjan og góðan mann
sem vildi alltaf allt fyrir okkur
gera. Ég er þér svo innilega
þakklát fyrir alla umhyggjuna
og ástina sem þú sýndir dætrum
okkar Sævars, þú varst þeim svo
yndislegur og góður afi.
Ást þín og væntumþykja
skein í gegn alla daga og alltaf
hafðir þú tíma til þess að skutl-
ast eftir afastelpunum þínum í
tómstundir út um allan bæ. Þú
hringdir alltaf í okkur og spurð-
ir hvernig allir hefðu það og
hvort allir væru frískir og hvort
það væri eitthvað sem þú gætir
gert fyrir okkur.
Þú hafðir yfirumsjón með bíl-
unum okkar Sævars og minntir
á skoðun, smurningu, þrif o.fl.
sem er ekki alveg sérgrein okk-
ar hjóna. Ég held að þér hafi nú
ekki alltaf litist á vitleysuna í
mér þegar kemur að bílum, ég
var ekki alveg með þetta á
hreinu. Mér er mjög minnis-
stætt þegar þú sást mig keyra
burt af bensínstöð þar sem
svartan reyk lagði af bílnum
mínum og ég vinkaði til þín með
fullan bíl af börnum. Þú horfðir
á mig steinhissa og náðir ekki að
veifa til mín á móti og skildi ég
ekkert í því. Ég hringdi svo í þig
fljótlega á eftir þar sem bíllinn
var stopp, í miðri beygju í Þór-
unnarstræti yfir á Glerártorg á
föstudegi klukkan rúmlega fjög-
ur. Það fyrsta sem þú sagðir
þegar þú svaraðir í símann var:
„Settirðu bensín á bílinn þinn?“
Jebb það var akkúrat þannig –
ég fyllti dísilbílinn af bensíni. Þú
varst sko alveg með þetta á
hreinu og komst strax til mín að
aðstoða okkur. Þér fannst þetta
ekki jafn fyndið og mér þá, en
mikið sem náðum að hlæja oft að
þessu eftir á. Annað dæmi þegar
við hjónin keyptum okkur nýjan
bíl um daginn og þú vissir að
Sævar væri í Reykjavík að
sækja hann og spurðir mig um
árgerð og hvað hann væri
keyrður og ég hafði engin svör
handa þér en ég vissi þó að bíll-
inn væri svartur og sjálfskiptur
og þá bara glottir þú sem var
svo dásamlegt og við hlógum að
því.
Elsku Steini, þú varst okkur
svo kær og svo mikill vinur og
félagi allrar fjölskyldu þinnar,
Nunnu, barna þinna og barna-
barna. Við eigum ljúfar og góðar
minningar sem við geymum í
hjarta okkar og þessar minning-
ar munum við öll geyma sem
gull.
Guð blessi minningu þína um
ókomna tíð, elsku hjartans
Steini, og ég sendi þér svo mikla
elsku og knús frá okkur fjöl-
skyldunni.
Kristjana Kristjánsdóttir.
Elsku afi,
við söknum þín strax svo mik-
ið og svo skrítið að hafa engan
afa Steina lengur hjá okkur, það
verður allt svo skrítið án þín.
Við erum heppnar að eiga marg-
ar minningar með þér. Það var
gaman þegar við fórum með þér
og ömmu út á sjó og þið kennd-
uð okkur að veiða. Það var æð-
islegt að fara með ykkur ömmu
á rúntinn og í útilegu með ykkur
og brasa eitthvað skemmtilegt.
Það var líka svo gaman að fara í
verbúðina og við vorum alltaf að
fíflast uppi á háaloftinu. Það var
svo gaman í sumar þegar þú
bauðst okkur öllum á Greifann
og hélst upp á 70 ára afmælið
þitt, þú varst svo glaður með
það og glaður með pakkann frá
okkur. Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa okkur að læra, þér fannst
svo gaman að hlusta á okkur
lesa og hjálpa okkur í stærð-
fræði og þú varst alltaf að hrósa
okkur hvað við værum flottar og
duglegar stelpur. Þú varst oft að
skutla okkur í sund, fimleika,
fótbolta og myndlistarnámskeið
og þér fannst svo gaman að
skutlast með okkur fram og til
baka. Það var svo sárt að sjá þig
svona veikan en alltaf fengum
við bros frá þér.
Elsku afi, við munum alltaf
muna eftir þér og verðum dug-
legar að knúsa ömmu og vera
hjá ömmu. Takk fyrir allt og
takk fyrir að elska okkur svona
mikið og þykja svona vænt um
okkur.
Knús til þín, elsku afi, og
Mirra sendir þér líka knús.
Þínar afastelpur,
Embla Karen og
Lilja Mekkín.
Elsku afi Steini.
Ég vildi óska þess að þú værir
enn hjá okkur en trúi að nú
sértu kominn á betri stað og
laus við sjúkdóminn. Þó að það
hafi verið erfitt að vera hjá þér
þegar þú kvaddir okkur, mun
það ætíð vera mér dýrmætt og
ég mun ávallt minnast þeirrar
stundar. Ég á óteljandi minn-
ingar með þér og ég mun varð-
veita það sem eftir er.
Ég man þegar þið amma
keyptuð verbúðina og þar eydd-
uð þið miklum tíma saman, t.d.
að setja í stand efri hæð, þangað
fóruð þið með hluti sem þið vor-
uð hætt að nota, sófa, ísskáp og
lítið borð og notuðuð þar. Allar
ferðirnar í leigubílnum, öll
skiptin sem við höfum farið á sjó
þó svo að við veiddum ekki allt-
af. Mér hefur alltaf fundist gam-
an að fara með ykkur ömmu í
bíltúr, sérstaklega þegar við
skoðuðum bíla á bílasölum og
skip niðri á höfn.
Þú elskaðir öll barnabörnin
þín og vildir allt fyrir okkur
gera svo okkur liði vel, þú vildir
sérstaklega að okkur gengi vel í
námi og hefur oft hjálpað mér
með lærdóminn.
Ég sakna þín mjög mikið og
ég lofa að fara oft í heimsókn til
ömmu og brasa eitthvað með
henni og minnast þín.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þinn
Róbert Orri.
Elsku afi minn.
Það er erfitt að meðtaka þá
staðreynd að þú sért endanlega
farinn frá okkur. Veikindin urðu
þér einfaldlega ofviða. Þegar ég
lít til baka, yfir síðastliðið ár,
finn ég aðeins fyrir þakklæti.
Þessi tími hefur verið mér og
fjölskyldu okkar svo ótrúlega
dýrmætur.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég átti með þér og fyrir þær
minningar sem við eigum. Sem
barni þótti mér fátt jafn
skemmtilegt og að fara í dags-
ferðir með ykkur ömmu á sumr-
in og í berjamó þegar líða fór að
hausti. Ferðirnar á sjó eru mér
með öllu ógleymanlegar en ferð-
in sem ég veiddi skötu á veiði-
stöng verður eflaust ávallt sú
eftirminnilegasta. Þú minntir
okkur barnabörnin reglulega á
að ef við lentum í einhverjum
vandræðum gætum við alltaf
hringt á taxa. Þessar minningar
mun ég ávallt varðveita í hjarta
mínu. Ó, elsku afi. Söknuðurinn
er svo mikill. Þú varst okkur öll-
um svo mikilvægur. Þú munt
ætíð eiga stað í hjarta okkar
allra.
Kærleikur var þinn helsti eig-
inleiki. Þú umvafðir okkur
barnabörnin ást. Þú kenndir
okkur svo margt. Menntun var
þér alltaf ofarlega í huga og þú
varst duglegur að minna okkur
á hversu mikilvægt það væri að
læra. Enda leituðum við oft til
þín ef við vorum í vandræðum
með heimanámið okkar og alltaf
hafðir þú lausnir.
Ég kveð þig hér með þakklæti
efst í huga. Ég er þakklát fyrir
að hafa átt besta afa í heimi. Ég
er þakklát fyrir það að þú hafir
alltaf verið til staðar. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og góðmennsku
þinni. En ég er ekki síst þakklát
fyrir að hafa átt þig að.
Við sjáumst síðar. Að eilífu,
ég lofa. Þín
Sara Mist.
Frá því að ég man eftir mér
hefur Steini frændi verið ein-
hvers staðar nálægur og allt um
kring. Í æsku voru líka mikil og
góð tengsl á milli fjölskyldna
okkar, en Heiða amma mín og
uppalandi og Húlla móðir hans
voru systur. Steini var því
snemma hluti af minni nánustu
fjölskyldu og sá maður sem ég
tengdist hvað mest. Þegar ég
hugsa til baka reikna ég með að
það hafi verið vegna þess að
hann hafði einlægan áhuga mér
sem barni. Ég var mjög forvitin,
spurði margs og hafði mikinn
áhuga á bílum. Hann gaf sér
ávallt tíma til að spjalla og svara
þeim mörgu spurningum sem ég
hafði um vélarstærðir, króm-
lista, vínyltoppa o.fl. Ekki
minnkuðu svo samskiptin þegar
hann og Nunna fluttu í kjallara-
íbúð á æskuheimili mínu að
Byggðavegi 145 á Akureyri. Í
þessu nábýli urðu þessar fjöl-
skyldur svo að einni samheld-
inni einingu og aldrei hefur bor-
ið skugga á sambandið.
Ef finna á tvö orð til að lýsa
Steina frænda eru það hjálpsemi
og náungakærleikur. Þar var
hann kletturinn sem alltaf var
hægt að treysta á. Sjaldnast
þurfti maður nú að biðja hann
um að greiða því yfirleitt varð
hann fyrri til. Búinn að lesa í að-
stæður áður en maður hafði
tækifæri til þess að bera upp er-
indið.
Þannig reyndist hann Guðjóni
afa mínum einstaklega vel þegar
hann veiktist og gat ekki sinnt
sinni daglegu vinnu sem leigu-
bílsstjóri. Fyrst byrjaði hann á
því að leysa hann af endrum og
sinnum. En eftir andlát afa Guð-
jóns tók Steini frændi við
rekstrarleyfinu hans og kalln-
úmeri. Steini frændi varð því nr.
27 á stöðinni og tók við arfleifð
afa sem leigubílstjóri. Þegar
amma Heiða var svo orðin ein og
við nánasta fjölskylda hennar
flutt suður tóku Steinu og
Nunna við sem hennar nánustu
aðstandendur. Um það þurfti
ekki að biðja eða ræða. Það hlut-
verk fannst þeim bara einhvern
veginn svo sjálfsagt að taka, slík
er hjálpsemin og náungakær-
leikurinn.
Ég hef svo ekki tölu á því
hversu oft Steini frændi hefur
keyrt mig í gegnum tíðina, sótt
mig og skutlað hingað og þang-
að. Ekki myndi ég heldur þora
að giska á það hversu margir
kílómetrar það eru samtals en
veit þó að kílametragjaldið fyrir
þá er ekki mikið. Og aldrei sagði
hann nei. Ekki einu sinni þegar
ég bað hann fyrir margt löngu,
verulega ölvaður, að sækja mig í
Illugastaði og keyra á ball í
Ýdali.
Það eru bara rúmar tvær vik-
ur síðan við hittumst síðast. Sú
kvöldstund verður mér ógleym-
anleg og ómetanlegur fjársjóður
í kistu minninganna. Því þrátt
fyrir mikil veikindi og kvalir
gátum við setið heila kvöldstund
saman. Töluðum um bíla, króm-
lista, brettakanta, árgerðir og
tegundir. Rifjuðum upp liðna
tíð, sögðum sögur og hlógum
saman.
Og þá blasti líka við mér sú
mikla og skilyrðislausa ást á
milli þeirra hjóna, Steina og
Nunnu sem einkennt hefur öll
þeirra hjónabandsár.
Elsku Nunna, Jóhann,
Audda, Brynja, Gauti, Sævar,
Kristjana og fjölskyldur. Við
Adda og fjölskylda færum ykkur
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Missir ykkar er mikill en minn-
ingin um þennan einstaka úr-
valsmann mun lifa með okkur
um ókomna tíð. Ykkar,
Heiðar Ingi Svansson.
Eysteinn Vilhelm
Reynisson
HINSTA KVEÐJA
Afi, nú ertu dáinn og það
er leiðinlegt, það er leiðin-
legt að þú getir ekki hætt
að vera dáinn. Nú áttu
heima hátt upp í himninum
og í stóru stjörnunni sem
við sjáum alltaf. Í gær þeg-
ar ég kom heim þá kallaði
ég á mömmu og sagði:
Mamma, ég sé afa Steina,
hann er þarna uppi í stjörn-
unni sinni og ég brosti til
þín og vinkaði þér. Í gær
var tunglið svo stórt og þá
gast þú labbað af stjörn-
unni þinni og yfir á tunglið.
Afi, ég elska þig alveg til
tunglsins og til baka. Þín
afastelpa,
Salka María 4 ára.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langlangafi,
GÍSLI HVANNDAL JÓNSSON,
fyrrv. leigubílstjóri í Hafnarfirði,
dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar laugar-
daginn 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju
mánudaginn 21. nóvember klukkan 14.
.
Jóna Kristlaug Einarsdóttir,
Jónína Brynja Gísladóttir, Jón Andrjes Hinriksson,
Marteinn Hafsteinn Gíslason,
Jón Thor Gíslason, Ilma Reissner-Gíslason,
Dagbjört Gísladóttir, Jakob Agnarsson,
Elín Björk Gísladóttir,
Jónína Sesselja Gísladóttir.